Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu

Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.

Kelloggs
Auglýsing

Óskýr ljós­mynd af starfs­manni morg­un­korns­fram­leið­and­ans Kelloggs, stand­andi í belj­andi rign­ingu og hávaða roki með kröfu­skilti á lofti, hefur beint kast­ljós­inu að verk­falli um 1.400 verka­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins. Kjara­við­ræður hafa staðið í heilt ár en sigldu í strand í byrjun októ­ber og verk­fallið hefur nú staðið í tæpar tvær vik­ur. Starfs­fólkið sakar fyr­ir­tækið um bola­brögð; að lækka grunn­laun nýrra starfs­manna, enn­fremur að lækka orlofs­greiðslur og fækka orlofs­dög­um, skerða heil­brigð­is­trygg­ingar og eft­ir­laun. Þá sakar það sem og verka­lýðs­fé­lagið sem háir bar­átt­una með því, Kelloggs um að ætla sér að flytja verk­smiðjur til Mexíkó til að draga úr launa­kostn­aði og kom­ast hjá ströngu eft­ir­liti Mat­væla- og lyfja­stofn­unar Banda­ríkj­anna.

Tals­menn Kelloggs segja til­boð þeirra í við­ræð­unum „tekið úr öllu sam­hengi“ og neita því að til standi að flytja starf­semi til Mexíkó. Þeir segja verka­lýðs­fé­lagið hafa gefið félags­mönnum rangar upp­lýs­ingar sem mik­il­vægt sé að leið­rétta.

Auglýsing

Þrátt fyrir verk­fallið eru verk­smiðj­urnar sem eru í Nebr­aska, Michig­an, Penn­syl­vaníu og Tenn­essee, ekki mann­lausar því fyr­ir­tækið hefur ráðið stað­gengla, fólk sem er ekki í verka­lýðs­fé­lag­inu. Kris Bahner, tals­maður Kelloggs, segir fyr­ir­tækið „til­búið og vilj­ugt“ til að halda kjara­við­ræð­unum áfram en þar til samn­ingar náist „höfum við ábyrgð­ar­hlut­verki að gegna gagn­vart fyr­ir­tæk­inu, við­skipta­vinum og neyt­endum til að halda verk­smiðj­unum okkar gang­andi – þrátt fyrir verk­fall­ið“.

Fram­leiðsla Rice Krispies, Raisin Bran, Froot Loops, Special K, hins hefð­bundna Korn­flex og Fro­sted Fla­kes, svo nokkur dæmi séu tek­in, mun því halda áfram eftir að hafa stöðvast tíma­bundið vegna verk­falls­ins. Hópur sautján þing­manna á rík­is­þingi Nebr­aska hafa sent Steven Cahilla­ne, for­stjóra Kelloggs bréf þar sem „stað­föstum stuðn­ingi“ við starfs­fólkið sem er í verk­falli er lýst yfir.

„Þessi kornótta, þoku­kennda ljós­mynd segir meira en þús­und orð,“ skrif­aði verka­lýðs­fé­lag starfs­mann­anna sem er hluti af regn­hlíf­ar­sam­tökum sem heita því langa nafni Bakery, Con­fect­ion­ary, Tobacco Wor­kers, and Grain Mill­ers International Union, við mynd­ina er það deildi henni á sam­fé­lags­miðlum í vik­unni. Síðan þá hefur henni verið deilt ótal sinnum og meira fjallað um kjara­bar­átt­una í fjöl­miðlum en áður hafði verið gert.

Myndin er tekin í Omaha í Nebr­aska af Erin Shaf­fer sem hefur unnið hjá Kelloggs frá því í sum­ar. Hún seg­ist í sam­tali við Newsweek hafa tekið mynd­ina klukkan þrjú að nóttu. „Mér fannst hann sýna svo mikla ein­urð að standa þarna úti í úrhellis rign­ing­u.“ Mað­ur­inn, sem var að sinna verk­fallsvörslu við verk­smiðj­una, lét engan bil­bug á sér finna þrátt fyrir kald­rana­legar aðstæð­urnar sem sköp­uð­ust er mikið rign­ing­ar­veður skall á, tjöld verk­fallsvarð­anna fuku um koll og starfs­menn Kelloggs sem voru á vett­vangi flúðu í bíla sína. Allir nema einn. „Fólk er orðið þreytt á græðgi stór­fyr­ir­tækja,“ segir Shaf­fer. „Það er fullt af ástríðu­fullu fólki þarna úti sem mun ekki gef­ast svo auð­veld­lega upp.“

1.400 bræður og systur

Mað­ur­inn á mynd­inni heitir Jason Schultz. Hann er 44 ára og vinnur á lyft­ara í verk­smiðju Kelloggs. Sem verk­fallsvörður kemur það í hans hlut að gæta þess að staðið sé vörð um öll sex hliðin að verk­smiðju­lóð­inni – allan sól­ar­hring­inn – og gæta þess að verk­falls­brot séu ekki fram­in. Hann seg­ist í sam­tali við Vice hafa haldið verk­fallsvörsl­unni áfram þrátt fyrir óveðrið til að láta alla vita að „við erum ekk­ert á föru­m“. Hann segir marga sjá einn mann í rign­ingu og roki á mynd Shaf­fer. „En í mínum huga erum við 1.400 bræður og systur sem stöndum saman sem ein mann­eskja.“

Meðal þess sem starfs­fólk Kelloggs hefur lýst í við­tölum er að vinnu­fram­lag þeirra hafi auk­ist í far­aldr­inum en að launin hafi ekki verið í sam­ræmi við það. Fyr­ir­tækið ætli sér að breyta kjörum nýrra starfs­manna þannig að tíma­kaup þeirra lækki og ýmis rétt­indi skerð­ist. Verka­lýðs­fé­lagið hefur auk þess lýst þeim áhyggjum sínum að þetta sé aðeins fyrsta skrefið og að þegar fram líði stundir muni áform­aðar kjara­breyt­ingar ná til alls verka­fólks­ins, líka þeirra sem hafi unnið þar um ára­bil.

Auglýsing

Schultz fet­aði í fót­spor föður síns og hóf störf hjá verk­smiðju Kelloggs í Omaha fyrir ára­tug. Kjörin hafi verið sann­gjörn á þeim tíma auk þess sem atvinnu­ör­yggið var mik­ið. En und­an­farið varð breyt­ing á. „Þetta er ekki eins og það var. Þeir hafa tekið ýmis­legt frá nýjum starfs­mönnum sem við viljum að verði sett aftur á. Þetta er gott starf ef jafn­vægi fæst á ný.“

Þegar far­ald­ur­inn stóð sem hæst og millj­ónir manna í Banda­ríkj­unum sem og ann­ars staðar í heim­inum unnu störf sín heima ef það var unnt, mætti verka­fólkið í verk­smiðjur Kelloggs. Það var veru­lega und­ir­mannað og vinnu­á­lagið jókst til muna. Schultz seg­ist ekki hafa getað tekið frí­dag mán­uðum sam­an. Hann hafi bók­staf­lega unnið alla daga á löngu tíma­bili, líka um helg­ar.

Á sama tíma seld­ust vörur Kelloggs sem aldrei fyrr og vasar æðstu stjórn­enda bólgn­uðu út. Í hlut for­stjór­ans Steve Cahillane komu 11,6 millj­ónir dala á árinu 2020, tæp­lega einn og hálfur millj­arður íslenskra króna. Í ár hafa tekjur hans haldið áfram að hækka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent