Við lifum sögulega tíma, ekki aðeins hér á landi, heldur ekki síðar erlendis. Ritstjórn Kjarnans fylgist vel með gangi mála, og má hér að neðan finna umfjallanir sem að mati ritstjórnar eru vandaðar, áhugaverðar og skemmtilegar, hver með sínum ólíka hætti.
Kraftmikið eldgos í Chile - Vox
Eldfjallið Calbuco vaknaði til lífsins með hvelli á dögunum. Eldgosið úr fjallinu er gríðarlega kraftmikið og fréttavefurinn Vox birti myndband af því sem gengur á, sem sýnir vel hve krafturinn í náttúrunni getur verið stórbrotinn.
Kraftmiklar náttúruhamfarir.
Auglýsing
https://www.youtube.com/watch?v=_MdUQY6xQG4
Bandaríkjaher drap saklaust fólk og Obama baðst afsökunar - New York Times
Barack Obama forseti Bandaríkjanna baðst afsökunar á því í gær, að Bandaríkjaher hefði drepið tvo gísla sem voru í haldi Al Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Hann sagðist taka fulla ábyrgð á aðgerðum Bandaríkjanna gegn hryðjuverkaógninni. Hann sagðist, sem faðir, varla geta ímyndað sér hversu sársaukafullt það væri fyrir fjölskyldur gíslanna tveggja, Warren Weinstein frá Bandaríkjunum og Giovanni Lo Porto, að fá þessar fréttir að Bandaríkjaher hefði drepið mennina tvo í drón árás á valið skotmark.
Vönduð umfjöllun og áhrifamikið ávarp forsetans
Bankarnir staðnir að umfangsmiklum lögbrotum - Wall Street Journal
Þýski bankinn Deutsche Bank hefur verið sektaður um 2,5 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 350 milljörðum króna, fyrir umfangsmikil lögbrot bankans á markaði. Starfsmenn bankans höfðu áhrif á vaxtaálag með ólögmætum hætti, en eins og oft áður, þá eru starfsmenn bankans ekki sóttir til saka heldur er sektin látin duga. Greinilegt er á umfjöllun Wall Street Journal um þetta mál, að ritstjórn blaðsins er með góða heimildamenn enda mikla hefð fyrir vönduðum skrifum um efnahagsmál.
Vönduð umfjöllun um mikilvægt mál fyrir almenning.
Evrópusambandið á eftir netrisum - Quartz
Samkvæmt því sem lesa má út úr skjölum sem láku frá Evrópusambandinu (ESB), þá stendur til að koma á fót eftirlitsstofnun hjá ESB sem mun sjá til þess að Google, Facebook og Yahoo, og fleiri bandarískir netrisar, misnoti ekki yfirburðastöðu sína á markaði. Þetta veldur mörgum hugarangri, og segir í umfjöllun Quartz, að margir lesi þetta sem aðgerð sem beint sé gegn bandarískum fyrirtækjum, til að hjálpa samkeppnisaðilum þeirra í Evrópu. Dæmi svo hver fyrir sig.
Áhugavert neytendamál.