Niðurstöður kosningaspár sýna sigur Samfylkingar

kosningaspa.jpg
Auglýsing

Samfylkingin verður ótvíræður sigurvegari borgarstjórnarkosninganna í dag. Þetta er niðurstaða kosningaspár Kjarnans og Baldurs Héðinssonar, doktors í stærðfræði. Framsóknarflokkurinn er nú orðinn stærri í Reykjavík en Vinstri grænir, í fyrsta sinn í kosningabaráttunni. Fylgi Bjartar framtíðar er í fyrsta sinn orðið minna en 20 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn er nú næst stærsta framboðið í Reykjavík. Sex framboð fá fulltrúa kjörna í borgarstjórn. Samfylkingin er lang stærst með sex fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð fá þrjá og oddvitar Pírata, Framsóknar og flugvallarvina og Vinstri grænna ná kjöri.

Þróun á fylgi framboðanna


Kosningaspá keyrð frá 26. febrúar til 30. maí 2014.

Framboð Dögunnar og Alþýðufylkingarinnar munu ekki fá brautargengi samkvæmt kosningaspánni. Nýjasta kosningaspáin sem gerð var í gærkvöldi er líklegasta niðurstaða kosninganna miðað við síðustu fjórar kannanir sem gerðar hafa verið á fylgi framboðanna undanfarna daga. Engin könnun verður birt í dag, kjördag, lögum samkvæmt. Kosningaspáin birtist því hér í síðasta sinn fyrir kosningarnar í ár.

Fjöldi fulltrúa í borgarstjórn


Auglýsing

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallavina, er nú tólfti fulltrúinn sem kjörinn verður í borgarstjórn. Sjötti fulltrúi Samfylkingarinnar er fimmtándi og síðasti fulltrúinn sem kjörinn verður. Næstur inn er fjórði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og þar á eftir er fjórði fulltrúi Bjartar framtíðar.

Borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins (nú Bjartar framtíðar) og Samfylkingarinnar heldur, miðað við þessa niðurstöðu, með níu fulltrúa. Telst það líklegt að meirihlutasamstarfið haldi áfram á næsta kjörtímabili fari kosningarnar svona.

Fylgi gæti stjórnast af kjörsókn


Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, lét hafa eftir sér í fréttum RÚV í gærkvöldi að kjörsókn gæti haft áhrif á dreifingu fylgisins í Reykjavík. Kjörsókn í borgarstjórnarkosingunum 2010 var aðeins 73,4 prósent, sú minnsta í borginni frá upphafi. Kjörsókn á landsvísu árið 2010 var jafnframt sú minnsta allra tíma í sveitarstjórnarkosningum á Íslandi.

Rétt fyrir lokun utankjörfundar í Laugardalshöll í gærkvöldi höfðu 9.776 atkvæði verið greidd utankjörfundar hjá sýslumanninum í Reykjavík. Þar af voru nokkur hundruð atkvæði aðsend, frá sýslumannsembættum á landsbyggðinni eða erlendis frá. Á kjörskrá í Reykjavík eru 90.487 svo um níu prósent kosningabærra Reykvíkinga hafa þegar kosið.

Í Reykjavík opna kjörstaðir klukkan níu í dag og lokar klukkan 22. Á vef Reykjavíkurborgar má finna upplýsingar um hvar íbúar í Reykjavík skulu kjósa. Þar má jafnframt finna kort þar sem staðsetningar kjörstaða eru merktar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None