Kjarninn birtir bréf Sigríðar Bjarkar til Persónuverndar

gisli_sigridur.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn hefur bréf sem Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sendi Per­sónu­vernd þann 30. jan­úar síð­ast­lið­inn. Bréfið má rekja til athug­unar Per­sónu­verndar á sam­skiptum Sig­ríðar Bjark­ar, þáver­andi lög­reglu­stjóra á Suð­ur­nesjum, og Gísla Freys Val­dórs­son­ar, þáver­andi aðstoð­ar­manns Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra. Hægt er að nálg­ast bréfið hér.

Eins og kunn­ugt er braut Sig­ríður Björk lög um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga er hún miðl­aði grein­ar­gerð um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos til Gísla Freys. Þá er í úrskurði Per­sónu­verndar gerðar alvar­legar athuga­semdir við að miðl­unin hafi farið í bága við kröfur um upp­lýs­inga­ör­yggi, þar sem ekki var beitt sér­stökum ráð­stöf­unum á borð við dulkóðun eða læs­ingu með sterku lyk­il­orði.

Svar Sig­ríðar Bjarkar fyrr­greindu bréfi til Per­sónu­verndar er áhuga­vert hvað þetta varð­ar. Þar seg­ir: „Ekki hefur tíðkast að gera sér­stakar ráð­staf­anir við send­ingu pósta til inn­an­rík­is­ráðu­neytis né hafa tölvu­póstar frá ráðu­neyt­inu verið sér­stak­lega auð­kennd­ir, til dæmis með atbeina raf­rænna skil­ríkja eða þess hátt­ar.“

Auglýsing

Póst­þjónn Stjórn­ar­ráðs­ins studdi ekki dulkóðuð sam­skiptiÍ bréfi Sig­ríðar Bjarkar kemur fram að Rík­is­lög­reglu­stjóri reki mið­lægt upp­lýs­inga- og fjar­skipta­kerfi lög­reglu. Net­fjar­skipti á neti lög­regl­unnar séu dulkóðuð og því séu send­ingar á borð við tölvu­pósta dulkóð­aðar á milli starfs­manna innan lög­reglu­nets­ins. Póst­þjónn rík­is­lög­reglu­stjóra er þannig stilltur að við hverja send­ingu á ytri póst­þjón spyr hann mót­að­il­ann hvort hann geti tekið við dulkóð­aðri send­ingu. Ef svarið er já, fer tölvu­póst­ur­inn dulkóð­aður frá einum póst­þjóni til ann­ars. Ef svarið er nei fer hins vegar póst­ur­inn ódulkóð­aður frá póst­þjóni lög­regl­unn­ar.

Eftir fyr­ir­spurn Per­sónu­verndar um öryggi áður­nefndrar póst­send­ingar Sig­ríðar Bjarkar á við­kvæmum per­sónu­upp­lýs­ingum til Gísla Freys, leit­aði Sig­ríður upp­lýs­inga hjá tölvu­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, að því er fram kemur í bréfi henn­ar. „Í ljós kom að póst­þjónn Stjórn­ar­ráðs­ins studdi ekki á þeim tíma dulkóðuð sam­skipti. Slík til­högun varð hins vegar virk hjá þeim síðla árs 2014.“

 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None