Kjarninn mælir með: Eldgos, drónaárásir og netrisar í vanda

h_51882662-1.jpg
Auglýsing

Við lifum sögu­lega tíma, ekki aðeins hér á landi, heldur ekki síðar erlend­is. Rit­stjórn Kjarn­ans fylgist vel með gangi mála, og má hér að neðan finna umfjall­anir sem að mati rit­stjórnar eru vand­að­ar, áhuga­verðar og skemmti­leg­ar, hver með sínum ólíka hætti.

Kraft­mikið eld­gos í Chile - VoxEld­fjallið Cal­buco vakn­aði til lífs­ins með hvelli á dög­un­um. Eld­gosið úr fjall­inu er gríð­ar­lega kraft­mikið og frétta­vef­ur­inn Vox birti mynd­band af því sem gengur á, sem sýnir vel hve kraft­ur­inn í nátt­úr­unni getur verið stór­brot­inn.

Kraft­miklar ­nátt­úru­ham­far­ir.

 

Auglýsing

https://www.youtu­be.com/watch?v=_Md­UQY6xQG4

Banda­ríkja­her drap sak­laust fólk og Obama baðst afsök­unar - New York TimesBarack Obama for­seti Banda­ríkj­anna baðst afsök­unar á því í gær, að Banda­ríkja­her hefði drepið tvo gísla sem voru í haldi Al Qaeda hryðju­verka­sam­tak­anna. Hann sagð­ist taka fulla ábyrgð á aðgerðum Banda­ríkj­anna gegn hryðju­verkaógn­inni. Hann sagð­ist, sem fað­ir, varla geta ímyndað sér hversu sárs­auka­fullt það væri fyrir fjöl­skyldur gísl­anna tveggja, War­ren Wein­stein frá Banda­ríkj­unum og Giovanni Lo Por­to, að fá þessar fréttir að Banda­ríkja­her hefði drepið menn­ina tvo í drón árás á valið skot­mark.

Vönduð umfjöllun og áhrifa­mikið ávarp for­set­ans

Bank­arnir staðnir að umfangs­miklum lög­brotum - Wall Street JournalÞýski bank­inn Deutsche Bank hefur verið sektaður um 2,5 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 350 millj­örðum króna, fyrir umfangs­mikil lög­brot bank­ans á mark­aði. Starfs­menn bank­ans höfðu áhrif á vaxta­á­lag með ólög­mætum hætti, en eins og oft áður, þá eru starfs­menn bank­ans ekki sóttir til saka heldur er sektin látin duga. Greini­legt er á umfjöllun Wall Street Journal um þetta mál, að rit­stjórn blaðs­ins er með góða heim­ilda­menn enda mikla hefð fyrir vönd­uðum skrifum um efna­hags­mál.

Vönduð umfjöllun um mik­il­vægt mál fyrir almenn­ing.

Evr­ópu­sam­bandið á eftir netrisum - QuartzSam­kvæmt því sem lesa má út úr skjölum sem láku frá Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B), þá stendur til að koma á fót eft­ir­lits­stofnun hjá ESB sem mun sjá til þess að Goog­le, Face­book og Yahoo, og fleiri banda­rískir netrisar, mis­noti ekki yfir­burða­stöðu sína á mark­aði. Þetta veldur mörgum hug­ar­angri, og segir í umfjöllun Quartz, að margir lesi þetta sem aðgerð sem beint sé gegn banda­rískum fyr­ir­tækj­um, til að hjálpa sam­keppn­is­að­ilum þeirra í Evr­ópu. Dæmi svo hver fyrir sig.

Áhuga­vert neyt­enda­mál.

 

 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None