Sérfræðingar og nemar við CBS rannsaka kaupasýki Dana

Shopping-004020.jpg
Auglýsing

Talið er að um 300 þús­und Danir séu haldnir því sem kallað er kaupa­sýki (köbem­an­i). Nú ætla nemar og sér­fræð­ingar við Við­skipta­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn (CBS) að freista þess að kom­ast að hvað veldur þess­ari sýki, til­gang­ur­inn er að finna aðferðir til að lækna kaupa­sýk­ina.

Flestir hafa heyrt um eða þekkja jafn­vel ein­hvern sem að sögn er hald­inn kaupa­sýki. Erfitt er að skil­greina þetta fyr­ir­bæri með nákvæmum hætti, en það lýsir sér oft­ast þannig að sá eða sú kaupa­sjúka getur varla stigið fæti inn í verslun án þess að kaupa eitt­hvað. Þá iðu­lega hluti sem við­kom­andi hefur enga þörf fyrir og keypti bara án þess að hafa leitt hug­ann að því fyr­ir­fram að akkúrat þennan hlut (jakka, blóma­vasa o.s.frv. o.s.frv.) væri þörf á að eign­ast.

Iðu­lega endar það sem keypt er með þessum hætti inni í skáp, ónot­að, og endar loks í rusl­inu eða í ein­hvers konar end­ur­nýt­ingu. Þeir sem eru illa haldnir af sýk­inni missa algjör­lega stjórn­ina, eyða öllum sínum pen­ingum í inn­kaup­in, taka svo lán á lán ofan til að geta haldið áfram að kaupa og leggja á end­anum fjár­hag sinn og fjöl­skyld­unnar í rúst. Í mörgum löndum eru stofn­anir sem reyna að hjálpa fólki að takast á við kaupa­sýk­ina. Hér í Dan­mörku eru fleiri en ein slík, sú þekktasta er Dansk Mis­brugs Behand­ling (DMB) sem reyndar hefur margt fleira á sinni könnu svo sem með­ferð við áfeng­is­sýki og spilafíkn.

Auglýsing

Stór hópur sem fer ört stækk­andiÍ Dan­mörku hefur kaupa­sýkin verið tals­vert rann­sök­uð. Fyrir nokkrum árum birt­ust í skýrslu stofn­unar sem heitir Psyki­at­ri­fonden tölur um kaupa­sjúka Dani, shopa­holics eins og þeir eru nefnd­ir. Mörgum kom á óvart hve margir eru, sam­kvæmt skýrsl­unni haldnir kaupa­sýk­inni, 300 þús­und manns. Þessi tala er þó ekki mjög áreið­an­leg og ýmis­legt bendir til að hún sé of lág. Til­tölu­lega fleiri konur en karlar eru haldnar sýk­inni að því er fram kemur í skýrsl­unni.

Hvað veldur kaupa­sýk­inni?Á und­an­förnum árum hafa margir spurt þess­arar spurn­ingar en fátt verið um svör. Óánægja og lífs­leiði er iðu­lega nefnt til skýr­ing­ar, öfund­sýki og sam­an­burður við náung­ann (hann á fjöl­hraða bor­vél en ekki ég, Sigga í næsta húsi er barasta með nýja hanska á hverjum degi, hún er líka með nýtt borð­stofu­sett o.s.frv.). Sér­fræð­ingar DMB segja að þessar skýr­ingar geti vissu­lega stundum átt við en flestum til­vikum sé orsakanna þó að leita ann­ars stað­ar. En hvar? Það er stóra spurn­ing­in.

Rann­sóknir Við­skipta­há­skól­ansÍ fyrra gerðu sér­fræð­ingar og nemar við Við­skipta­há­skól­ann, CBS rann­sókn sem segja má að sé und­an­fari þeirrar rann­sóknar sem nú er að hefj­ast. Í þeirri rann­sókn (sem 100 konur tóku þátt í) fékk hver um sig afhenta til­tekna pen­inga­upp­hæð sem eyða mátti til kaupa á fatn­aði, skóm eða tösk­um. Kon­unum voru jafn­framt sýndar myndir af ýmsum frekar dýrum merkja­vör­um. Í ljós kom að af þessum hópi, sem val­inn var af handa­hófi voru um það bil 10 pró­sent sem flokka mætti kaupa­sjúk­ar. Þessi 10 pró­sent hættu ekki að kaupa þótt pen­ing­arnir sem þær fengu úthlutað væru bún­ir.

Rann­sóknin sem nú er að hefj­ast er með öðrum hætti. Hver þáttak­andi fær sér­stök gler­augu sem mæla augn­hreyf­ingar og með sér­stökum mæli­tækjum (komið fyrir á höfð­inu, undir húfu) verður hægt að mæla við­brögð heil­ans meðan versl­un­ar­ferðin stendur yfir. Eftir á verða svo tekin við­töl við þáttak­end­ur. Sér­fræð­ing­arnir von­ast til að kom­ast að því hvenær þær kaupa­sjúku lenda út af spor­inu, ef svo má segja, er það áður en þær fara inn í búð­ina eða þegar þær sjá hlut­inn eða hlut­ina sem þær verða að eign­ast. Nokkrar versl­anir í Kaup­manna­höfn taka þátt í þessu verk­efni, en ekki hefur verið látið uppi hvaða versl­anir það eru og ekki heldur nákvæm­lega hvenær rann­sóknin hefst. Sér­fræð­ing­arnir hjá CBS von­ast til að þessi rann­sókn leiði til þess að auð­veld­ara verði að hjálpa þeim sem glíma við kaupa­sýk­ina að sigr­ast á henni.

„Við gerum okkur grein fyrir því að slík lækn­ing hentar kannski ekki þeim sem standa í versl­ana­rekstri en hún er þeim mun gagn­legri fyrir þá sem haldnir eru sýk­inn­i,“ sagði einn sér­fræð­inga Við­skipta­há­skól­ans í blaða­við­tali fyrir nokkrum dög­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None