Aðalbláber hafa verið notuð til lækninga í a.m.k. þúsund ár, en heimildir eru um notkun þeirra til lækninga í Þýskalandi allt frá 12. öld. Í seinni heimsstyrjöldinni í Bretlandi var fyrst farið að rannsaka aðalbláber þegar flugmönnum í breska flughernum var gefin aðalbláberjasulta því hún þótti bæta sjón þeirra, sérstaklega í næturflugi. Allar götur síðan hafa áhrif aðalbláberja á sjón og augnsjúkdóma verið rannsökuð. Þurrkuð aðalbláber, oft sem staðlað þykkni í hylkjum, hafa notið mikilla vinsælda sem fæðubótarefni í Norður-Ameríku og Evrópu undanfarna áratugi. Bláber (Vaccinium uliginosum) hafa mun minna verið notuð til lækninga og að sama skapi verið lítið rannsökuð í samanburði við aðalbláber. Það þýðir hins vegar ekki að bláber séu ekki áhrifarík til lækninga líkt og aðalbláber.
Aðalbláber innihalda mikið af andoxunarefnum, sem eru talin styrkja ónæmiskerfið, minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og draga úr hrukkumyndun. Þau eru einnig talin styrkja sjónina og eru afar auðug af vítamínum. Aðalbláber hafa hefðbundið verið notuð fyrir eftirfarandi kvilla:
> þurrkuð eða soðin ber við niðurgangi, fersk ber sem hægðalosandi
> augnsjúkdómar tengdir sjónhimnu, háum blóðþrýstingi og sykursýki
> gláka, vagl, náttblinda
> æðahnútar, æðakölkun, kuldaóþol, gyllinæð
> hálsbólga, tannholdsbólga, magabólga, ristilbólga
> bjúgur, blöðrubólga, hár blóðsykur, tíðaverkir
> útvortis til að græða sár og í skol við særindum og útferð úr leggöngum
Morgungrautur grasalæknisins
Fyrir 1
Ég bjó þessa uppskrift á sínum tíma til fyrir sjúklinga í ráðgjöf hjá mér vegna glútenóþols, en kínóa er glútenlaust og afar próteinríkt. Það leið þó ekki á löngu þar til ég var farin að elda hann sjálf á hverjum degi enda frábær leið til að nýta berin í frystinum. Fyrir mér er mikilvægt að hafa sem minnst fyrir morgunmatnum á virkum dögum og þessi grautur er bæði fljóteldaður og inniheldur fá hráefni. Ég set enga mjólk út á grautinn en á þó til að hafa rjóma með honum á sunnudögum, enda breytist hann við það í ljúffengan eftirrétt.
> 3 msk. kínóaflögur
> ¼-½ tsk. kanill
> 2 dl vatn
> 1 dl íslensk aðalbláber eða bláber
> 1 tsk. smjör
> ½-1 tsk. lífrænt hunang
> sjávarsalt
- Setjið vatn, kanil, salt og kínóaflögur í pott og sjóðið í nokkrar mínútur án loks, þar til grauturinn er orðinn þykkur. Athugið að í þennan graut eru notaðar kínóaflögur en ekki heil kínóagrjón, sem tekur mun lengri tíma að sjóða. Bætið síðan frosnum eða ferskum berjum út í og hitið í örstutta stund, eða þar til grauturinn er orðinn fallega fjólublár á litinn. Setjið hann þá í skál og hrærið smjörklípu og hunangi saman við.
Rannsóknir á aðalbláberjum
Í mörgum af eftirfarandi rannsóknum er notað aðalbláberjaþykkni í hylkjum þar sem búið er að staðla virka efnið antósýanósíð. Allmargar klínískar rannsóknir á mönnum hafa verið gerðar á virkni aðalbláberja í augnsjúkdómum, þær elstu frá 7. áratug 20. aldar. Nýrri tvíblindar rannsóknir með lyfleysu eru betur úr garði gerðar en þær eldri, en þær staðfesta í flestum tilfellum eldri rannsóknir. Þessar klínísku rannsóknir gefa til kynna jákvæð áhrif aðalbláberja á sjónhimnusjúkdóma, augnsjúkdóma tengda háum blóðþrýstingi sem og sykursýki, náttblindu, gláku, nærsýni og vagl á auga. Nýlegar rannsóknir hafa þó að einhverju leyti hrakið niðurstöður eldri rannsókna á náttblindu. Að auki hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir í tilraunaglösum og á dýrum, og sýna þær einnig fram á jákvæða virkni aðalbláberja í meðferð augnsjúkdóma. Nokkrar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni aðalbláberja í tengslum við æðasjúkdóma. Þær hafa m.a. sýnt jákvæðar niðurstöður gagnvart æðasjúkdómum, t.d. kuldaóþoli, æðahnútum, gyllinæð og æðabólgum. Einnig þóttu aðalbláberin minnka bjúg, verki, krampa og kláða af völdum vanvirkni í æðakerfinu. Tvær klínískar rannsóknir telja að aðalbláber minnki blæðingar, bæði millitíðablæðingar vegna lykkjunnar og blæðingar í tengslum við uppskurði. Allnokkrar rannsóknir hafa verið gerðar í tilraunaglösum og á dýrum þar sem líkur þykja benda til að aðalbláber styrki hjarta og æðakerfi og verndi gegn æðakölkun.
Skammtar
Fersk ber: 1-2 dl á dag. Stöðluð hylki (25% antósýanósíð): 200 til 600 mg á dag. Þurrkuð ber eða lauf: 1-2 tsk. í bolla þrisvar á dag.
Varúð
Stórir skammtar af stöðluðu aðalbláberjaþykkni í hylkjum til langs tíma geta haft áhrif á blóðþynningarlyf. Sykursjúkir sem taka insúlín ættu ekki að innbyrða aðalbláberjalauf nema undir eftirliti fagfólks. Ekki er æskilegt að nota aðalbláberjalauf lengur en þrjár vikur samfellt.
Heimildir
WHO. 2009. WHO monographs on selected medicinal plants. Vol. 4. World Health Organization, Geneva.
Perossini M, Guidi G o.fl. Diabetic and hypertensive retinopathy therapy with Vaccinium myrtillus anthocyanosides (Tegens TM). Double-blind placebo-controlled trial. Ann Ophthalmol Clin Ocul 1987; 113:1173-90.
Repossi P, Malagola R o.fl. The role of anthocyanosides on vascular permeability in diabetic retinopathy. Ann Ophthalmol Clin Ocul 1987; 113(4):357-361.
Vannini L, Samuelly R o.fl. Study of the pupillary reflex after anthocyanoside administration. Boll Ocul 1986; 65:11-2.
Orsucci P, Rossi M, Sabbatini G o.fl. Treatment of diabetic retinopathy with anthocyanosides: a preliminary report. Clin Ocul 1983; 4:377.
Scharrer A, Ober M. Anthocyanosides in treatment of retinopathies. (In German). Klin Monatsbl Augenheilkd 1981; 42:221-31.
Canter PH, Ernst E. Anthocyanosides of Vaccinium myrtillus (bilberry) for night vision – a systematic review of placebo-controlled trials. Surv. Ophthalmol. 2004 Jan-Feb; 49(1):38-50.
Muth ER, Laurent JM o.fl. The effect of bilberry nutritional supplementation on night visual acuity and contrast sensitivity. Altern Med Rev 2000; 5(2):164-73
Yao N, Lan Fo.fl.Protective effects of bilberry ( Vaccinium myrtillus L.) extract against endotoxin-induced uveitis in mice. J Agric Food Chem. 2010 Apr 28; 58(8):4731-6.
Song J, Li Yo.fl. Protective effect of bilberry (Vaccinium myrtillus L.) extracts on cultured human corneal limbal epithelial cells (HCLEC). Phytother Res. 2010 Apr; 24(4):520-4.
Matsunaga N, Imai So.fl. Bilberry and its main constituents have neuroprotective effects against retinal neuronal damage in vitro and in vivo. Mol Nutr Food Res. 2009 Jul; 53(7):869-77.
Matsunaga N, Chikaraishi Y o.fl. Vaccinium myrtillus (Bilberry) Extracts Reduce Angiogenesis In Vitro and In Vivo. Evid Based Complement Alternat Med. 2007 Oct 27.
Milbury PE, Graf Bo.fl. Bilberry (Vaccinium myrtillus) anthocyanins modulate heme oxygenase-1 and glutathione S-transferase-pi expression in ARPE-19 cells. Invest Ophthalmol Vis Sci. 2007 May; 48(5):2343-9.
Chung HK, Choi SM o.fl. Efficacy of troxerutin on streptozotocin-induced rat model in the early stage of diabetic retinopathy. Arzneimittelforschung 2005; 55(10):573-80.
Fursova AZh, Gesarevich OGo.fl. [Dietary supplementation with bilberry extract prevents macular degeneration and cataracts in senesce-accelerated OXYS rats] Adv. Gerontol. 2005; 16:76-9.
Gatta L o.fl. Vaccinium myrtillus anthocyanosides in the treatment of venous stasis: controlled clinical study on sixty patients. Fitoterapia 1988; 59:19-26.
Teglio L, Mazzanti C o.fl. Vaccinium myrtillus anthocyanosides (Tegens™) in the treatment of venous insufficiency of lower limbs and acute piles in pregnancy. Quad Clin Ostet Ginecol 1987; 42:221-31.
Allegra C, Pollari G o.fl. Antocianosidi e sistema microvasculotessutale. Minerva Angiol. 1982; 7:39-44.
Grismondi G. Treatment of phlebopathies caused by statis in pregnancy (á ítölsku). Minerva Ginecol. 1980; 32:221-30.
Ghiringhelli C, Gregoratti L o.fl. Capillarotropic action of anthocyanoseds in high dosage in phlebopathic stasis (á ítölsku). Minerva Cardioangiol. 1978; 26(4):255-76.
Mian E, Curri S o.fl. Anthocyanosides and the walls of the microvessels: further aspects of the mechanism of action of their protective effect in syndromes due to abnormal capillary fragility (á ítölsku). Minerva MEd 1977; 68:3565-81.
Blumenthal, Mark. 2003. The ABC Clinical Guide to Herbs. American Botanical Council, Austin.
Gentile A. The use of anthocyanidins in bilberry (Tegens™ – Inverni della Beffa) to prevent hemorrhaging (á ítölsku). 1987. Óbirt; tilvitnanir í grein, sjá Morazzoni P, Bombardelli E. Vaccinium myrtillus L. Fitoterapia 1996; 67(1):3-29.
Choi EH, Park JH o.fl. Alleviation of doxorubicin-induced toxicities by anthocyanin-rich bilberry (Vaccinium myrtillus L.) extract in rats and mice. Biofactors. 2010 Jul 7.
Mauray A, Milenkovic D o.fl. Atheroprotective effects of bilberry extracts in apo E-deficient mice. J Agric Food Chem. 2009 Dec 9; 57(23):11106-11.
Persson IA, Persson K o.fl. Effect of Vaccinium myrtillus and its polyphenols on angiotensin-converting enzyme activity in human endothelial cells. J Agric Food Chem. 2009 Jun 10; 57(11):4626-9.
Bell DR, Gochenaur K. Direct vasoactive and vasoprotective properties of anthocyanin-rich extracts. J. Appl. Physiol. 2006 Apr; 100(4):1164-70. Vefútg. 2005 Dec 8.
Bertuglia S, Malandrino S o.fl. Effect of Vaccinium myrtillus anthocyanosides on ischaemia reperfusion injury in hamster cheek pouch microcirculation. Pharmacol Res. 1995 Mar-Apr; 31(3-4):183-7.
Detre Z, Jellinek H o.fl. Studies on vascular permeability in hypertension: action of anthocyanosides. Clin Physiol Biochem. 1986; 4(2):143-9.
Lietti A, Cristoni A o.fl. Studies on Vaccinium myrtillus anthocyanosides. I. Vasoprotective and antiinflammatory activity. Arzneimittelforschung. 1976; 26(5):829-32.