Sérfræðingar og nemar við CBS rannsaka kaupasýki Dana

Shopping-004020.jpg
Auglýsing

Talið er að um 300 þús­und Danir séu haldnir því sem kallað er kaupa­sýki (köbem­an­i). Nú ætla nemar og sér­fræð­ingar við Við­skipta­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn (CBS) að freista þess að kom­ast að hvað veldur þess­ari sýki, til­gang­ur­inn er að finna aðferðir til að lækna kaupa­sýk­ina.

Flestir hafa heyrt um eða þekkja jafn­vel ein­hvern sem að sögn er hald­inn kaupa­sýki. Erfitt er að skil­greina þetta fyr­ir­bæri með nákvæmum hætti, en það lýsir sér oft­ast þannig að sá eða sú kaupa­sjúka getur varla stigið fæti inn í verslun án þess að kaupa eitt­hvað. Þá iðu­lega hluti sem við­kom­andi hefur enga þörf fyrir og keypti bara án þess að hafa leitt hug­ann að því fyr­ir­fram að akkúrat þennan hlut (jakka, blóma­vasa o.s.frv. o.s.frv.) væri þörf á að eign­ast.

Iðu­lega endar það sem keypt er með þessum hætti inni í skáp, ónot­að, og endar loks í rusl­inu eða í ein­hvers konar end­ur­nýt­ingu. Þeir sem eru illa haldnir af sýk­inni missa algjör­lega stjórn­ina, eyða öllum sínum pen­ingum í inn­kaup­in, taka svo lán á lán ofan til að geta haldið áfram að kaupa og leggja á end­anum fjár­hag sinn og fjöl­skyld­unnar í rúst. Í mörgum löndum eru stofn­anir sem reyna að hjálpa fólki að takast á við kaupa­sýk­ina. Hér í Dan­mörku eru fleiri en ein slík, sú þekktasta er Dansk Mis­brugs Behand­ling (DMB) sem reyndar hefur margt fleira á sinni könnu svo sem með­ferð við áfeng­is­sýki og spilafíkn.

Auglýsing

Stór hópur sem fer ört stækk­andiÍ Dan­mörku hefur kaupa­sýkin verið tals­vert rann­sök­uð. Fyrir nokkrum árum birt­ust í skýrslu stofn­unar sem heitir Psyki­at­ri­fonden tölur um kaupa­sjúka Dani, shopa­holics eins og þeir eru nefnd­ir. Mörgum kom á óvart hve margir eru, sam­kvæmt skýrsl­unni haldnir kaupa­sýk­inni, 300 þús­und manns. Þessi tala er þó ekki mjög áreið­an­leg og ýmis­legt bendir til að hún sé of lág. Til­tölu­lega fleiri konur en karlar eru haldnar sýk­inni að því er fram kemur í skýrsl­unni.

Hvað veldur kaupa­sýk­inni?Á und­an­förnum árum hafa margir spurt þess­arar spurn­ingar en fátt verið um svör. Óánægja og lífs­leiði er iðu­lega nefnt til skýr­ing­ar, öfund­sýki og sam­an­burður við náung­ann (hann á fjöl­hraða bor­vél en ekki ég, Sigga í næsta húsi er barasta með nýja hanska á hverjum degi, hún er líka með nýtt borð­stofu­sett o.s.frv.). Sér­fræð­ingar DMB segja að þessar skýr­ingar geti vissu­lega stundum átt við en flestum til­vikum sé orsakanna þó að leita ann­ars stað­ar. En hvar? Það er stóra spurn­ing­in.

Rann­sóknir Við­skipta­há­skól­ansÍ fyrra gerðu sér­fræð­ingar og nemar við Við­skipta­há­skól­ann, CBS rann­sókn sem segja má að sé und­an­fari þeirrar rann­sóknar sem nú er að hefj­ast. Í þeirri rann­sókn (sem 100 konur tóku þátt í) fékk hver um sig afhenta til­tekna pen­inga­upp­hæð sem eyða mátti til kaupa á fatn­aði, skóm eða tösk­um. Kon­unum voru jafn­framt sýndar myndir af ýmsum frekar dýrum merkja­vör­um. Í ljós kom að af þessum hópi, sem val­inn var af handa­hófi voru um það bil 10 pró­sent sem flokka mætti kaupa­sjúk­ar. Þessi 10 pró­sent hættu ekki að kaupa þótt pen­ing­arnir sem þær fengu úthlutað væru bún­ir.

Rann­sóknin sem nú er að hefj­ast er með öðrum hætti. Hver þáttak­andi fær sér­stök gler­augu sem mæla augn­hreyf­ingar og með sér­stökum mæli­tækjum (komið fyrir á höfð­inu, undir húfu) verður hægt að mæla við­brögð heil­ans meðan versl­un­ar­ferðin stendur yfir. Eftir á verða svo tekin við­töl við þáttak­end­ur. Sér­fræð­ing­arnir von­ast til að kom­ast að því hvenær þær kaupa­sjúku lenda út af spor­inu, ef svo má segja, er það áður en þær fara inn í búð­ina eða þegar þær sjá hlut­inn eða hlut­ina sem þær verða að eign­ast. Nokkrar versl­anir í Kaup­manna­höfn taka þátt í þessu verk­efni, en ekki hefur verið látið uppi hvaða versl­anir það eru og ekki heldur nákvæm­lega hvenær rann­sóknin hefst. Sér­fræð­ing­arnir hjá CBS von­ast til að þessi rann­sókn leiði til þess að auð­veld­ara verði að hjálpa þeim sem glíma við kaupa­sýk­ina að sigr­ast á henni.

„Við gerum okkur grein fyrir því að slík lækn­ing hentar kannski ekki þeim sem standa í versl­ana­rekstri en hún er þeim mun gagn­legri fyrir þá sem haldnir eru sýk­inn­i,“ sagði einn sér­fræð­inga Við­skipta­há­skól­ans í blaða­við­tali fyrir nokkrum dög­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None