Fjölgar í hópi Íslendinga á auðkýfingalista Forbes

Tveir Íslendingar eru nú á milljarðamæringalista Forbes sem birtur er árlega. Síðasta ár var giftusamt fyrir milljarðamæringa heimsins en heildareignir milljarðamæringanna á listanum nema 13,1 billjón Bandaríkjadala, samanborið við 8 billjón dala í fyrra.

Eignir Björgólfs Thors eru nú metnar á 2,2 milljarða Bandaríkjadala. Davíð Helgason er fyrsti Íslendingurinn á eftir Björgólfi til að komast á lista Forbes en auður hans er metinn á einn milljarð dala.
Eignir Björgólfs Thors eru nú metnar á 2,2 milljarða Bandaríkjadala. Davíð Helgason er fyrsti Íslendingurinn á eftir Björgólfi til að komast á lista Forbes en auður hans er metinn á einn milljarð dala.
Auglýsing

Davíð Helgason kemur nýr inn á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins en auður hans er metinn á einn milljarð Bandaríkjadala, tæplega 127 milljarða króna sem setur hann í sæti 2674 á lista Forbes. Davíð er einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity en samkvæmt umfjöllun Viðskiptablaðsins frá því í desember á síðasta ári átti hann 10,4 milljónir hluta í félaginu eða um fjögur prósent. Heildarvirði þess hlutar er í dag yfir milljarður dala, en hlutabréfaverð Unity stendur í rúmum 102 dölum þegar þetta er skrifað.

Vöxtur Unity hefur verið mjög mikill og hraður á undanförnum misserum. Félagið var skráð í kauphöll í september á síðasta ári og nam útboðsgengi félagsins 52 Bandaríkjadölum á hlut. Verð bréfa félagsins reis hratt á fyrstu mánuðunum eftir skráningu og fór það hæst í rúma 172 dali á hvert bréf skömmu fyrir síðustu jól. Hlutabréfaverðið stendur eins og er í rúmum 102 dölum á hlut, eins og áður sagði, sem þýðir að heildarvirði félagsins er um 28,4 milljarðar dala. Samkvæmt áðurnefndri umfjöllun Viðskiptablaðsins fór Unity í gegnum fjármögnunarumferð á árinu 2019 en virði félagsins var þá metið á um sex milljarða dala.

Auglýsing

Unity var sett á laggirnar árið 2004 í Kaupmannahöfn. Nokkrir af þekktustu snjallsímaleikjum heims nota tæknilausnir frá Unity, til að mynda Pokemon Go, Among Us og Overcooked. Davíð starfaði sem forstjóri félagsins allt til ársins 2014 og situr enn í stjórn félagsins. Samkvæmt Forbes hefur hann snúið sér í auknum mæli að sprotafjárfestingum eftir að hann hætti sem forstjóri félagsins.

Björgólfur Thor ríkari í ár en neðar á lista

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur um langa hríð einn Íslendinga átt sæti á lista Forbes. Fyrir hrun, árin 2007 og 2008 voru eignir hans metnar á 3,5 milljarða Bandaríkjadala áður en hann tók dýfu á listanum árið 2009 þegar eignir hans voru metnar á einn milljarð dala. Hann datt í kjölfarið út af listanum en hefur átt þar sæti síðan árið 2015.

Á nýjasta listanum eru eignir Björgólfs metnar á 2,2 milljarða dala sem er aukning um tíu prósent frá því í fyrra þegar eignir hans voru metnar á tvo milljarða. Engu að síður færist Björgólfur niður listann hann situr nú í 1444. sæti listans en í fyrra var hann númer 1063 á listanum yfir auðugasta fólk heims.

Af fjárfestingareignum Björgólfs sem Forbes tiltekur eru hlutir í svissneska samheitalyfjafyrirtækinu Xantis og í síleska fjarskiptafyrirtækinu WOM. Þá er Björgólfur einnig sagður hafa fjárfest í rafmyntum og í sprotafyrirtækjunum Zwift, Deliveroo og Stripe. Samkvæmt heimasíðu Novator, fjárfestingafélags sem er að mestu í eigu Björgólfs, fjárfesti félagið í Zwift og Deliveroo árið 2016 og í Stripe árið 2019.

Kunnugleg nöfn í efstu sætum

Síðasta ár hefur verið giftusamt fyrir auðmenn heimsins enda hefur fjölgað verulega á lista Forbes yfir þá einstaklinga sem eiga eignir sem metnar eru á milljarð dala eða meira. Fjöldi milljarðamæringa á listanum er nú 2.755 og fjölgar um 660 nöfn á listanum frá því í fyrra. Eignir hópsins eru metnar á 13,1 billjón Bandaríkjadala, þ.e. rúmlega 13 þúsund milljarða dala. Í fyrra námu heildareignir auðmanna á lista Forbes 8 billjónum dala. Bandaríkjamenn eru fyrirferðamestir á listanum eftir sem áður en þaðan koma 724 milljarðamæringanna á listanum. Næst á eftir kemur Kína, þar með talið Hong Kong og Makaó, en þaðan koma 698 milljarðamæringar.

Eignir Jeff Bezos nema 177 milljörðum Bandaríkjadala. Mynd: EPA

Líkt og í fyrra trónir Jeff Bezos, stofnandi og stærsti eigandi Amazon á toppi listans. Auðæfi hans eru metin á 177 milljarða dala sem er töluvert stökk frá því í fyrra er auður hans var metinn á 113 milljarða. Amazon hefur vegnað vel á síðasta ári en verð hlutabréfa félagsins hefur hækkað um rúmlega 60 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Einn af hástökkvurum listans, í það minnsta hlutfallslega, er Elon Musk sem vermir annað sæti. Eignir hans nema 151 milljarði dala en í fyrra nam auður hans 24,6 milljörðum. Hann hoppar úr 31. sæti listans í fyrra. Musk á rúmlega 21 prósent í bílaframleiðandanum Tesla en hlutabréf félagsins hafa rúmlega fimmfaldast í verði á síðustu tólf mánuðum.

Í þriðja sæti listans situr Bernard Arnault og fjölskylda hans. Hann situr á sama stað á listanum þrátt fyrir að auður hans hafi ríflega tvöfaldast frá því að listinn var síðast gefinn út Arnault og fjölskylda hans eiga mörg af þekktustu lúxusvörumerkjum heims, til að mynda Louis Vuitton. Á eftir honum á listanum koma nokkur kunnugleg nöfn, Bill Gates, Mark Zuckerberg og Warren Buffet.

Ríkasta konan á listanum er Francoise Bettencourt Meyers, eignir hennar nema tæplega 74 milljörðum dala sem setur hana í 12. sæti á lista þeirra ríkustu. Francoise Bettencourt og fjölskylda hennar eiga ríflega þriðjung í snyrtivöruframleiðandanum L’oréal. Næsta konan á eftir Bettencourt er Alice Walton sem situr í 17. sæti listans með eignir upp á tæplega 62 milljarða dala en hún er einn stærsti eigandi verslunarkeðjunnar Walmart ásamt bræðrum sínum Jim og Rob sem koma næstir á eftir Alice á auðmannalista Forbes.

Jim Ratcliffe ríkasti Bretinn

Samkvæmt umfjöllun Forbes um evrópska milljarðamæringa þá var nokkur fjölgun í þeirra hópi á síðasta ári, eru alls 628 í ár samanborið við 511 í fyrra. Eignir hópsins eru metnar á þrjár billjónir dala, einni billjón dala meira en í fyrra. Áðurnefndur Bernard Arnault er ríkastur Evrópumanna. Næstur á listanum er Amancio Ortega frá Spáni en eignir hans nema 77 milljörðum dala svo hann rétt nær að vera hálfdrættingur Bernard Arnault. Þar á eftir kemur áðurnefnd Francoise Bettencourt Meyers, ríkasta kona heims.

Ríkasti maður Norðurlandanna er hinn sænski Stefan Persson en hann á rúmlega þriðjung í fataverslanakeðjunni H&M. Auður hans óx um tæp 60 prósent á árinu, úr 13,5 milljörðum dala árið 2020 í 21,3 milljarða dala. Svíþjóð er það land Norðurlandanna sem á flesta milljarðamæringa á lista Forbes, alls 41 talsins. Fjöldi norskra milljarðamæringa á listanum er tólf, Danir eiga tíu milljarðamæringa á listanum og Finnar sjö.

Jim Ratcliffe er ríkasti Bretinn. Mynd: Aðsend

Efstur á lista yfir ríkustu Bretana er James Ratcliffe stofnandi jarðolíuefnafyrirtækisins Ineos en Jim, eins og hann er iðulega kallaður, hefur látið til sín taka hér á landi á undanförnum árum. Eignir hans nema 17 milljörðum Bandaríkjadala sem gerir Ratcliffe 113. ríkasta mann heims. Á síðustu árum hefur hann keypt jarðir á Austur- og Norð-Austurlandi, til að mynda í Þistilfirði, í Vopnafirði auk þess sem hann keypti meirihluta af jörðinni Grímsstöðum. Eignarhald Ratcliffe á jörðum hérlendis er í gegnum félagið Dylan S.A. sem er móðurfélag um 20 annarra félaga sem eiga jarðir á Íslandi. Ratcliffe hefur sagt að stórfelld uppkaup hans á jörðum hér á landi séu hluti af yfirstandandi aðgerðum til verndar íslenska laxastofninum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent