Kröfum yfirvalda vísað frá í Landsrétti því fólkið er ekki lengur í sóttkví

Landsréttur vísaði kröfum sóttvarnalæknis frá í dag sökum þess að ekki eru lengur taldir lögvarðir hagsmunir til staðar í málunum sem um ræðir. Einstaklingarnir sem skylda átti í sóttvarnahús eru enda lausir úr sóttkví.

Landsréttur tók málin fyrir í dag og vísaði þeim frá af því að fólkið sem höfðaði málin er ekki lengur í sóttkví.
Landsréttur tók málin fyrir í dag og vísaði þeim frá af því að fólkið sem höfðaði málin er ekki lengur í sóttkví.
Auglýsing

Landsréttur hefur vísað frá kröfu sóttvarnalæknis um að úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur vegna skyldudvalar í sóttvarnahúsi verði snúið við.

Fram kemur á vef Fréttablaðsins, sem fyrst sagði frá, að kröfu sóttvarnalæknis hafi verið vísað frá vegna skorts á lögvörðum hagsmunum – enda er fólkið sem málin snúa að búið að fara í seinni landamæraskimun og er laust úr sóttkví.

Til viðbótar segir frá því í frétt á Vísi að dómarar í Landsrétti hafi vísað til þess að yfirvöld hefðu brugðist við úrskurði héraðsdóms með því að leyfa fólki á sóttkvíarhótelinu að yfirgefa það, ef það hefði aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar.

Frávísun Landsréttar þýðir því að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum stendur óhögguð, án þess að þessi mál hafi fengið efnislega meðferð í Landsrétti.

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í einu málanna hefur verið birt opinberlega. Hana má nálgast hér. Í úrskurðinum segir skýrlega að lagastoð skorti fyrir þeirri ráðstöfun að skikka alla sem hingað koma frá skilgreindum hááhættusvæðum í sóttvarnahús.

Dómurinn taldi því óhjákvæmilegt að fella ákvörðun um skyldusóttkví í sóttvarnahúsi úr gildi, en talið var að einstaklingurinn sem fór með málið fyrir dómara hefði sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að geta sjálfur og á eigin vegum fullnægt þeirri lagaskyldu sem á honum hvíldi að sæta sóttkví.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent