Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa

Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.

Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Auglýsing

Ísland stendur frammi fyrir sömu áskor­unum varð­andi hnignun líf­fræði­legrar fjöl­breytni og allur heim­ur­inn. Beint og óbeint hafa sam­spil umhverf­is­breyt­inga og nýt­ingar mikil og oft ill­fyr­ir­sjá­an­leg áhrif á líf­rík­ið.

Marg­vís­legar ógnir steðja að og brýnt er að efla vernd þeirra vist­kerfa í og við Ísland sem enn má telja heil­leg. Einnig er mik­il­vægt að end­ur­heimta röskuð vist­kerfi. Stjórn­tæki þarf að móta þannig að þau hvetji land­eig­endur til vernd­unar og end­ur­heimtar mik­il­vægra vist­kerfa.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í græn­bók um líf­fræði­lega fjöl­breytni íslenskra vist­kerfa sem unnin var af stýri­hópi skip­uðum af umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­erra. Bókin hefur nú verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Hún er liður í und­ir­bún­ingi nýrrar stefnu og fram­kvæmda­á­ætl­unar fyrir líf­fræði­lega fjöl­breytni hér á landi en slík stefna, byggð á alþjóð­legum skuld­bind­ing­um, var fyrst sam­þykkt í rík­is­stjórn árið 2008.

Auglýsing

Hnignun líf­fræði­legrar fjöl­breytni hefur ekki verið mjög áber­andi í umræð­unni um lofts­lags­breyt­ingar og aðgerðir til að stemma stigu við þeim. Hins veg­ar, segja skýrslu­höf­und­ar, er ekki hægt að horfa á lofts­lags­mál og líf­fræði­lega fjöl­breytni sem aðskilin mál­efni. „Að vernda og varð­veita líf­fræði­lega fjöl­breytni hlýtur því að vera meg­in­við­fangs­efni í nútíð og fram­tíð.“

Hvað er líf­fræði­leg fjöl­breytni?

Líf­fræði­leg fjöl­breytni nær yfir allar teg­undir dýra, plantna, sveppa og ann­arra líf­vera (s.s. bakt­er­íur og veir­ur) sem finn­ast á jörð­inni, þann breyti­leika sem er milli ein­stak­linga sömu teg­undar og allt erfða­efni þeirra. Líf­fræði­leg fjöl­breytni fjallar einnig um búsvæði allra lif­andi líf­vera, vist­kerfi og vist­gerðir sem þær mynda og sjálf­bæra nýt­ingu þeirra.

Til­gang­ur­inn með verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni er að styrkja og varð­veita til fram­tíðar þær teg­undir sem hafa frá upp­hafi skapað íslenska nátt­úru og þrif­ist hér á landi í árþús­undir og að koma í veg fyrir að teg­undir deyi út af manna­völdum og hverfi um aldur og ævi.

Samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­lega fjöl­breytni (Con­vention on Biolog­ical Diversity, CBD) var sam­þykktur á heims­ráð­stefnu um umhverfi og þróun í Rio de Jan­eiro árið 1992. Ísland und­ir­rit­aði samn­ing­inn á ráð­stefn­unni og gekk hann í gildi hér á landi árið 1994.

605 tegundir mosa vaxa á Íslandi. Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Sér­staða Íslands

Íslensk vist­kerfi hafa sér­stöðu. Land­fræði­leg lega Íslands á mörkum hlýrra og kaldra haf­svæða skapar ásamt stór­brotnu lands­lagi mót­uðu af jöklum og eld­virkni ólíkar aðstæður líf­heims. Aðstæður á Íslandi eru um margt sér­stakar á heims­vísu og end­ur­spegl­ast það í fjöl­breytni og sam­setn­ingu vist­kerfa, bæði í sjó, á landi og í fersku vatni. Hér hafa því fund­ist vist­kerfi og teg­unda­sam­fé­lög sem eru sér­ís­lensk.

Ákveðin þróun á sér stöðugt stað í nátt­úr­unni en mann­anna verk hafa síð­ustu ára­tugi og aldir verið þar stærsti áhrifa­vald­ur­inn.

Vist­kerfi Íslands eru undir margs konar álagi, allt frá áhrifum af lofts­lags­breyt­ingum til þátta á borð við skóg­rækt með fram­andi teg­und­um, útþenslu byggð­ar, jarð­varma-, vatns- og vind­orku­vera, ferða­mennsku, ýmis­konar meng­unar og land­bún­að­ar. Fisk­veiðar og ann­ars konar vinnsla úr auð­lindum hafs, s.s. þör­unga, hefur sín áhrif og þá hefur fisk­eldi vaxið hratt á síð­ustu árum. „Allt hefur þetta áhrif á líf­fræði­lega fjöl­breytni með einum eða öðrum hætti og nokkrir af þessum þáttum geta leitt til ósjálf­bærrar nýt­ingar nátt­úru­auð­linda og minni líf­fræði­legrar fjöl­breytn­i,“ segir í græn­bók­inni.

Bæði veiðar og eldi geta haft áhrif á líffræðlega fjölbreytni. Mynd: MAST

Haf­ið, bláa hafið

Breyt­ingar á útbreiðslu fiski­stofna og komu teg­unda hingað til lands hafa helst verið taldar tengj­ast breyt­ingum í hita­stigi. Mæl­ingar sýna nú einnig að sýru­stig sjávar hefur fallið frá því mæl­ingar hófust. Þetta sýnir að hafið er að súrna og að hraði súrn­unar er meiri en á flestum öðrum haf­svæðum á jörð­inni vegna und­ir­liggj­andi umhverf­is­að­stæðna, segir í græn­bók­inni. „Áhrif þess á líf­ríkið hér við land eru hins vegar lítt þekkt.“

Auk­inn áhugi er fyrir vinnslu á þangi og þara. „Í umræðum um slíka nýt­ingu hefur m.a. verið bent á að vist­kerfi í fjörum og grunn­sævi, þar sem sjáv­ar­gróður er ríkj­andi, eru afar mik­il­væg á norð­ur­slóð­u­m,“ stendur í græn­bók­inni. Lífmassi þess­ara vist­kerfa sé hár og þara­skógar mik­il­væg búsvæði fyrir fjöl­margar líf­ver­ur, m.a. upp­eld­is- og fæðu­öfl­un­ar­stöðvar nytja­stofna og stofna teg­unda sem Ísland ber m.a. alþjóð­lega ábyrgð á, þ.m.t. sjó­fugla­teg­und­um. Þang­fjörur og þara­skógar veita marg­vís­lega vist­kerf­is­þjón­ustu, benda skýrslu­höf­undar á. Þar má m.a. nefna kolefn­is­bind­ingu en þara­skógar binda mikið kolefni.

Árleg framleiðsla af laxi í fiskeldi 2011-2021. Mynd: Grænbók

Fisk­eldi hefur auk­ist hratt og áhrif þess gætir á umhverfið og líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika, segir í græn­bók­inni. Erfða­blöndun við íslenska laxa­stofna og áhrif laxalúsar á afkomu villtra laxa­stofna eru þættir sem gætu einnig haft veru­leg áhrif. „At­hafnir manns­ins hafa skapað marg­vís­legar áskor­anir fyrir líf­ríki í sjó og munu halda áfram að móta vist­kerfi í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð.“

Benda skýrslu­höf­undar á að heild­stæð vist­gerða­flokkun fyrir vist­gerðir í haf­inu hafi ekki farið fram. Það sé umfangs­mikið verk­efni en aðkallandi.

Beit og birki

Búfjár­beit hefur haft víð­tæk áhrif á vist­kerfi hér á landi. Sums staðar á land­inu, segir í græn­bók­inni, hefur ofbeit átt mik­inn þátt í gróð­ur- og land­eyð­ingu og losun kolefnis út í and­rúms­loft­ið.

Rifjað er upp að með friðun fyrir búfjár­beit hafi all­mörgum skóg­ar­leifum verið bjargað á fyrri helm­ingi 20. ald­ar, m.a. Hall­orms­staða­skógi, Vagla­skógi, Þórs­mörk og Ásbyrgi. Við þetta hækk­uðu þessir skógar og breidd­ust út innan girð­inga. Útbreiðsla birkis jókst um 13.000 hekt­ara eða 9 pró­sent á ára­bil­inu 1989 til 2014. „Þetta er útbreiðslu­hraði sem nemur að með­al­tali 0,36% á ári sem getur vart talist mik­ill,“ segir í græn­bók­inni. Tæki­færi til að auka útbreiðslu birki­skóga á Íslandi séu veru­leg, einkum með það að mark­miði að bæta ástand hnign­aðra vist­kerfa, „en til þess þarf að sam­ræma búskap­ar­hætti í sauð­fjár­rækt og mark­mið um end­ur­heimt skóga“.

Ræktun nytja­skóga byggi á notkun fram­andi teg­unda eins og rússalerk­is, sitka­gren­is, stafa­f­uru og ala­ska­aspar. Nytja­skógar hafa verið rækt­aðir á 49.000 hekt­urum lands eða tæp­lega 0,5 pró­sent lands­ins.

Búfjárveit hefur í gegnum aldirnar haft áhrif á landgæði.

Skýrslu­höf­undar benda þó einnig á að breyt­ingar á land­notkun hafi ekki ein­göngu leitt til hnign­unar vist­kerfa. Sé litið til baka síðan síð­ast var mótuð stefna um líf­fræði­lega fjöl­breytni þá hafi verið frið­lýst ýmis svæði sem mik­il­væg eru líf­rík­inu. Frið­lýst svæði á Íslandi eru nú í kringum 25 þús­und fer­kíló­metrar eða um fjórð­ungur lands­ins. Vernd­ar­svæði í hafi eru hins vegar aðeins um 0,07 pró­sent af efna­hags­lög­sögu Íslands.

Ágengar teg­undir þarf að vakta

Með breyttu nátt­úru­fari og auk­inni umferð og inn­flutn­ingi aukast líkur á komu fram­andi líf­vera sem geta náð fót­festu á og við land­ið. Til að telj­ast ágeng teg­und þarf hún að hafa komið sér það vel fyrir á þessu nýja svæði að hún fer að hafa nei­kvæð áhrif á umhverfi sitt og aðrar líf­verur sem voru þar fyr­ir.

Tvær teg­undir æðplantna og ein mosa­teg­und hafa verið skil­greindar ágengar á Íslandi: Ala­skalúpína, sem upp­haf­lega var flutt inn og notuð til land­græðslu, skóg­ar­kerf­ill sem var fluttur inn sem garða­planta og í mos­inn hæru­burst sem barst hingað með ferða­mönn­um, til dæmis neðan á skóm, og hefur náð fót­festu á jarð­hita­svæð­um.

Lúpína er ágeng, innflutt tegund. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Eitt spen­dýr, mink­ur­inn, hefur verið skil­greint sem ágeng teg­und á Íslandi. Þrjár teg­undir smá­dýra hafa verið skil­greindar sem ágeng­ar; spán­ar­snig­ill, búr­snig­ill og hús­humla.

Sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lögum getur Umhverf­is­stofnun gripið til aðgerða til að koma böndum á og hefta útbreiðslu fram­andi líf­vera eða upp­ræta þær, ef ástæða er til að ætla að þær ógni líf­fræði­legri fjöl­breytni og hafi veru­leg áhrif á líf­rík­ið.

„Nauð­syn­legt er að fylgj­ast vel með land­námi og dreif­ingu fram­andi plöntu­teg­unda og koma í veg fyrir að útbreiðsla þeirra valdi ekki óæski­legum breyt­ingum á gróð­ur­fari,“ benda höf­undar græn­bók­ar­innar á.

For­varnir geta skilað hvað mestum árangri í að tak­marka áhrif ágengra fram­andi teg­unda á íslenskt líf­ríki. Þetta er að mati stýri­hóps­ins best gert með úrbótum á reglu­verki, betri stýr­ingu á inn­flutn­ingi og inn­flutn­ings­leiðum fram­andi teg­unda og eft­ir­liti.

Stýri­hóp­ur­inn leggur til að unnið verði áhættu­mat fyrir fram­andi teg­undir sem eru í mik­illi notkun hér á landi.

Áhrif lofts­lags­breyt­inga

Lofts­lags­breyt­ing­ar, hlýnun og auk­inn styrkur koltví­oxíðs í and­rúms­loft­inu hafa mikil áhrif á lífs­skil­yrði plantna og dýra. Auk­inn styrkur CO2 hefur áhrif á fram­leiðni plantna sem lýsir sér m.a. í meiri vexti þeirra. Lofts­lags­breyt­ingar hafa svo áhrif á ýmsa aðra umhverf­is­þætti sem hafa síðan áhrif á vist­kerfi, valda breyt­ingum á búsvæðum plantna, dýra og fjöl­breytni.

Í græn­bók­inni kemur fram að vís­inda­sam­fé­lagið hafi um nokk­urt skeið reynt að greina sam­legð og fórn­ar­skipti (e. tra­de-off) milli lofts­lags­mála og líf­fræði­legrar fjöl­breytni. Dæmi um slíka sam­legð er þegar aðgerðir til verndar líf­fræði­legri fjöl­breytni vinna á sama tíma gegn lofts­lags­breyt­ing­um, t.d. verndun og end­ur­heimt vot­lend­is. Dæmi um fórn­ar­skipti er þegar mót­væg­is­að­gerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum með því að nota land eða sjó til að binda gróð­ur­húsa­loft­teg­undir leiða til hnign­unar líf­fræði­legrar fjöl­breytni. „Þetta er eitt af brýnum við­fangs­efnum við mótun stefnu um líf­fræði­lega fjöl­breytn­i,“ segja skýrslu­höf­und­ar.

Auglýsing

Áhersla á bind­ingu í aðgerða­á­ætlun

Aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­málum er ætlað að stuðla að sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og leggja grunn­inn að mark­miði stjórn­valda um kolefn­is­hlut­leysi Íslands árið 2040. Ör sam­dráttur í losun þyrfti að eiga sér stað til að ná því mark­miði og í áætl­un­inni eru kynntar stór­auknar aðgerðir til að binda kolefni úr and­rúms­lofti og stöðva losun frá vist­kerfum á landi. „Af þeim aðgerðum sem boð­aðar eru í aðgerða­á­ætl­un­inni, eru það ekki síst aðgerðir til að binda kolefni úr and­rúms­lofti og til að stöðva losun frá landi sem geta haft ýmis áhrif á líf­rík­i,“ segja höf­undar græn­bók­ar­inn­ar. Í áætl­un­inni er gert ráð fyrir umtals­verðri aukn­ingu í skóg­rækt, land­græðslu, sem og vernd og end­ur­heimt vot­lend­is.

Meira gróð­ur­sett af inn­fluttum teg­undum

Sam­kvæmt stöðu­skýrslu áætl­un­ar­innar sem birt var í fyrra var umfang nýs skóg­lend­is, þ.e. lands sem skóg­rækt var hafin á, 1.833 hekt­arar á árinu 2020 eða um 50 pró­sent meira en árið 2018. Á þessu tíma­bili jókst gróð­ur­setn­ing birkis eða ilm­bjarkar úr um 800 þús­und plöntum í 1.600 þús­und. Gróð­ur­setn­ing inn­fluttra trjá­teg­unda jókst á sama ára­bili um 25 pró­sent, úr um 2,3 í um 2,8 millj­ónir plantna. Notkun á stafa­f­uru hefur auk­ist tals­vert á þessum tíma en teg­undin dreifir sér í íslenskri nátt­úru, benda skýrslu­höf­undar á.

Vot­lendi um 20 pró­sent af grónu landi

Um þriðj­ungur Íslands er þak­inn sam­felldum gróðri, þar af um 1,2 pró­sent af birki­skógi eða kjarri. Tveir þriðju hlutar lands­ins eru lítt eða ógrónir sand­ar, mel­ar, vötn og jökl­ar. Vot­lendi þekur um 9.000 fer­kíló­metra eða um 20 pró­sent af grónu flat­ar­máli. Ætla má að um 50 pró­sent þess hafi verið raskað með fram­ræslu.

End­ur­heimt vot­lendis er ekki veru­leg að umfangi en hefur þó auk­ist á síð­ustu árum. Árið 2020 var unnið að end­ur­heimt vot­lendis á 264 hekt­urum en 24 hekt­urum árið 2018. „Ekki liggur fyrir ítar­leg áætlun um hvar verður ráð­ist í end­ur­heimt vot­lendis á næstu árum og hefur fram­boð á landi til end­ur­heimtar verið sá þáttur sem tak­markað hefur umfang end­ur­heimtar vot­lend­is.“

Fjöldi gróðursettra plantna af innfluttum trjátegundum á árabilinu 2018-2020. Mynd: Grænbók

Á land­inu hafa 64 vist­gerðir verið skil­greind­ar. Vist­gerðir hafa mis­hátt vernd­ar­gildi og „mik­il­vægt er að standa vörð um sjald­gæfar og sér­stæðar vist­gerðir einkum þær sem eru mik­il­væg búsvæði og veita fjöl­breytta vist­kerfa­þjón­ustu t.d. gras­lendi, vot­lendi og skóg­lendi sem og vist­gerðir sem eru ein­kenn­andi fyrir íslenska nátt­úru t.d. jarð­hita­vist­gerð­ir,“ segir í skýrsl­unni.

„Vinna þarf áfram að full­nægj­andi verndun svæða sem eru mik­il­væg til að við­halda líf­fræði­legri fjöl­breytni, búsvæðum og vist­gerðum innan nátt­úru­legra útbreiðslu­svæða þeirra með þeim teg­undum og vist­fræði­legu ferlum sem ein­kenna hverja vist­gerð,“ segir í lokakafla græn­bók­ar­inn­ar. Þetta eigi við á landi, í ferskvatni og í hafi. Leggja þurfi áherslu á að vernda svæði þar sem við­kvæmar teg­undir og vist­kerfi finn­ast.

Ef miðað er við 30% mörk af Evrópustofni eru hér að minnsta kosti 16 fuglategundir sem Íslendingar bera mikla ábyrgð á og okkur ber að tryggja afkomu þeirra með nauðsynlegri verndun. Spói er ein þessara tegunda. Mynd: Tómas Grétar Gunnarsson

Græn­bók­ar­hóp­ur­inn segir að stefna um land­notkun og land­nýt­ingu þurfi að stuðla að verndun og end­ur­heimt teg­unda og vist­kerfa. Þetta eigi við um stefnu í skipu­lags­á­ætl­unum og stefnu hvað varðar land­búnað og alla aðra land­nýt­ingu. Sam­hæfa þurfi þetta tvennt með það fyrir augum að nýta betur opin­bert fé „en við­ur­kenna jafn­framt að bændur og aðrir umsjón­ar­að­ilar lands geti haft mik­il­vægt hlut­verk í þágu end­ur­heimtar vist­kerfa og líf­fræði­legrar fjöl­breytn­i“.

Skoða ætti verndun og friðun strandsvæða, segir í grænbókinni.

Skoða ætti sér­stak­lega hvernig hvata­kerfi geti stuðlað að auk­inni þátt­töku. Stjórn­tæki þurfi að móta þannig að þau hvetji land­eig­endur til vernd­unar og end­ur­heimtar mik­il­vægra vist­kerfa. Með því að vinna að end­ur­heimt vist­kerfa á stórum sam­felldum svæðum og ýta undir nátt­úru­lega ferla, s.s. sjálfs­án­ingu, verði end­ur­heimt­ar­verk­efni mark­viss­ari og fjár­munir nýt­ast bet­ur. Þá benda skýrslu­höf­undar á að skoða þurfi mögu­leika á end­ur­heimt vist­kerfa í sjó og á strand­svæð­um, hvort sem það yrði gert með friðun til­tek­inna svæða fyrir botn­veiðum og fisk­eldi eða beinum aðgerð­um, eins og þver­unum fjarða eða land­fyll­ing­um. Þetta hafi enn sem komið er lítið verið skoðað hér við land.

„Vegna vax­andi fisk­eldis í sjó, áforma um upp­bygg­ingu vind­orku­vera á hafi, áforma um fjölgun þver­ana fjarða með veg­um, ásóknar í vinnslu þara, kór­al­þör­unga og efn­is­töku á hafs­botni reynir enn frekar á að vel sé staðið að stefnu­mótun og skipu­lagi, að aflað sé upp­lýs­inga um vist­kerfi í hafi og að lands­skipu­lags­stefna leggi skýrar línur hvernig staðið skuli að verki,“ segja skýrslu­höf­und­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent