Lækningarmáttur aðalbláberja

berry-blueberry-background-food-vitamins.jpg
Auglýsing

Aðal­blá­ber hafa verið notuð til lækn­inga í a.m.k. þús­und ár, en heim­ildir eru um notkun þeirra til lækn­inga í Þýska­landi allt frá 12. öld. Í seinni heims­styrj­öld­inni í Bret­landi var fyrst farið að rann­saka aðal­blá­ber þegar flug­mönnum í breska flug­hernum var gefin aðal­blá­berja­sulta því hún þótti bæta sjón þeirra, sér­stak­lega í næt­ur­flugi. Allar götur síðan hafa áhrif aðal­blá­berja á sjón og augn­sjúk­dóma verið rann­sök­uð. Þurrkuð aðal­blá­ber, oft sem staðlað þykkni í hylkj­um, hafa notið mik­illa vin­sælda sem fæðu­bót­ar­efni í Norð­ur­-Am­er­íku og Evr­ópu und­an­farna ára­tugi. Blá­ber (Vaccinium ulig­in­osum) hafa mun minna verið notuð til lækn­inga og að sama skapi verið lítið rann­sökuð í sam­an­burði við aðal­blá­ber. Það þýðir hins vegar ekki að blá­ber séu ekki áhrifa­rík til lækn­inga líkt og aðal­blá­ber.

Aðal­blá­ber inni­halda mikið af andox­un­ar­efn­um, sem eru talin styrkja ónæm­is­kerf­ið, minnka hætt­una á hjarta- og æða­sjúk­dómum og draga úr hrukku­mynd­un. Þau eru einnig talin styrkja sjón­ina og eru afar auðug af vítamín­um. Aðal­blá­ber hafa hefð­bundið verið notuð fyrir eft­ir­far­andi kvilla:

> þurrkuð eða soðin ber við nið­ur­gangi, fersk ber sem hægða­los­andi

> augn­sjúk­dómar tengdir sjón­himnu, háum blóð­þrýst­ingi og syk­ur­sýki

> gláka, vagl, nátt­blinda

> æða­hnút­ar, æða­kölk­un, kulda­ó­þol, gyllinæð

> háls­bólga, tann­holds­bólga, maga­bólga, ristil­bólga

> bjúg­ur, blöðru­bólga, hár blóð­syk­ur, tíða­verkir

> útvortis til að græða sár og í skol við sær­indum og útferð úr leggöngum

Auglýsing

Morg­un­grautur grasa­lækn­is­ins



Fyrir 1

Ég bjó þessa upp­skrift á sínum tíma til fyrir sjúk­linga í ráð­gjöf hjá mér vegna glút­en­óþols, en kínóa er glút­en­laust og afar prótein­ríkt. Það leið þó ekki á löngu þar til ég var farin að elda hann sjálf á hverjum degi enda frá­bær leið til að nýta berin í fryst­in­um. Fyrir mér er mik­il­vægt að hafa sem minnst fyrir morg­un­matnum á virkum dögum og þessi grautur er bæði fljóteld­aður og inni­heldur fá hrá­efni. Ég set enga mjólk út á graut­inn en á þó til að hafa rjóma með honum á sunn­u­­dög­um, enda breyt­ist hann við það í ljúf­fengan eft­ir­rétt.

> 3 msk. kínóaflögur

> ¼-½ tsk. kanill

> 2 dl vatn

> 1 dl íslensk aðal­blá­ber eða blá­ber

> 1 tsk. smjör

> ½-1 tsk. líf­rænt hun­ang

> sjáv­ar­salt

  1. Setjið vatn, kanil, salt og kínóaflögur í pott og sjóðið í nokkrar mín­útur án loks, þar til graut­ur­inn er orð­inn þykk­ur. Athugið að í þennan graut eru not­aðar kínóaflögur en ekki heil kínóa­grjón, sem tekur mun lengri tíma að sjóða. Bætið síðan frosnum eða ferskum berjum út í og hitið í örstutta stund, eða þar til graut­ur­inn er orð­inn fal­lega fjólu­blár á lit­inn. Setjið hann þá í skál og hrærið smjör­klípu og hun­angi saman við.

    Rann­sóknir á aðal­blá­berjum



    Í mörgum af eft­ir­far­andi rann­sóknum er notað aðal­blá­berja­þykkni í hylkjum þar sem búið er að staðla virka efnið antó­­sý­anó­síð. All­margar klínískar rann­sóknir á mönnum hafa verið gerðar á virkni aðal­blá­berja í augn­sjúk­dóm­um, þær elstu frá 7. ára­tug 20. ald­ar. Nýrri tví­blindar rann­sóknir með lyf­leysu eru betur úr garði gerðar en þær eldri, en þær stað­festa í flestum til­fellum eldri rann­sókn­ir. Þessar klínísku rann­sóknir gefa til kynna jákvæð áhrif aðal­blá­berja á sjón­himnu­sjúk­dóma, augn­sjúk­dóma tengda háum blóð­þrýst­ingi sem og syk­ur­sýki, nátt­blindu, gláku, nær­sýni og vagl á auga. Nýlegar rann­sóknir hafa þó að ein­hverju leyti hrakið nið­ur­stöður eldri rann­sókna á nátt­blindu. Að auki hafa verið gerðar nokkrar rann­sóknir í til­raunaglösum og á dýrum, og sýna þær einnig fram á jákvæða virkni aðal­blá­berja í með­ferð augn­sjúk­dóma. Nokkrar klínískar rann­sóknir hafa verið gerðar á virkni aðal­blá­berja í tengslum við æða­sjúk­dóma. Þær hafa m.a. sýnt jákvæðar nið­ur­stöður gagn­vart æða­sjúk­dóm­um, t.d. kulda­ó­þoli, æða­hnút­um, gyllinæð og æða­bólg­um. Einnig þóttu aðal­blá­berin minnka bjúg, verki, krampa og kláða af völdum van­virkni í æða­kerf­inu. Tvær klínískar rann­sóknir telja að aðal­blá­ber minnki blæð­ing­ar, bæði milli­tíða­blæð­ingar vegna lykkj­unnar og blæð­ingar í tengslum við upp­skurði. All­nokkrar rann­sóknir hafa verið gerðar í til­raunaglösum og á dýrum þar sem líkur þykja benda til að aðal­blá­ber styrki hjarta og æða­kerfi og verndi gegn æða­kölk­un.

    Skammtar



    Fersk ber: 1-2 dl á dag. Stöðluð hylki (25% antó­sý­anó­síð): 200 til 600 mg á dag. Þurrkuð ber eða lauf: 1-2 tsk. í bolla þrisvar á dag.

    Varúð



    Stórir skammtar af stöðl­uðu aðal­blá­berja­þykkni í hylkjum til langs tíma geta haft áhrif á blóð­þynn­ing­ar­lyf. Syk­ur­sjúkir sem taka insúlín ættu ekki að inn­byrða aðal­blá­berja­lauf nema undir eft­ir­liti fag­fólks. Ekki er æski­legt að nota aðal­blá­berja­lauf lengur en þrjár vikur sam­fellt.

 

Heim­ildir

WHO. 2009. WHO monographs on sel­ected med­icinal plants. Vol. 4. World Health Org­an­ization, Geneva.

Per­oss­ini M, Guidi G o.fl. Diabetic and hyper­tensive retin­opathy ther­apy with Vaccinium myrtillus ant­hocya­nos­ides (Teg­ens TM). Dou­ble-blind place­bo-controlled tri­al. Ann Opht­halmol Clin Ocul 1987; 113:1173-90.

Repossi P, Mala­gola R o.fl. The role of ant­hocya­nos­ides on vascular permea­bility in diabetic retin­opathy. Ann Opht­halmol Clin Ocul 1987; 113(4):357-361.

Vann­ini L, Samu­elly R o.fl. Study of the pupill­ary ref­lex after ant­hocya­nos­ide administration. Boll Ocul 1986; 65:11-2.

Orsucci P, Rossi M, Sabbat­ini G o.fl. Treat­ment of diabetic retin­opathy with ant­hocya­nos­ides: a prelimin­ary report. Clin Ocul 1983; 4:377.

Scharrer A, Ober M. Ant­hocya­nos­ides in treat­ment of retin­opathies. (In German). Klin Monatsbl Augen­heilkd 1981; 42:221-31.

Canter PH, Ernst E. Ant­hocya­nos­ides of Vaccinium myrtillus (bil­berry) for night vision – a systematic review of place­bo-controlled tri­als. Surv. Opht­halmol. 2004 Jan-­Feb; 49(1):38-50.

Muth ER, Laurent JM o.fl.  The effect of bil­berry nut­ritional supplem­enta­tion on night visual acuity and contr­ast sensiti­vity. Alt­ern Med Rev 2000; 5(2):164-73

Yao N, Lan Fo.fl.Prot­ect­ive effects of bil­berry ( Vaccinium myrtillus L.) extract aga­inst endotox­in-ind­uced uveitis in mice. J Agric Food Chem. 2010 Apr 28; 58(8):4731-6.

Song J, Li Yo.fl. Prot­ect­ive effect of bil­berry (Vaccinium myrtillus L.) extracts on cult­ured human corneal limbal epit­helial cells (HCLEC). Phy­tother Res. 2010 Apr; 24(4):520-4.

Matsunaga N, Imai So.fl. Bil­berry and its main constitu­ents have neuroprot­ect­ive effects aga­inst ret­inal neuronal damage in vitro and in vivo. Mol Nutr Food Res. 2009 Jul; 53(7):869-77.

Matsunaga N, Chik­ara­ishi Y o.fl. Vaccinium myrtillus (Bil­berry) Extracts Red­uce Ang­iogenesis In Vitro and In Vivo. Evid Based Complem­ent Alt­ernat Med. 2007 Oct 27.

Mil­bury PE, Graf Bo.fl. Bil­berry (Vaccinium myrtillus) ant­hocyan­ins modulate heme oxy­gena­se-1 and glut­athione S-trans­fer­a­se-pi expression in ARPE-19 cells. Invest Opht­halmol Vis Sci. 2007 May; 48(5):2343-9.

Chung HK, Choi SM o.fl. Efficacy of trox­erutin on strept­ozotocin-ind­uced rat model in the early stage of diabetic retin­opathy. Arz­neimittel­forschung 2005; 55(10):573-80.

Fur­sova AZh, Ges­arevich OGo.fl. [Di­et­ary supplem­enta­tion with bil­berry extract prevents macular degener­ation and cat­aracts in senesce-accel­erated OXYS rats] Adv. Ger­ontol. 2005; 16:76-9.

Gatta L o.fl. Vaccinium myrtillus ant­hocya­nos­ides in the treat­ment of ven­ous stas­is: controlled clin­ical study on sixty pati­ents. Fitot­er­apia 1988; 59:19-26.

Teglio L, Mazzanti C o.fl.  Vaccinium myrtillus ant­hocya­nos­ides (Teg­ens™) in the treat­ment of ven­ous insuffici­ency of lower limbs and acute piles in pregn­ancy. Quad Clin Ostet Ginecol 1987; 42:221-31.

Allegra C, Poll­ari G o.fl.  Antoci­anos­idi e sistema microvasculot­essutale. Minerva Ang­i­ol. 1982; 7:39-44.

Gris­mondi G. Treat­ment of phle­bopathies caused by statis in pregn­ancy (á ítölsku). Minerva Ginecol. 1980; 32:221-30.

Ghir­ing­helli C, Gregoratti L o.fl.  Capill­arotropic act­ion of ant­hocya­nos­eds in high dosage in phle­bopat­hic stasis (á ítölsku). Minerva Cardi­oangi­ol. 1978; 26(4):255-76.

Mian E, Curri S o.fl.  Ant­hocya­nos­ides and the walls of the microvessels: further aspects of the mechan­ism of act­ion of their prot­ect­ive effect in syndromes due to abnormal capill­ary fra­gility (á ítölsku). Minerva MEd 1977; 68:3565-81.

Blu­ment­hal, Mark. 2003. The ABC Clin­ical Guide to Herbs. Amer­ican Bot­an­ical Council, Austin.

Gentile A. The use of ant­hocyani­dins in bil­berry (Teg­ens™ – Inverni della Beffa) to prevent hemorr­hag­ing (á ítölsku). 1987. Óbirt; til­vitn­anir í grein, sjá Mor­azzoni P, Bombar­delli E. Vaccinium myrtillus L. Fitot­er­apia 1996; 67(1):3-29.

Choi EH, Park JH o.fl. Allevi­ation of doxoru­bicin-ind­uced tox­icities by ant­hocyan­in-rich bil­berry (Vaccinium myrtillus L.) extract in rats and mice. Biof­act­ors. 2010 Jul 7.

Mauray A, Milen­kovic D o.fl. Ather­oprot­ect­ive effects of bil­berry extracts in apo E-def­ici­ent mice. J Agric Food Chem. 2009 Dec 9; 57(23):11106-11.

Pers­son IA, Pers­son K o.fl. Effect of Vaccinium myrtillus and its polyp­hen­ols on ang­iot­ens­in-con­vert­ing enzyme act­i­vity in human endot­helial cells. J Agric Food Chem. 2009 Jun 10; 57(11):4626-9.

Bell DR, Gochenaur K. Direct vasoact­ive and vasoprot­ect­ive properties of ant­hocyan­in-rich extracts. J. Appl. Physi­ol. 2006 Apr; 100(4):1164-70. Vef­útg. 2005 Dec 8.

Bertuglia S, Malandrino S o.fl. Effect of Vaccinium myrtillus ant­hocya­nos­ides on ischaemia reperfusion inj­ury in ham­ster cheek pouch microcirculation. Pharmacol Res. 1995 Mar-A­pr; 31(3-4):183-7.

Detre Z, Jellinek H o.fl. Stu­dies on vascular permea­bility in hyper­tension: act­ion of ant­hocya­nos­ides. Clin Physiol Biochem. 1986; 4(2):143-9.

Lietti A, Cri­stoni A o.fl. Stu­dies on Vaccinium myrtillus ant­hocya­nos­ides. I. Vasoprot­ect­ive and anti­in­flammatory act­i­vity. Arz­neimittel­forschung. 1976; 26(5):829-32.

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttir
None