Franska dagblaðið Le Figaro segir að á meðal þeirra tólf sem staðfest er að séu látnir í árásinni á skrifstofur skopmyndablaðsins Charlie Hebdo sé þrír af þekktustu teiknurum blaðsins Jean „Cabu“ Cabut, Stéphane „Charb“ Charbonnier og Georges Wolinski. Spurt hafi verið sérstaklega eftir þessum þremur mönnum ,sem hafa teiknað mikið af myndum sem tengjast Islam og spámanninum Múhammeð, undanfarin ár. Því sé það ekki tilviljunarkennt hverjir hafi látið lífið heldur hafi byssumennirnir tveir sérstaklega ætlað sér að myrða valda teiknara. Þetta segja franskir fjölmiðlar að sé bein aðför að tjáningarfrelsinu.
RT @Adelina_CdC: #CharlieHabdo victims via @BFMTV: Cabu, Wolinski, Charb, Tignous http://t.co/ZRWSJYzomL pic.twitter.com/Nz9NMIMSQA"
— Amichai Stein (@AmichaiStein1) January 7, 2015
Sjáðu myndband af sjúkraflutningafólki koma á vettvang:
https://www.youtube.com/watch?v=1bJnoB2I4ls#t=22