Bank of China, stærsti banki Kína sem er jafnframt í opinberri eigu, hefur ákveðið að tvöfalda lánveitingar til Ástrala, einkum þeirra sem standa í húsnæðiskaupum. Ástæðan er vaxandi eftirspurn í Ástralíu og síðan mikill áhugi hjá kínverskum stjórnvöldum þegar kemur að Ástralíu. Kínverskir fjárfestar og opinber kínversk fyrirtæki hafa á undanförnum árum verið að auka fjárfestingar sína í Ástralíu verulega, ekki síst í landareignum og landbúnaði.
Shanjun Hu, einn stjórnenda Bank of China, segir í viðtali við Bloomberg að ástralski markaðurinn þurfi á fjárinnspýtingu að utan að halda og það sé hennar von að í framtíðinni muni fólk leita til Bank of China með sín bankaviðskipti.
Commonwealth Bank of Australia er með stærstu hlutdeild húsnæðislána á ástralska markaðnum, en hann er sambærilegur við Íbúalánasjóð hér á landi að mörgu leyti, það er að bankinn hefur félagslegt hlutverki og er að mestu í opinberri eigu. Hlutdeild hans, og þriggja annarra ástralaska banka, nemur um 80 prósent af heildinni.
Kínverjar hafa tekið framúr Bandarískum fjárfestum sem stærstu erlendu fjárfestarnir í Ástralíu.