Leita gulls án leyfis í Þormóðsdal

Iceland Resources hóf rannsóknarboranir til gullleitar í Þormóðsdal í sumar þrátt fyrir að Mosfellsbær hefði ekki gefið út leyfi til framkvæmdanna. Fyrirtækið boraði í „góðri trú“ um að það væri sameiginlegur skilningur að ekkert slíkt leyfi þyrfti.

Á myndinni sjást gámar í Þormóðsdal sem Mosfellsbær hefur spurt landeigandann, Landbúnaðarháskóla Íslands, út í. Skólinn kannast ekki við gámana.
Á myndinni sjást gámar í Þormóðsdal sem Mosfellsbær hefur spurt landeigandann, Landbúnaðarháskóla Íslands, út í. Skólinn kannast ekki við gámana.
Auglýsing

Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæjar gerir „al­var­legar athuga­semdir við fram­göngu og rök­semd­ar­færslu“ fyr­ir­tæk­is­ins Iceland Reso­urces ehf. í sam­skiptum sínum við sveit­ar­fé­lag­ið. Fyr­ir­tækið hefur hafið rann­sókn­ar­bor­anir í þeim til­gangi að leita að gulli í Þor­móðs­dal án þess að fram­kvæmda­leyfi hafi verið útgefið af sveit­ar­fé­lag­inu. Aðilar hafa deilt allan ágúst­mánuð um mál­ið. Mos­fells­bær hefur ítrekað óskað eftir frek­ari gögnum til að taka afstöðu til þess hvort að gefið verði út fram­kvæmda­leyfi en fyr­ir­tækið hefur sagt að slíks leyfis sé ekki þörf yfir höf­uð. Fyrir liggi rann­sókn­ar­leyfi frá Orku­stofnun sem og starfs­leyfi frá Heil­brigð­is­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is.

En þetta er ekki nóg segir bær­inn og bendir á að sam­kvæmt reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi sé það hlut­verk leyf­is­veit­anda að meta hvort þörf sé á slíku leyfi eða ekki, þ.e. hvort fram­kvæmd sé meiri­háttar eða óveru­leg.

Auglýsing

Skipu­lags­nefnd, sem fjall­aði um málið á fundi sínum fyrir helgi, þar sem sam­skipti bæj­ar­ins við fyr­ir­tækið voru lögð fram, metur að upp­lýs­ingar þær sem fram komu í bréfi Iceland Reso­urces ehf. til Heil­brigð­is­nefndar Kjós­ar­svæðis í byrjun júní séu ekki þess eðlis að hægt sé að meta áhrif fram­kvæmda á umhverf­ið. Því hafi verið óskað eftir frek­ari gögn­um.

„Í sam­ræmi við yfir­lits­mynd, sem barst 13.08.2021, er ljóst að um mik­inn fjölda bor­hola er að ræða og ekki hefur því verið lýst hvernig farið verður með tæki á milli staða svo ekki verði sjá­an­legt rask á landi þar sem aðgengi er ekki til stað­ar.“

Skipu­lags­nefndin áréttar svo að hvorki sam­kvæmt aðal­skipu­lagi Mos­fells­bæjar né öðrum sam­þykktum áætl­unum séu áform um fram­kvæmdir á svæð­inu, „hvort sem um er að ræða bygg­ing­ar, vega­gerð eða námu­vinnslu af neinu tag­i“.

Gerir nefndin þá kröfu til Iceland Reso­urces ehf. að sam­an­tekt á upp­lýs­ingum og gögnum sem lýsa verk­inu frekar ber­ist henni sem erindi til umfjöll­un­ar.

Sam­skiptin rakin

„Til­kynn­ing um rann­sókn­ar­bor­anir í Þor­móðs­dal“ var yfir­skrift bréfs sem Þór­dís Björk Sig­ur­björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Iceland Reso­urces, sendi heil­brigð­is­nefnd Kjós­ar­svæðis 10. júní. Í því er nefnd­inni til­kynnt um „fyr­ir­hug­aðar rann­sókn­ar­bor­an­ir“ á svæð­inu og sagt að þær séu í sam­ræmi við rann­sókn­ar­leyfi Orku­stofn­un­ar.

Það rann­sókn­ar­leyfi var útgefið á fyr­ir­tækið Melmi ehf. árið 2004 því þetta er ekki í fyrsta sinn sem áhugi vaknar á gull­leit í Þor­móðs­dal. Hann má reyndar rekja allt til árs­ins 1905 er til­rauna­bor­anir í sama til­gangi voru þar gerð­ar. Leyfið sem Melmi fékk var gefið út til leitar og rann­sókna á málmum og síðar fram­lengt af til árs­ins 2023. Þetta rann­sókn­ar­leyfi hefur fyr­ir­tækið Iceland Reso­urces nú yfir­tekið.

Þór­dís fór í bréfi sínu stutt­lega yfir hina áform­uðu fram­kvæmd og skrif­aði að rann­sókn­irnar myndu „engin áhrif“ hafa á umhverfið eða breyta ásýnd svæð­is­ins sem krefð­ist aðkomu Skipu­lags­stofn­un­ar. Þá sagði að fram­kvæmd­irnar myndu hefj­ast 15. júlí. „Þetta til­kynn­ist hér með,“ skrif­aði Þór­dís og sagð­ist veita nán­ari upp­lýs­ing­ar, væri þess ósk­að.

Þormóðsdalur er skammt frá Hafravatni. Mynd. GoogleMaps

Þann 9. ágúst óskaði Mos­fells­bær eftir „full­nægj­andi gögnum um fyr­ir­hug­aðar rann­sókn­ar­bor­an­ir“. Þar kom fram að bænum þætti „þónokkrum spurn­ing­um“ ósvarað til að hægt væri að skera úr um hvort að fram­kvæmdin þarfn­að­ist fram­kvæmda­leyf­is.

Í svar­bréfi fyr­ir­tæk­is­ins nokkrum dögum síðar fylgdi m.a. fyrr­nefnt bréf til heil­brigð­is­nefndar Kjós­ar­svæð­is, sem einnig hafði degi síðar verið sent Mos­fells­bæ. „Að mati félags­ins voru umræddar vís­inda­rann­sóknir ekki leyf­is­skyld­ar,“ stóð þar m.a. og að haft hefði verið sam­ráð við land­eig­endur um umgengni. Þó hafi þótt rétt að „upp­lýsa við­kom­andi sveit­ar­fé­lag, Mos­fells­bæ“ um hinar fyr­ir­hug­uðu rann­sókn­ir.

Þann 4. ágúst gaf Heil­brigð­is­eft­ir­lit Kjós­ar­svæðis út tíma­bundið starfs­leyfi til gull­leitar með „léttum belta­bor“ í Þor­móðs­dal. En ekk­ert fram­kvæmda­leyfi var þó í höfn og er ekki enn.

Kröfð­ust þess að fram­kvæmdir yrðu stöðv­aðar

Full­trúar bæj­ar­yf­ir­valda áttu fund með full­trúum fyr­ir­tæk­is­ins 19. ágúst og ítrek­uðu að vegna þess að form­legt erindi, þar sem áformum fyr­ir­tæk­is­ins væri lýst með ítar­legrum hætti, hefði aldrei borist umsókn um fram­kvæmda­leyfi. Þau gögn sem lögð hefðu verið fram væru ekki full­nægj­andi til að sveit­ar­fé­lagið gæti tekið afstöðu.

Á þessum sama fundi kom jafn­framt fram að fyr­ir­tækið hefði þegar hafið fram­kvæmdir og að bær­inn gerði „veru­legar athuga­semdir við slíkt“, líkt og rakið er í ítar­legu bréfi Jóhönnu B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóra umhverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar, til Iceland Reso­urces sama dag og fund­ur­inn var hald­inn. Á fund­inum var svo gerð sú krafa að allar fram­kvæmdir yrðu stöðv­aðar taf­ar­laust.

Í bréfi frá lög­manni Iceland Reso­urces ehf. þann 26. ágúst til bæj­ar­stjóra segir að fyr­ir­tækið hafi verið í „góðri trú“ um að rann­sókn­irnar væru ekki fram­kvæmda­leyf­is­skyldar og var í því sam­bandi m.a. vísað til sím­tals við skipu­lags­full­trúa 24. júní „þar sem tekið var fram, án athuga­semda, að félagið liti svo á“ að slíkt leyfi þyrfti ekki fyrir rann­sókn­un­um. Þá var á það bent að rann­sókn­irnar væru í sam­ræmi við rann­sókn­ar­leyfi Orku­stofn­un­ar.

Auglýsing

Fleira átti svo eftir að ger­ast áður en ágúst­mán­uður var úti. Þann 30. ágúst sendi Árni Jón Sig­fús­son, bygg­inga­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, Theo­dóru Ragn­ars­dótt­ur, rekstr­ar­stjóra Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands tölvu­póst, en háskól­inn er eig­andi jarð­ar­innar Þor­móðs­dals.

„Sæl Theo­dóra,

eins og fram kom í sím­tali okkar fyrr í dag óskar emb­ætti bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæjar eftir upp­lýs­ingum um gáma sem komið hefur verið fyrir í Þor­móðs­dal, land­eign­ar­númer L123813, á svæði sem merkt er með rauðum hring á loft­mynd hér að neð­an. Gott væri að fá upp­lýs­ingar um á hvers vegum gám­arnir eru og hvort þeim hefur verið komið fyrir með vit­und og sam­þykki land­eig­anda og í hvaða til­gangi.

Bent skal á grein 2.6.1 í bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 sem fjallar um stöðu­leyfi. Þar er m.a. kveðið á um að sækja þurfi um stöðu­leyfi ef gámar standa lengur en tvo mán­uði utan þeirra svæða sem sér­stak­lega eru skipu­lögð og ætluð til geymslu slíkra lausa­fjár­muna.

Með kveðju,

Árni Jón Sig­fús­son

Bygg­inga­full­trú­i.“

Theo­dóra svarar sam­dæg­urs:

„Sæll Árni

Við vitum ekki á hvers vegum þessir gámar eru og höfum ekki fengið neinar beiðnir um heim­ild fyrir þeim.

Bestu kveðj­ur,

Theo­dóra“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent