Kaupmáttur grunnatvinnuleysisbóta byrjaði að rýrna í júní

Grunnatvinnuleysisbætur eru 313.729 krónur. Þær voru hækkaðar um síðustu áramót í takti við spá um verðbólgu. Raunveruleg verðbólga hefur verið langt umfram spár. Atvinnuleysisbæturnar hafa ekki verið hækkaðar í takti við það.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Auglýsing

Grunnatvinnu­leys­is­bætur voru hækk­aðar um 4,6 pró­sent um síð­ustu ára­mót í sam­ræmi við verð­lags­for­sendur fjár­laga fyrir árið 2022. Verð­bólgan hefur hins vegar verið mun meiri og í nýj­ustu útgáfu Pen­inga­mála Seðla­banka Íslands kemur fram að bank­inn geri nú ráð fyrir að hún verði 8,8 pró­sent að með­al­tali í ár. 

Miðað við spá Seðla­bank­ans um verð­bólgu á árinu 2022 þyrfti því að hækka grunnatvinnu­leys­is­bæt­ur, sem eru 313.729 krón­um. á mán­uði miðað við 100 pró­sent bóta­rétt. um 4,2 pró­sent til við­bótar til að þær myndu halda verð­gildi sínu í lok yfir­stand­andi árs, eða um 13.177 krónur ofan á núver­andi bóta­fjár­hæð. 

Þetta kemur fram í svari Guð­mundur Inga Guð­brands­son­ar, félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Jóhanns Páls Jóhanns­sonar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, málið sem svarað var skrif­lega á föstu­dag. 

Kaup­máttur byrj­aði að rýrna í júní

Í svar­inu segir að í verð­bólgu­spá Seðla­bank­ans sé ekki til­greind áætluð þróun verð­lags milli mán­aða á árinu og því sé ekki unnt að leggja mat á raun­rýrnun grunnatvinnu­leys­is­bóta sund­ur­liðað eftir mán­uð­um. „Þegar verð­bólga innan árs­ins hefur hins vegar náð 4,6 pró­sent­um  byrja grunnatvinnu­leys­is­bætur að rýrna að raun­virði; með öðrum orðum hefur verð­bólgan þá unnið upp þær verð­bætur sem til­greindar eru í fjár­lögum fyrir árið 2022 sem ætlað var að mæta áætl­uðum verð­lags­hækk­unum á árinu 2022 [...] Því má ætla að kaup­máttur grunnatvinnu­leys­is­bóta hafi byrjað að rýrna að raun­virði í júní 2022.“

Auglýsing
Í svari ráð­herr­ans segir að ef þeim 13.177 krónum sem vanti upp á verð­bætur í árs­lok yrði jafn­skipt á síð­ustu sjö mán­uði árs­ins væri um að ræða 1.882 krónur á mán­uð­i. 

Aðstæður á vinnu­mark­aði komu í veg fyrir hækk­anir

Jóhann Páll spurði Guð­mund Inga einnig hvers vegna grunnatvinnu­leys­is­bætur hefðu ekki verið hækk­aðar um sömu pró­sentu­tölu og bætur almanna­trygg­inga sam­hliða mót­væg­is­að­gerðum vegna verð­bólgu sem sam­þykktar voru á Alþingi 24. maí 2022? Hann spurði hann einnig hvort ráð­herr­ann teldi að fólk á grunnatvinnu­leys­is­bótum þyldi betur verð­hækk­anir en hópar sem komið var til móts við með beinum hætti með áður­nefndum lög­um?

Í svörum Guð­mundar Inga segir meðal ann­ars að aðstæður á vinnu­mark­aði, þar sem skráð atvinnu­leysi hefur farið lækk­andi og eft­ir­spurn eftir starfs­fólki hafi verið mik­il, hafi haft gert það að verkum að grunnatvinnu­leys­is­bætur hafi ekki verið hækk­aðar í takt við verð­bólgu. Þá sagði hann að með frum­varp­inu sem sam­þykkt var 24. maí 2022 hefði meðal ann­ars verið lagt til að greiddur yrði sér­stakur barna­bóta­auki og að hús­næð­is­bætur yrðu hækk­aðar í því skyni að draga úr áhrifum verð­bólgu á lífs­kjör við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins. „Hvorki barna­bætur né hús­næð­is­bætur koma til frá­dráttar atvinnu­leys­is­bótum og má því ætla að fram­an­greindar aðgerðir hafi nýst ein­stak­lingum sem fá greiddar grunnatvinnu­leys­is­bætur og upp­fylla jafn­framt skil­yrði fyrir greiðslu hús­næð­is­bóta eða barna­bóta.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent