Lánið þitt: Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum

14932775807-7d53d2dfb1-z.jpg
Auglýsing

Það eru fá umræðuefni á Íslandi eldfimari en verðtryggingin. Stjórnmálaflokkar hafa haft það að stefnu sinni að afnema hana, með misheppnuðum árangri til þessa, og það er mat margra að verðtrygging sé ein helsta rót efnahagsvanda þjóðarinnar. Hér verður ekki tekin afstaða til þessara deilumála, heldur spurt hvaða lánaform hentar lántakendum við íbúðakaup – Eitt form hentar ekki öllum. Verðtryggt eða óverðtryggt, það er spurningin.   

Þessi grein er hluti af greinarflokki um þau atriði sem varða húsnæðislánatöku og önnur lán á Íslandi. Áður hefur verið fjallað um vaxtakjör lánanna og mismunandi lánaform.

Auglýsing

Óverðtryggð lán

Hægt er að velja um tvenns konar lánaform, hvort sem valið er að taka verðtryggt lán eða óverðtryggt. Lán eru greidd ýmist með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum.


Með jöfnum afborgunum á óverðtryggðu láni er sama upphæð greidd af höfuðstól lánsins í hverjum mánuði. Vextir eru greiddir af eftirstöðvum. Vaxtagreiðslur eru því háar í upphafi þegar höfuðstóll er hár, og þar með er heildargreiðsla á mánuði há, en lækkar ört eftir því sem höfuðstóllinn lækkar.


Með jafngreiðslum af óverðtryggðu láni er heildargreiðslan á mánuði alltaf sú sama. Í upphafi fer stærstur hluti upphæðarinnar í að greiða vexti en það snýst við þegar líður á lánstímann, og meira er greitt af höfuðstólnum.

Verðtryggð lán

Íbúðalán íslenskra heimila eru í miklum meirihluta verðtryggð. Það þýðir að lánin hækka ef verðbólgan hækkar. Þetta vita Íslendingar ágætlega.


Ef verðtryggða lánið er með jöfnum afborgunum þá eru greiddir raunvextir og afborganir af höfuðstól. Munurinn á verðtryggðu og óverðtryggðu láni með jöfnum afborgunum er sá að höfuðstóll verðtryggða lánsins hækkar í takt við verðbólguna. Afborgunin er því ekki alltaf sú sama, hún fer hækkandi með verðbólgunni. Þetta leiðir til þess að greiðslubyrðin er lág í upphafi.


Flest húsnæðislán íslenskra heimila eru verðtryggð jafngreiðslulán. Ef verðbólgan væri engin þá væri sama heildarupphæð greidd á mánuði. En árlega er höfuðstóll lánsins endurreiknaður með tilliti til verðbólgunnar – og upphæð sem nemur verðbólgu bætt við lánið.

Hverju munar þá?

Lántaki óverðtryggðs láns veit hvað hann borgar af láninu. Lántaki verðtryggðs láns veit það hins vegar ekki, því hann veit ekki nákvæmlega hvernig verðbólgan mun hafa áhrif á lán hans til hækkunar – og þar með til hækkunar á afborgun og heildargreiðslu.


Sé fólk í stakk búið til að borga háar greiðslur af láninu í upphafi, þá getur lán með jöfnum afborgunum verið hentugri kostur. Þannig er höfuðstóllinn greiddur hraðar niður, greiðslubyrði er mikil fyrst en fer lækkandi. Sé lánið óverðtryggt þá borgast höfuðstóll lánsins hratt niður, og eignamyndunin er því hröð.


Sögulega þá hafa raunvaxtakjör á verðtryggðum lánum verið hagstæðari en á óverðtyggðum lánum. Eignamyndun í húsnæði hefur aftur á móti verið hægari með verðtryggðum jafngreiðslulánum, þar sem svo hátt hlutfall greiðslunnar fer í vexti í upphafi og verðtryggingin bætist við lánið umfram greiðslur í fyrstu. Verðtryggt jafngreiðslulán getur hentað þeim sem ekki ráða við eins háar endurgreiðslur í upphafi og í tilfelli óverðtryggðra lána með jöfnum afborgunum. Þá getur það einnig verið hentað að taka verðtryggt jafngreiðslulán, t.d. af þeirri ástæðu að vaxtakjör eru hagstæðari, en greiða inn á lánið eins og um óverðtryggt lán sé að ræða. Með því móti lækkar höfuðstóllinn strax í upphafi, rétt eins ef um væri að ræða óverðtryggt lán með jöfnum afborgunum.


Umfjöllun Kjarnans og Stofnunar um fjármálalæsi byggir helst á skýrslu frá 2010 um verðtryggingu skuldbindinga, unnin af Má Wolfgang Mixa að beiðni VR, fyrir milligöngu Stofnunar um fjármálalæsi. Skýrsluna má lesa hér.


ferd-til-fjar_bordi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None