Kreppa á Íslandi á 15 ára fresti – „Við höfum séð þetta allt áður“

10016524533-0ff5c08222-z1.jpg
Auglýsing

Frá árinu 1875 hefur íslenskt hag­kerfi gengið í gegnum fleiri en tutt­ugu fjár­málakrepp­ur. Sex stórar og fjöl­þættar fjár­málakreppur hafa orð­ið, þar sem farið hafa saman gjald­eyr­is­kreppa, verð­bólgu­kreppa og banka­kreppa. Slíkar efna­hagslægðir hafa skollið á hér á landi á um það bil 15 ára fresti að með­al­tali og hafa borið mörg sam­eig­in­leg ein­kenni.

Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræð­ingur Seðla­banka Íslands, kynnti í gær nið­ur­stöður rann­sóknar um efna­hag­skreppur á Íslandi síð­ast­liðin nærri 150 ár, á mál­stofu sem bar yfir­skrift­ina „Við höfum séð þetta allt áður“. Auk Þór­ar­ins hafa hag­fræð­ing­arnir Bjarni G. Ein­ars­son, Krist­ó­fer Gunn­laugs­son og Þor­varður Tjörvi Ólafs­son unnið að rann­sókn­inni.

Auglýsing


Við höfum séð þetta allt áður!Fram kemur í kynn­ing­ar­efni mál­stof­unn­ar að mark­mið rann­sókn­ar­innar sé að fjalla um meg­in­ein­kenni þeirra kreppa sem skollið hafa á Íslandi og greina þróun helstu fjár­mála- og þjóð­hags­stæðra í aðdrag­anda og kjöl­far þeirra. Bent er á fjár­málakrísan 2008 hafi verið gríð­ar­lega umfangs­mikil og afleið­ing­arnar veru­leg­ar, þar sem gengi krón­unnar lækk­aði um lið­lega 50% og ríf­lega 90% af fjár­mála­kerf­inu féll. Það sé þó ekki eina kreppan í sögu lands­ins og nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar sýni að „við höfum séð þetta allt áður“.Fjór­menn­ing­arnir skipta fjár­málakreppum í þrjár mis­mun­andi teg­und­ir, það eru gjald­eyr­is­krepp­ur, verð­bólgu­kreppur og banka­krepp­ur. Oft eru þær nátengd­ar. Til dæmis má finna ell­efu gjald­eyr­is­kreppur frá árinu 1919 til dags­ins í dag. Flestar vörðu stutt, aðeins eitt til tvö ár, að einni und­an­skil­inni sem varði í 12 ár, frá 1974 til 1985. Allar gjald­eyr­is­krís­urn­ar, með til­heyr­andi lækkun krón­unn­ar, urðu þegar fast­geng­is­stefna var við lýði nema sú síð­asta, árið 2008.Þá hafa orðið fimm banka­krepp­ur, þar af þrjár kerf­is­læg­ar. Sú alvar­leg­asta varð árið 2008 en hinar tvær urðu 1920, þegar Íslands­banka og Lands­banki þurftu lausa­fjár­að­stoð, og árið 1930 þegar Íslands­banki varð gjald­þrota.Í fyr­ir­lestr­inum er farið yfir fjöl­þættu fjár­málakrís­urnar sem bresta á að með­al­tali á 15 ára fresti og vara í tæp­lega fjögur ár í senn. Sú fyrsta varði í átta ár, frá 1914 til 1921.Hún hófst með efna­hags­sam­drætti í kjöl­far heims­styrj­ald­ar­innar fyrri, sem leiddi til verð­ólgu­kreppu árið 1916, gjald­eyr­is­kreppu 1919 og banka­kreppu 1920. Hinar fimm fjár­málakrepp­urnar voru styttri, og sú síð­asta varði í um þrjú ár, frá 2008 til 2010. Fimm af þessum sex kreppum eiga sér alþjóð­lega sam­svör­un.ferd-til-fjar_bordiTveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None