Langar að þjóðnýta kirkjuna og leggja hana síðan niður

Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að hana langi að þjóðnýta kikjuna og „leggja allt niður sem tengist henni“. Hún telur jafnframt að skrif og ummæli séra Davíðs Þórs Jónssonar séu ekki eðlileg.

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík.
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík.
Auglýsing

Líf Magneu­dóttir borg­ar­full­trúi Vinstri grænna segir að hana langi „smá að þjóð­nýta kirkj­una og síðan leggja allt niður sem teng­ist henn­i“. Þetta skrif­aði hún á Twitter í gær­kvöldi.

Hún er spurð í fram­hald­inu hvað hún meini og svarar hún að hún hafi haft þessa skoðun all­lengi.

Twitter-færsla Lífar en hún hefur nú eytt henni. Mynd: Skjáskot/Twitter

Upp­fært kl. 9:55: Líf birti nýja Twitt­er-­færslu eftir að fréttin birt­ist þar sem hún seg­ir: „Eyddi tísti sem var mjög illa tíma­sett ... biðst afsök­unar á því.“

Auglýsing

Stöðu­upp­færsla séra Dav­íðs Þórs Jóns­sonar um Vinstri græn og fyr­ir­hug­aðar brott­vís­anir tæp­lega 300 umsækj­enda um alþjóð­lega vernd hefur gengið manna á milli í vik­unni og ratað í fjöl­miðla.

Þar segir hann meðal ann­ars: „Það er sér­­stakur staður í hel­víti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og veg­­tyll­­ur.“

Hann kallar rík­­is­­stjórn­­ina „fas­ista­­stjórn VG“ í færsl­unni. Hann segir jafn­­framt að hún hafi ákveðið að „míga á“ barna­sátt­­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna og logið að hún hafi „lög­­fest“ sátt­­mál­ann á Íslandi.

„Ég þekki svona ofbeld­is­menn“

Fjöl­miðlar rifj­uðu upp í kjöl­farið að hann og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna hefðu búið saman fyrir mörgum árum en í sam­tali við mbl.is í gær sagði hann að „um­ræðan ætti að snú­­ast um það hvernig við sem sam­­fé­lag kom­um fram við okk­ar minnstu bræður og syst­­ur“.

„Ef að ein­hverj­um finnst að sú umræða eigi að snú­­ast um það hvernig til­­f­inn­inga­­lífi mínu var háttað fyr­ir 20 árum ... jah þá vit­um við hversu stór sál­in í því fólki er,“ sagði Davíð og bætti við: „Þar fyr­ir utan þá bjó ég aldrei með for­­sæt­is­ráð­herra Íslands, það var allt önn­ur mann­eskja.“

Líf skrif­aði á Face­book í gær­kvöldi að hún væri mjög „trig­geruð“ af skrifum og orðum Dav­íðs Þórs. „Ég þekki svona ofbeld­is­menn, hef elskað þá og búið með þeim og skilið við þá. Megi þeir finna frið í sál­inn­i.“

Hún var spurð hvort Davíð Þór væri ofbeld­is­maður og hún svar­aði: „Veit ekki með hann ... en þetta er óeðli­leg­t.“ Hún hefur nú eytt stöðu­upp­færsl­unni á Face­book.

„Allt í einu er málið farið að snú­ast um hana og hennar til­finn­ing­ar“

Davíð Þór tjáði sig um skrif Lífar í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í morg­un. Þar var hann spurður hvort hann væri ofbeld­is­mað­ur. Hann svar­aði og sagði að honum þætti mjög leið­in­legt ef hann hefði með gagn­rýni sinni sært til­finn­ingar Lífar Magneu­dótt­ur. „Ennþá leið­in­legra finnst mér að hún skuli líta – ef það er það sem hún er að reyna að segja – á mig sem ofbeld­is­mann. Leið­in­leg­ast af öllu finnst mér þó að það fyrsta sem heyr­ist frá henni sem einum af leið­togum Vinstri grænna um þá ákvörðun flokks­systk­ina hennar að senda, eða gera ekk­ert til að koma í veg fyrir það, sem þó væri þeim í lófa lag­ið, hátt í 300 manns út í aðstæður sem ekki eru nokk­urri mann­eskju bjóð­andi.

Það fyrsta sem heyr­ist í henni um það mál er það hvað rausið í ein­hverjum reiðum karli úti í bæ særir hennar per­sónu­legu til­finn­ing­ar. Allt í einu er málið farið að snú­ast um hana og hennar til­finn­ingar og hún er orðin fórn­ar­lambið í sínum eigin haus en ekki tæp­lega 300 mann­eskjur sem flokks­systk­ini hennar eru með í hönd­unum hvað varðar líf og limi þeirra – og fram­tíð og fram­tíð­ar­horf­ur.“

Hann baðst á Rás 2 í morgun afsök­unar á orðum sínum sem hann lét falla við blaða­mann mbl.­is. Hann sagði jafn­framt á Face­book í gær­kvöldi að hann iðr­að­ist þeirra orða að hann hefði ekki búið með for­sæt­is­ráð­herr­an­um. „Ég iðr­ast þess­ara orða og tek þau hér með aft­ur. Umræðan á ekki að snú­ast um per­són­ur, en ég lét blaða­mann­inn slá mig út af lag­inu og niður á það plan,“ skrif­aði hann.

Mig langar að biðj­ast afsök­unar á orðum sem höfð eru eftir mér á mbl.­is. Blaða­maður hringdi í mig þar sem ég var önn­um...

Posted by Davíð Þór Jóns­son on Thurs­day, May 26, 2022

Prestar megi ekki meiða með orðum

Málið hefur undið hratt upp á sig en Agnes M. Sig­­urð­­ar­dóttir biskup Íslands veitti Davíð Þór for­m­­legt til­­­tal vegna ummæl­anna um VG í vik­unni.

Í yfir­­lýs­ingu frá Agn­­esi segir að skrif Dav­­íðs Þórs hafi verið harka­­leg og ósmekk­­leg. Agnes sjálf hefur gagn­rýnt áform yfir­­­valda um fyr­ir­hug­aðar fjölda­brott­vís­­anir hæl­­is­­leit­enda sem fest hafa rætur hér á landi en hún segir að prestar verði að haga mál­­flutn­ingi sínum mál­efna­­lega og meiða ekki með orð­­um.

Í yfir­­lýs­ingu Agn­­esar segir að mál­inu telj­ist nú lokið af hálfu bisk­­ups. „Eftir stendur sem meira máli skiptir ákall bisk­­ups Íslands um mannúð og mildi þegar kemur að mál­efnum hæl­­is­­leit­enda.“

Þing­flokks­for­maður VG segir skrif Dav­íðs Þórs ala á hat­urs­orð­ræðu

Líf er ekki sú eina innan Vinstri grænna sem hefur tjáð sig um málið opin­ber­lega. Orri Páll Jóhanns­­son þing­­maður og þing­­flokks­­for­­maður VG for­­dæmdi skrif prests­ins um VG eftir að fjöl­miðlar fjöll­uðu um þau.

„Með þessum ummælum er verið að ala á hat­­ur­s­orð­ræðu í sam­­fé­lag­inu sem er eitt stærsta mein okkar sam­­tíma. Það er grafal­var­­legt að þjóð­­kirkjan taki þátt í slík­­u,“ sagði hann í sam­tali við Frétta­­blaðið í vik­unni.

Anna Lísa Björns­dóttir fram­­kvæmda­­stjóri þing­­flokks VG sagði í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book í fyrra­dag að „af­­mennskun í orð­ræðu“ væri hat­­ur­s­orð­ræða.

„Það er mjög mik­il­vægt í opin­berri umræðu að við gerum okkur grein fyrir krafti sem fylgir orðum sem skil­­greina aðrar mann­eskjur sem fas­ista, mein­­dýr, sníkju­­dýr, sjúk­­dóma, óþverra, upp­­vakn­inga eða djöfla,“ skrifar hún meðal ann­ars og bætir því við að hat­­ur­s­orð­ræða gagn­vart stjórn­­­málum og ein­­stökum stjórn­­­mála­­mönnum hafi raun­veru­­legar afleið­ing­­ar.

Afmennskun í orð­ræðu er hat­urs­orð­ræða. Í upp­hafi var orð­ið“ – upp­hafs­orð Jóhann­es­ar­guð­spjalls segja það sem segja þarf,...

Posted by Anna Lísa Björns­dóttir on Wed­nes­day, May 25, 2022

Vara­for­maður VG ekki ánægður með dóms­mála­ráð­herrr­ann

Svo virð­ist vera sem ekki sé ein­ing innan rík­is­stjórn­ar­innar vegna brott­vís­ana umsækj­end­anna um alþjóð­lega vernd.

Guð­­­mundur Ingi Guð­brands­­­son félags- og vinn­u­­­mark­aðs­ráð­herra og vara­­for­­maður VG sagði í við­tali á RÚV í vik­unni það rangt að sam­­­staða ríkti innan rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar um það að vísa flótta­­­mönn­unum úr landi, líkt og Jón Gunn­­­ar­s­­­son dóms­­­mála­ráð­herra hefur haldið fram. Hann sagð­ist hafa gert „al­var­­­legar athuga­­­semd­ir“ við þá veg­­­ferð sem Jón væri á og að hann væri ekki ánægður með það hvernig Jón hefði haldið á mál­inu. „Nei, ég get ekki sagt að ég sé það. Ég held að það sé alveg ljóst af mínum orð­u­m.“

Lands­­stjórn Ungra vinstri grænna for­­dæmdi í kjöl­farið þá ákvörðun íslenskra stjórn­­­valda að hefja á ný end­­ur­­send­ingar á fólki til Grikk­lands.

„Stefna VG í mála­­flokknum er skýr og nú ríður á að hafa hug­rekki til að standa með okkar sann­­fær­ingu þó svo sam­­starfs­­flokk­­arnir og þeirra ráð­herrar séu ef til vill á öðru máli. Rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfið má aldrei verða mik­il­væg­­ara en mann­úð.

Það fólk sem nú á að flytja úr landi hefur verið hér í langan tíma og myndað náin tengsl við land og þjóð og gefið af sér til sam­­fé­lags­ins. Þessi ákvörðun er póli­­tísk og keyrð áfram af rík­­is­­stjórn Íslands,“ segir í yfir­­lýs­ing­u frá Ungum vinstri græn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent