Kórónuveirufaraldurinn skilaði Íslendingum aftur heim

Tvö ár í röð hafa fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt heim en burt frá landinu. Fjöldi þeirra sem það gerðu hefur ekki verið meiri síðan á níunda áratugnum. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 33 þúsund á rúmum áratug.

Leifsstöð ferðamenn
Auglýsing

Á árinu 2021 fluttu alls 780 fleiri íslenskir rík­is­borg­arar aftur til Íslands en fluttu frá land­inu. Árið áður var sá fjöldi 550. Því hafa sam­an­lagt 1.330 íslenskir rík­is­borg­arar flutt heim umfram þá sem hafa flutt út á þeim árum sem kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur geis­að. 

Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum Hag­stofu Íslands um mann­fjölda­þróun á Íslandi.

Þetta er mik­ill við­snún­ingur frá því sem áður var og mesti fjöldi íslenskra rík­is­borg­ara sem skilað hefur sér heim umfram þá sem hafa flutt burt. Frá árinu 2010 og út árið 2019 voru brott­fluttir alltaf fleiri innan hvers ár en aðfluttir að árinu 2017 und­an­skildu. Það ár var mikið góð­ær­isár og þá fluttu 360 fleiri Íslend­ingar til lands­ins en frá því. 

Sú þróun sner­ist við á árunum fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Á árunum 2018 og 2019 fluttu sam­tals 265 fleiri Íslend­ingar frá land­inu en til þess. 

Mesta aukn­ing síðan á níunda ára­tugnum

Þegar tölur fyrir árið 2020 voru teknar saman í fyrra sagði í frétt Hag­stof­unnar að fjöldi þeirra íslenskra rík­is­borg­ara sem fluttu til lands­ins á því ári umfram þá sem fluttu frá því væri sá mesti frá 1987. Fjöld­inn í fyrra var meiri. 

Auglýsing
Ástæðan liggur í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum með öllum sínum sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum og ferða­tak­mörk­un­um. Hann hefur til að mynda gert það að verkum að færri lands­menn sækja nám erlendis og Íslend­ingar sem búsettir voru erlendis sóttu heim þar sem var á tíðum meira athafna­frelsi en í mörgum öðrum löndum og hægt að eiga sam­veru með sínum nán­ustu. Þá hefur stór­aukin heima­vinna, án til­lit til stað­setn­ing­ar, gert það að verkum að margir Íslend­ingar geta sinnt vinnu sinni í öðrum landi héð­an. 

Sú óvissa sem fylgir þróun heims­far­ald­urs hefur einnig dregið úr áætl­unum um utan­för af ýmsum ástæð­um. Reglur á landa­mærum og sótt­varn­ar­ráð­staf­anir hafa til að mynda á stundum breyst skyndi­lega til að takast á vöxt í útbreiðslu. 

Útlend­ingum fjölgað um rúman Hafn­ar­fjörð

Alls voru aðfluttir umfram brott­flutta 4.620 í fyrra. Lang­flestir þeirra voru erlendir rík­is­borg­ar­ar, eða 3.860 tals­ins. Þeir eru nú 14,5 pró­sent lands­manna. 

Eðl­is­breyt­ing hefur orðið á fjölda erlendra rík­is­borg­ara hér­lendis á und­an­förnum rúma ára­tug. Snemma árs 2010 voru þeir 21.610 en um síð­ustu ára­mót voru þeir orðnir 54.770 tals­ins. Þeim hafði því fjölgað um 33.160 á umræddum tíma­bili, eða um 153 pró­sent. Það er 3.400 fleiri ein­stak­lingar en búa í Hafn­ar­firði, þriðja stærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins, og fleiri en búa í Garðabæ og Mos­fellsbæ sam­an­lag­t. 

Á sama tíma hefur íbúum lands­ins fjölgað um 58.090, en þeir voru 376 þús­und alls í lok síð­asta árs. Það þýðir að 57 pró­sent allrar fólks­fjölg­unar á Íslandi frá 2010 er vegna aðflutn­ings erlendra rík­is­borg­ara.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent