Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa fjarlægt Kúbu af lista sínum yfir ríki sem styðja hryðjuverk. Þetta var gert í dag.
Þetta er talið stórt skref í samskiptum ríkjanna tveggja, en Kúba hefur verið á listanum frá árinu 1982. Vera Kúbu á listanum hefur komið í veg fyrir ýmislegt í tengslum ríkjanna, til að mynda opnun sendiráða. Nú hafa stórar hindranir verið fjarlægðar.
Ákvörðun Bandaríkjamanna er hluti af stefnu Obama Bandaríkjaforseta um að bæta samskipti ríkjanna tveggja, og hann tilkynnti að hann hygðist gera þetta fyrir 45 dögum síðan, en þingið hafði 45 daga til þess að mótmæla þessari ákvörðun en sá frestur rann út í dag.
Obama og Raúl Castro, forseti Kúbu, hittust á fundi í Panama í byrjun apríl, en það var fyrsti leiðtogi leiðtoga ríkjanna tveggja í fimmtíu ár.