Áhöfnin á varðskipinu Tý bjargaði um 320 flóttamönnum af fiskibát um 30 sjómílur norður af Líbíu í dag. Neyðarkall hafði borist frá bátnum snemma í morgun og leki var kominn að fiskibátnum þegar varðskipið bar að, en báturinn var um það bil tólf metra langur trébátur. Landhelgisgæslan hefur birt þessar mögnuðu myndir af björguninni.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að áhöfnin á Tý hlúi nú að flóttamönnunum, en fólkið hafi verið nokkuð óttaslegið eftir hrakningar sínar. Fjöldi barna var um borð og tvær barnshafandi konur.
Auglýsing
Skipið er nú á leið með fólkið til Ítalíu, en Týr tók þátt í annarri aðgerð í gær, en þá snéri bátur með flóttafólk aftur til Líbíu.