Kreppa á Íslandi á 15 ára fresti – „Við höfum séð þetta allt áður“

10016524533-0ff5c08222-z1.jpg
Auglýsing

Frá árinu 1875 hefur íslenskt hag­kerfi gengið í gegnum fleiri en tutt­ugu fjár­málakrepp­ur. Sex stórar og fjöl­þættar fjár­málakreppur hafa orð­ið, þar sem farið hafa saman gjald­eyr­is­kreppa, verð­bólgu­kreppa og banka­kreppa. Slíkar efna­hagslægðir hafa skollið á hér á landi á um það bil 15 ára fresti að með­al­tali og hafa borið mörg sam­eig­in­leg ein­kenni.

Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræð­ingur Seðla­banka Íslands, kynnti í gær nið­ur­stöður rann­sóknar um efna­hag­skreppur á Íslandi síð­ast­liðin nærri 150 ár, á mál­stofu sem bar yfir­skrift­ina „Við höfum séð þetta allt áður“. Auk Þór­ar­ins hafa hag­fræð­ing­arnir Bjarni G. Ein­ars­son, Krist­ó­fer Gunn­laugs­son og Þor­varður Tjörvi Ólafs­son unnið að rann­sókn­inni.

Auglýsing


Við höfum séð þetta allt áður!Fram kemur í kynn­ing­ar­efni mál­stof­unn­ar að mark­mið rann­sókn­ar­innar sé að fjalla um meg­in­ein­kenni þeirra kreppa sem skollið hafa á Íslandi og greina þróun helstu fjár­mála- og þjóð­hags­stæðra í aðdrag­anda og kjöl­far þeirra. Bent er á fjár­málakrísan 2008 hafi verið gríð­ar­lega umfangs­mikil og afleið­ing­arnar veru­leg­ar, þar sem gengi krón­unnar lækk­aði um lið­lega 50% og ríf­lega 90% af fjár­mála­kerf­inu féll. Það sé þó ekki eina kreppan í sögu lands­ins og nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar sýni að „við höfum séð þetta allt áður“.Fjór­menn­ing­arnir skipta fjár­málakreppum í þrjár mis­mun­andi teg­und­ir, það eru gjald­eyr­is­krepp­ur, verð­bólgu­kreppur og banka­krepp­ur. Oft eru þær nátengd­ar. Til dæmis má finna ell­efu gjald­eyr­is­kreppur frá árinu 1919 til dags­ins í dag. Flestar vörðu stutt, aðeins eitt til tvö ár, að einni und­an­skil­inni sem varði í 12 ár, frá 1974 til 1985. Allar gjald­eyr­is­krís­urn­ar, með til­heyr­andi lækkun krón­unn­ar, urðu þegar fast­geng­is­stefna var við lýði nema sú síð­asta, árið 2008.Þá hafa orðið fimm banka­krepp­ur, þar af þrjár kerf­is­læg­ar. Sú alvar­leg­asta varð árið 2008 en hinar tvær urðu 1920, þegar Íslands­banka og Lands­banki þurftu lausa­fjár­að­stoð, og árið 1930 þegar Íslands­banki varð gjald­þrota.Í fyr­ir­lestr­inum er farið yfir fjöl­þættu fjár­málakrís­urnar sem bresta á að með­al­tali á 15 ára fresti og vara í tæp­lega fjögur ár í senn. Sú fyrsta varði í átta ár, frá 1914 til 1921.Hún hófst með efna­hags­sam­drætti í kjöl­far heims­styrj­ald­ar­innar fyrri, sem leiddi til verð­ólgu­kreppu árið 1916, gjald­eyr­is­kreppu 1919 og banka­kreppu 1920. Hinar fimm fjár­málakrepp­urnar voru styttri, og sú síð­asta varði í um þrjú ár, frá 2008 til 2010. Fimm af þessum sex kreppum eiga sér alþjóð­lega sam­svör­un.ferd-til-fjar_bordiStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None