Við lifum sögulega tíma, ekki aðeins hér á landi, heldur ekki síðar erlendis. Ritstjórn Kjarnans fylgist vel með gangi mála, og má hér að neðan finna umfjallanir sem að mati ritstjórnar eru vandaðar, áhugaverðar og skemmtilegar, hver með sínum ólíka hætti.
„Snillingurinn“ John Nash
„Þessi náungi er snillingur.“ Þetta var það eina sem stóð í meðmælabréfi John Nash, þegar hann sóttist eftir því að komast inn í hagfræðideild Princeton háskólans. Nash og kona hans Alicia, létust í bílslysi, 24. maí síðastliðinn. Nash var 86 ára gamall og kona hans 82 ára. Nash glímdi í áratugi við geðklofa, en hann fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði 1994 fyrir kenningar sínar í leikjafræði stærðfræðinnar. Kvikmyndin A Beautiful Mind, sem fékk Óskarsverðlaunin 2002, fjallar um ævi Nash, hæfileika hans á sviði stærðfræði og baráttuna við geðklofa. John Moriarty, prófessor við Manchester háskóla, skrifar um Nash á vef breska ríkisútvarpsins BBC, þar sem hann segir að vinna Nash nýtist daglega við hin ýmsu úrslausnarefni, meðal annars þegar kæmi að því að leysa vanda Grikklands.
Merkilegur maður sem fjallað er um með áhugaverðum hætti.
Leikstjórnandinn hættur
Xavi Hernandéz, leikstjórnandinn frábæri hjá Barcelona, hefur leikið sinn síðasta heimaleik fyrir félagið. Hann hefur leikið 826 leiki fyrir félagið á sautján keppnistímabilum, og vann 25 titla með félaginu, auk þess hefur hann tvisvar orðið Evrópumeistari með Spáni og einu sinni Heimsmeistari. Tveir leikir eru enn eftir af tímabilinu, úrslit í Spánarbikarnum og Meistaradeild Evrópu. Síðasti heimaleikur Xavi var 2-2 jafntefli gegn Deportivo. Árið 2011 birtist ítarlegt viðtal við Xavi í The Guardian, þar sem hann fjallaði um sýn sína á lífið og tilveruna, og vitaskuld fótboltann. Hann hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Paul Scholes, og segir að reitabolti sé besta æfingin af öllum.
Ótrúlegur ferill og magnað viðtal við frábæran leikmann.
Auglýsing
This is how Xavi received the Liga 2014/15 trophy #campionsFCB #6raciesXavi pic.twitter.com/aPOq6pX3S4
— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 23, 2015
Þeir launahæstu
New York Times tók saman upplýsingar um launahæstu forstjóra Bandaríkjanna setti upp með grafískum hætti. Upplýsingarnar sýna glögglega svimandi háar tölur, og einnig hvernig þær skiptast í grunnlaun, bónusa og kauprétti. Aðeins ein kona kemst á lista yfir launahæsta fólkið, það er Marissa A. Mayer, forstjóri Yahoo.
Góð grafísk framsetning.