Kostnaður við blaðamannafundi ríkisstjórnar á kórónuveirutímum var sjö milljónir

Ríkisstjórnin hélt 15 blaðamannafundi á rúmu ári sem forsætisráðherra tók þátt í. Mestur kostnaður var við að leigja aðstöðu, tæki og tæknilega þjónustu en ríkisstjórnin borgaði líka 320 þúsund krónur fyrir ljósmyndun.

Fjölmargir blaðamannafundir voru haldnir til að greina frá aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins.
Fjölmargir blaðamannafundir voru haldnir til að greina frá aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins.
Auglýsing

Beinn kostnaður við sameiginlega blaðamannafundi sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið þátt í frá 1. febrúar 2020 til 1. júní 2021 nam tæplega 7,1 milljón króna. 

Um er að ræða blaðamannafundi sem voru aðallega haldnir til að tilkynna um ýmiskonar aðgerðir eða ráðstafanir vegna kórónuveirufaraldursins, en þó ekki einvörðungu. Á meðal funda sem einnig hafa farið fram, og hafa leitt af sér kostnað, eru fundur um uppbyggingu innviða vegna fárviðrisins í desember 2019, vegna kynningar á markáætlun og skýrslu um fjórðu iðnbyltinguna, vegna kaupa á björgunarskipum og vegna samstarf stjórnvalda og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um loftlagsmál.

Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið. 

Auglýsing
Þar kemur fram að á tímabilinu hafi alls 15 fundir verið haldnir með þátttöku forsætisráðherra. Stærsti einstaki kostnaðarliðurinn var vegna leigu á fundaraðstöðu, tækjaleigu og tæknilegri þjónustu, en fyrir það greiddi ríkissjóður tæplega 6,7 milljónir króna. Þá kostaði ljósmyndun af því sem fram fór á fundunum ríkissjóð 320 þúsund krónur og táknmálsþjónusta 106 þúsund krónur.

Stærstu fundirnir hafa verið haldnir í Hörpu til að kynna efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins, afléttingu ferðatakmarkana eða breytingar á sóttvarnarráðstöfunum. Fyrsti stóri fundurinn vegna efnahagsaðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að takast á við faraldurinn var haldinn 21. mars 2020. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent