Diljá Ragnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Hún er lögfræðingur og var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru fyrr á þessu ári.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Diljá hafi útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2017 og lauk svo mastersnámi þaðan árið 2021. „Diljá starfaði hjá LMG lögmönnum frá 2019 til 2022. Hún var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Um mitt ár 2022 hóf hún störf hjá Marel.“
Hún mun hefja störf á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í Ráðhúsi Reykjavíkur í janúar 2023.
Kjarninn greindi frá því að staðan hafi ekki verið auglýst en OR er að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar. Áður en Pétur gerðist aðstoðarmaður Dags hafði hann nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR).
Dagur, sem er oddviti Samfylkingarinnar, myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum, Viðreisn og Pírötum eftir síðustu kosningar. Hann hefur verið borgarstjóri í Reykjavík samfleytt frá árinu 2014 en mun láta af því embætti í lok næsta árs. Þá mun Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, taka við sem borgarstjóri en Dagur verða formaður borgarráðs.