233 fengu 16,2 milljarða króna í arðgreiðslur

Sá hópur sem fær arðgreiðslur vegna eignar sinnar í íslenskum fyrirtækjum telur alls 23.388 manns. Helmingur þeirra fær minna en 30 þúsund krónur í arð hver. Eitt prósent hópsins skipti á milli sín þriðjungi allra arðsgreiðslna.

kampavín
Auglýsing

Heildararðgreiðslur úr íslenskum fyrirtækjum til einstaklinga í eigendahópi þeirra voru rúmlega 48 milljarðar króna á árinu 2019. Af þeirri upphæð fóru 16,2 milljarðar króna, eða þriðjungur af arðstekjum einstaklinga, til eitt prósent þeirra sem fengu hæstar arðgreiðslur. Sá hópur telur 233 einstaklinga.

Þetta kemur fram í umfjöllun um arðgreiðslur á árinu 2019 í nýjustu útgáfu Tíundar, fréttablaðs Skattsins.

Þar segir að á árinu 2019 hafi alls 23.388 einstaklingar fengið greiddan arð af hlutabréfum. Alls námu þær arðgreiðslur rúmum 48 milljörðum króna. Helmingur þeirra, alls 11.694 einstaklingar, sem fengu greiddan arð fengu minna en 30 þúsund krónur í sinn hlut hver.

Efsta tíu prósent þeirra sem fengu arðgreiðslur fékk á hinn bóginn samanlagt 38 milljarða króna, sem þýðir að um 79,1 prósent af öllum arði sem greiddur var út árið 2019 fór til þessa 2.338 manna hóps. Langstærsti hluti þeirrar upphæðar fór til efsta fimm prósent hópsins, sem taldi 1.169 einstaklinga, eða 30,6 milljarðar króna. Því fékk sá rúmlega þúsund manna hópur næstum tvær af hverjum þremur krónum sem greiddar voru út í arð vegna eignar í fyrirtækjum hérlendis á árinu 2019. 

Auglýsing
Í umfjölluninni í Tíund segir svo: „Eitt prósent hluthafanna, eða 233 einstaklingar, fengu svo meira en 31,5 milljónir í arðstekjur á árinu 2019 en samanlagðar tekjur þessara einstaklinga voru 16,2 milljarðar, sem var þriðjungur eða 33,4 prósent arðstekna einstaklinga. Þá fékk annað prósent hluthafa meira en 18,1 milljón í arð en samanlagður arður þessa næst tekjuhæsta hundraðshluta var um 5,5 milljarðar. Þessi tvö prósent framteljenda sem fengu greiddan arð fengu því 21,7 milljarða greidda í arð sem var 44,8 prósent heildararðsins. “

Eiga einnig hlutabréf erlendis

Arðgreiðslur hafa aukist umtalsvert á undanförnum árum. Fyrirtæki landsins greiddu til að mynda út tveimur milljörðum króna, eða um 4,5 prósent, meiri arð til einstaklinga sem voru skattskyldir hér árið 2019 en árið áður. 

Þegar kreppan sem geisaði eftir bankahrunið stóð sem hæst, á árinu 2010, greiddu félög landsins 15,7 milljarða króna í arð. Hæst risu þær árið 2017 þegar arðgreiðslur voru alls 61,3 milljarðar króna. Arðgreiðslur drógust svo saman árin 2018 og 2019.

Þeim sem fá arð fækkar hins vegar. Árið 2019 fengu 1.154 færri fjölskyldur greiddan arð frá íslenskum fyrirtækjum en árið áður, 13.587 samanborið við 14.741 árið 2018. Í Tíund segir að þetta sé mesta fækkun síðan í hruninu árið 2009 en þá fækkaði þeim sem fengu greiddan arð um 32.825 frá árinu á undan. 

Íslendingar sem greiða skatta hérlendis eiga ekki einungis hluti í íslenskum fyrirtækjum. Alls áttu 4.497 fjölskyldur hlutabréf erlendis. Þau voru metin á 15 milljarða króna, en vert er að taka fram að hlutabréf eru metin á nafnvirði, sem segir ekkert til um hvert markaðsvirði þeirra er. 

Arður af erlendum hlutabréfum var 1,2 milljarðar árið 2019 en 444 fjölskyldur fengu greiddan arð af slíkum eignum. Arður af erlendum hlutabréfum jókst um 167 milljónir á milli ára eða um 16 prósent.

Búast má við auknum söluhagnaði

Til viðbótar við arðgreiðslur geta eigendur hlutabréfa í fyrirtækjum leyst út hagnað með því að selja eignarhluti sína. Á árinu 2019 nam söluhagnaður af hlutabréfum íslenskra skattgreiðenda 26,5 milljörðum króna auk þess sem annar söluhagnaður var 4,5 milljarðar króna. 

Söluhagnaðurinn hefur dregist saman á undanförnum tveimur árum, en hann náði hámarki eftir bankahrun árið 2017 þegar hagnaðurinn var alls 43,5 milljarðar króna.

Í ljósi þess að virði Úrvalsvísitalan, sem mælir þróun á gengi bréfa þeirra tíu félaga í íslensku kauphöllinni sem eru með mesta seljanleika, hefur hækkað um 80 prósent á rúmu ár, og að viðskiptum með hlutabréf hefur fjölgað verulega, má ætla að söluhagnaður hlutabréfa frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á verði myndarlegur á árinu 2020. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent