Fjölgar í hópi Íslendinga á auðkýfingalista Forbes

Tveir Íslendingar eru nú á milljarðamæringalista Forbes sem birtur er árlega. Síðasta ár var giftusamt fyrir milljarðamæringa heimsins en heildareignir milljarðamæringanna á listanum nema 13,1 billjón Bandaríkjadala, samanborið við 8 billjón dala í fyrra.

Eignir Björgólfs Thors eru nú metnar á 2,2 milljarða Bandaríkjadala. Davíð Helgason er fyrsti Íslendingurinn á eftir Björgólfi til að komast á lista Forbes en auður hans er metinn á einn milljarð dala.
Eignir Björgólfs Thors eru nú metnar á 2,2 milljarða Bandaríkjadala. Davíð Helgason er fyrsti Íslendingurinn á eftir Björgólfi til að komast á lista Forbes en auður hans er metinn á einn milljarð dala.
Auglýsing

Davíð Helga­son kemur nýr inn á lista For­bes yfir millj­arða­mær­inga heims­ins en auður hans er met­inn á einn millj­arð Banda­ríkja­dala, tæp­lega 127 millj­arða króna sem setur hann í sæti 2674 á lista For­bes. Davíð er einn af stofn­endum hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Unity en sam­kvæmt umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins frá því í des­em­ber á síð­asta ári átti hann 10,4 millj­ónir hluta í félag­inu eða um fjögur pró­sent. Heild­ar­virði þess hlutar er í dag yfir millj­arður dala, en hluta­bréfa­verð Unity stendur í rúmum 102 dölum þegar þetta er skrif­að.

Vöxtur Unity hefur verið mjög mik­ill og hraður á und­an­förnum miss­er­um. Félagið var skráð í kaup­höll í sept­em­ber á síð­asta ári og nam útboðs­gengi félags­ins 52 Banda­ríkja­dölum á hlut. Verð bréfa félags­ins reis hratt á fyrstu mán­uð­unum eftir skrán­ingu og fór það hæst í rúma 172 dali á hvert bréf skömmu fyrir síð­ustu jól. Hluta­bréfa­verðið stendur eins og er í rúmum 102 dölum á hlut, eins og áður sagði, sem þýðir að heild­ar­virði félags­ins er um 28,4 millj­arðar dala. Sam­kvæmt áður­nefndri umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins fór Unity í gegnum fjár­mögn­un­ar­um­ferð á árinu 2019 en virði félags­ins var þá metið á um sex millj­arða dala.

Auglýsing

Unity var sett á lagg­irnar árið 2004 í Kaup­manna­höfn. Nokkrir af þekkt­ustu snjall­síma­leikjum heims nota tækni­lausnir frá Unity, til að mynda Pokemon Go, Among Us og Overcooked. Davíð starf­aði sem for­stjóri félags­ins allt til árs­ins 2014 og situr enn í stjórn félags­ins. Sam­kvæmt For­bes hefur hann snúið sér í auknum mæli að sprota­fjár­fest­ingum eftir að hann hætti sem for­stjóri félags­ins.

Björgólfur Thor rík­ari í ár en neðar á lista

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son hefur um langa hríð einn Íslend­inga átt sæti á lista For­bes. Fyrir hrun, árin 2007 og 2008 voru eignir hans metnar á 3,5 millj­arða Banda­ríkja­dala áður en hann tók dýfu á list­anum árið 2009 þegar eignir hans voru metnar á einn millj­arð dala. Hann datt í kjöl­farið út af list­anum en hefur átt þar sæti síðan árið 2015.

Á nýjasta list­anum eru eignir Björg­ólfs metnar á 2,2 millj­arða dala sem er aukn­ing um tíu pró­sent frá því í fyrra þegar eignir hans voru metnar á tvo millj­arða. Engu að síður fær­ist Björgólfur niður list­ann hann situr nú í 1444. sæti list­ans en í fyrra var hann númer 1063 á list­anum yfir auð­ug­asta fólk heims.

Af fjár­fest­ing­ar­eignum Björg­ólfs sem For­bes til­tekur eru hlutir í sviss­neska sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­inu Xantis og í síleska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu WOM. Þá er Björgólfur einnig sagður hafa fjár­fest í raf­myntum og í sprota­fyr­ir­tækj­unum Zwift, Deli­veroo og Stripe. Sam­kvæmt heima­síðu Novator, fjár­fest­inga­fé­lags sem er að mestu í eigu Björg­ólfs, fjár­festi félagið í Zwift og Deli­veroo árið 2016 og í Stripe árið 2019.

Kunn­ug­leg nöfn í efstu sætum

Síð­asta ár hefur verið giftu­samt fyrir auð­menn heims­ins enda hefur fjölgað veru­lega á lista For­bes yfir þá ein­stak­linga sem eiga eignir sem metnar eru á millj­arð dala eða meira. Fjöldi millj­arða­mær­inga á list­anum er nú 2.755 og fjölgar um 660 nöfn á list­anum frá því í fyrra. Eignir hóps­ins eru metnar á 13,1 billjón Banda­ríkja­dala, þ.e. rúm­lega 13 þús­und millj­arða dala. Í fyrra námu heild­ar­eignir auð­manna á lista For­bes 8 billjónum dala. Banda­ríkja­menn eru fyr­ir­ferða­mestir á list­anum eftir sem áður en þaðan koma 724 millj­arða­mær­ing­anna á list­an­um. Næst á eftir kemur Kína, þar með talið Hong Kong og Makaó, en þaðan koma 698 millj­arða­mær­ing­ar.

Eignir Jeff Bezos nema 177 milljörðum Bandaríkjadala. Mynd: EPA

Líkt og í fyrra trónir Jeff Bezos, stofn­andi og stærsti eig­andi Amazon á toppi list­ans. Auð­æfi hans eru metin á 177 millj­arða dala sem er tölu­vert stökk frá því í fyrra er auður hans var met­inn á 113 millj­arða. Amazon hefur vegnað vel á síð­asta ári en verð hluta­bréfa félags­ins hefur hækkað um rúm­lega 60 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um.

Einn af hástökkv­urum list­ans, í það minnsta hlut­falls­lega, er Elon Musk sem vermir annað sæti. Eignir hans nema 151 millj­arði dala en í fyrra nam auður hans 24,6 millj­örð­um. Hann hoppar úr 31. sæti list­ans í fyrra. Musk á rúm­lega 21 pró­sent í bíla­fram­leið­and­anum Tesla en hluta­bréf félags­ins hafa rúm­lega fimm­fald­ast í verði á síð­ustu tólf mán­uð­um.

Í þriðja sæti list­ans situr Bern­ard Arnault og fjöl­skylda hans. Hann situr á sama stað á list­anum þrátt fyrir að auður hans hafi ríf­lega tvö­fald­ast frá því að list­inn var síð­ast gef­inn út Arnault og fjöl­skylda hans eiga mörg af þekkt­ustu lúx­usvöru­merkjum heims, til að mynda Louis Vuitton. Á eftir honum á list­anum koma nokkur kunn­ug­leg nöfn, Bill Gates, Mark Zucker­berg og War­ren Buf­fet.

Rík­asta konan á list­anum er Francoise Bettencourt Meyers, eignir hennar nema tæp­lega 74 millj­örðum dala sem setur hana í 12. sæti á lista þeirra rík­ustu. Francoise Bettencourt og fjöl­skylda hennar eiga ríf­lega þriðj­ung í snyrti­vöru­fram­leið­and­anum L’oréal. Næsta konan á eftir Bettencourt er Alice Walton sem situr í 17. sæti list­ans með eignir upp á tæp­lega 62 millj­arða dala en hún er einn stærsti eig­andi versl­un­ar­keðj­unnar Wal­mart ásamt bræðrum sínum Jim og Rob sem koma næstir á eftir Alice á auð­manna­lista For­bes.

Jim Ratcliffe rík­asti Bret­inn

Sam­kvæmt umfjöllun For­bes um evr­ópska millj­arða­mær­inga þá var nokkur fjölgun í þeirra hópi á síð­asta ári, eru alls 628 í ár sam­an­borið við 511 í fyrra. Eignir hóps­ins eru metnar á þrjár billjónir dala, einni billjón dala meira en í fyrra. Áður­nefndur Bern­ard Arnault er rík­astur Evr­ópu­manna. Næstur á list­anum er Amancio Ortega frá Spáni en eignir hans nema 77 millj­örðum dala svo hann rétt nær að vera hálf­drætt­ingur Bern­ard Arnault. Þar á eftir kemur áður­nefnd Francoise Bettencourt Meyers, rík­asta kona heims.

Rík­asti maður Norð­ur­land­anna er hinn sænski Stefan Pers­son en hann á rúm­lega þriðj­ung í fata­versl­ana­keðj­unni H&M. Auður hans óx um tæp 60 pró­sent á árinu, úr 13,5 millj­örðum dala árið 2020 í 21,3 millj­arða dala. Sví­þjóð er það land Norð­ur­land­anna sem á flesta millj­arða­mær­inga á lista For­bes, alls 41 tals­ins. Fjöldi norskra millj­arða­mær­inga á list­anum er tólf, Danir eiga tíu millj­arða­mær­inga á list­anum og Finnar sjö.

Jim Ratcliffe er ríkasti Bretinn. Mynd: Aðsend

Efstur á lista yfir rík­ustu Bret­ana er James Ratcliffe stofn­andi jarð­ol­íu­efna­fyr­ir­tæk­is­ins Ineos en Jim, eins og hann er iðu­lega kall­að­ur, hefur látið til sín taka hér á landi á und­an­förnum árum. Eignir hans nema 17 millj­örðum Banda­ríkja­dala sem gerir Ratcliffe 113. rík­asta mann heims. Á síð­ustu árum hefur hann keypt jarðir á Aust­ur- og Norð-Aust­ur­landi, til að mynda í Þistil­firði, í Vopna­firði auk þess sem hann keypti meiri­hluta af jörð­inni Gríms­stöð­um. Eign­ar­hald Ratcliffe á jörðum hér­lendis er í gegnum félagið Dylan S.A. sem er móð­ur­fé­lag um 20 ann­arra félaga sem eiga jarðir á Íslandi. Ratcliffe hefur sagt að stór­felld upp­kaup hans á jörðum hér á landi séu hluti af yfir­stand­andi aðgerðum til verndar íslenska laxa­stofn­in­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent