Leikmenn ensku úrvaldsdeildarinnar eru með langhæstu laun allra knattspyrnumanna. Meðallaun úrsvalsdeildarleikmanns í Englandi eru 43,717 pund, um 8,5 milljónir króna, á viku. Árslaun þeirra eru því að meðaltali tæplega 2,3 milljónir punda, eða um 440 milljónir króna. Næst hæstu launin eru greidd í Þýsku Bundesligunni. Leikmenn þar fá um 2/3 hluta af því sem leikmennirnir í ensku deildinni fá greitt. Þetta kemur fram í samantekt sem Daily Mail birti fyrir skemmstu.
Wayne Rooney, sóknarmaður Manchester United, er á meðal hæst launuðustu leikmanna heims. Hann fær um 300 þúsund pund, rúmlega 58 milljónir króna, á viku frá félagið sínu.
Hver leikmaður í ensku úrvalsdeildinni þénar því um 1,2 milljónir króna á hverjum degi, eða um 36,5 milljónir króna á mánuði. Regluleg mánaðarlaun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 436 þúsund krónur að meðaltali árið 2013. Það tekur því meðalmanninn á Íslandi um 84 mánuði að vinna sér inn mánaðarlaun meðalleikmanns í ensku úrvalsdeildinni.
Einn íslenskur leikmaður leikur í efstu deild í Englandi. Hann heitir Gylfi Sigurðsson og leikur með Swansea.
Danir borga best í Skandinavíu
Meðalaun leikmanna í þýsku Bundeslígunni eru um 5,4 milljónir króna á viku, eða um 281 milljónir króna á viku. Laun leikmanna þar eru lítið eitt hærri en meðallaun leikmanna í Serie A á Ítalíu (4,9 milljónir króna á viku) og í La Liga á Spáni (4,5 milljónir króna).
Í fimmta sætinu er síðan efsta deild í Frakklandi þar sem hið moldríka PSG-lið spilar sinn fótbolta. Rússneska deildin fylgir þar á eftir og hæstlaunaðasta knattspyrnudeild utan Evrópu, sú brasilíska, situr í sjöunda sætinu. Þar á eftir kemur síðan næstefsta deildin í Englandi, sem nefnist Championship-deildin.
Af skandinavísku deildunum borgar danska Superligan best, eða um 550 þúsund krónur á viku. Hin norska Tippeligaen er ekki langt undan en meðalvikulaun leikmanna í henni eru um 430 þúsund á viku. Lið í hinni sænsku Allsvenskan borga töluvert minna að meðaltali, eða um 324 þúsund krónur á viku.
Sú deild sem rekur lestina í samantekt Daily Mail, og situr í 34. sæti á listanum, er sú nígeríska. Þar fá leikmenn einungis um 25 þúsund krónur að meðaltali á viku. Samantektin náði ekki yfir hina íslensku Pepsí-deild.
Hægt er að sjá listann í heild sinn hér að neðan: