Leiðarahöfundur Fréttablaðsins leggur til að Viðreisn renni inn í Samfylkinguna

Kolbrún Bergþórsdóttir segir helstu stefnumál Viðreisnar vera stefnumál Samfylkingarinnar. Eigandi Fréttablaðsins er á meðal þeirra sem komu að stofnun Viðreisnar fyrir nokkrum árum og hefur lagt flokknum til umtalsverða fjármuni í gegnum tíðina.

Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Auglýsing

„Kannski ætti Við­reisn að sýna djörf­ung og dug, ganga hug­hraust alla leið og sam­ein­ast Sam­fylk­ing­unni. Við­reisn kæmi inn í Sam­fylk­ing­una með nokkurn veg­inn sömu áherslur og þar eru fyr­ir, en við­bótin væri vottur af nettri og ljúfri hægri­stefnu, sem þarf líka að finn­ast í stórum jafn­að­ar­manna­flokki. Verri sam­ein­ingar en þessi hafa vissu­lega átt sér stað í íslenskum stjórn­mál­u­m.“

Þetta skrifar Kol­brún Berg­þórs­dóttir í leið­ara sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag. Við­reisn var form­lega stofn­aður sem flokkur fyrir sex árum, en til­urð flokks­ins spratt upp úr óánægju með slit á aðild­­ar­við­ræðum við Evr­­ópu­­sam­­bandið í febr­­úar 2014. Þá klauf hópur alþjóða­sinn­aðra sjálf­­stæð­is­­manna sig frá flokknum og fór að und­ir­­búa nýtt stjórn­­­mála­afl. Hluti hóps­ins hóf að hitt­­ast reglu­­lega til að ræða mög­u­­leik­ann á nýju fram­­boði og annar hópur stofn­aði lok­aða grúppu á Face­book undir nafn­inu „Nýi Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn“. 

Á meðal þeirra voru fjár­sterkir áhrifa­­menn úr íslensku atvinn­u­­lífi og víðar sem hafði fylgt Sjálf­­stæð­is­­flokknum að málum allt sitt líf. Þessi hópur studdi mynd­ar­lega við stofnun Við­reisnar með fjár­fram­lögum

Til þess hóps töld­ust til að mynda Helgi Magn­ús­­son og Sig­­urður Arn­gríms­­son. 

Helgi leiddi kaup á útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins, Torgi, sum­arið 2019 og er í dag eig­andi að nán­ast öllu hlutafé í því. Hann er stjórn­ar­for­maður útgáfu­fé­lags­ins. Á meðal ann­arra hlut­hafa frá upp­hafi er Sig­urð­ur. 

Hóp­ur­inn hefur sett um 1,5 millj­arð króna í kaup­verð og hluta­fjár­aukn­ingar i Torgi frá því að hann tók við rekstr­inum en Torg hefur tapað um millj­arði króna á þremur árum.

Segir hlut­verk Við­reisnar í stjórn­málum óljóst

Til­efni leið­ara­skrifa Kol­brúnar í dag er sú ákvörðun Við­reisnar að ganga í banda­lag með Sam­fylk­ingu og Pírötum við myndum meiri­hluta í Reykja­vík­ur­borg. Við­reisn fékk 5,2 pró­sent atkvæða í nýliðnum borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og einn borg­ar­full­trúa kjör­inn. Flokk­ur­inn tap­aði fylgi milli kosn­inga og missti einn borg­ar­full­trúa. Ein­ungis tveir flokkar sem náðu kjöri í borg­ar­stjórn fengu færri atkvæði en Við­reisn: Flokkur fólks­ins og Vinstri græn. Sam­fylk­ingin tap­aði líka fylgi í borg­inni, fékk 20,3 pró­sent atkvæða og fimm borg­ar­full­trúa, eða tveimur færri en hún hafði áður. Banda­lag flokk­anna tveggja og Pírata er sem stendur í við­ræðum um myndun meiri­hluta við Fram­sókn­ar­flokk­inn. Sá meiri­hluti yrði sterk­ur, með 13 borg­ar­full­trúa á móti tíu.

Auglýsing
Hún segir þá ákvörðun hafa gert það að verkum að nú sé Við­reisn föst þar sem hún kunni best við sig, í námunda við Sam­fylk­ing­una. „​​Það er ekki skrýtið því eng­inn sér­stakur munur er á þessum flokk­um. Holl­usta Við­reisnar í garð Dags B. Egg­erts­sonar minnir meira að segja á aðdáun Sam­fylk­ing­ar­fólks á borg­ar­stjór­an­um. Dagur hefur vissu­lega margt sér til ágæt­is. Hann var far­sæll borg­ar­stjóri og verður von­andi í allra nán­ustu fram­tíð for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Eng­inn yrði betri í því hlut­verki. Ætli Sam­fylk­ingin sér stóra hluti í fram­tíð­inni þarf hún mann eins og Dag til for­ystu. Sjálf­skip­aðar von­ar­stjörnur innan þing­flokks Sam­fylk­ingar verða að kyngja þeirri stað­reynd. Sam­fylk­ingin gæti átt bjarta tíma fram undan haldi hún rétt á spil­un­um.“ 

Hlut­verk Við­reisnar í íslenskum stjórn­málum sé hins vegar orðið óljóst. „Helstu stefnu­mál þessa litla flokks eru stefnu­mál Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sam­an­ber Evr­ópu­mál og sjáv­ar­út­vegs­mál. Það er því ekki skrýtið að Við­reisn skuli nú leita í faðm Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Kannski ætti Við­reisn að sýna djörf­ung og dug, ganga hug­hraust alla leið og sam­ein­ast Sam­fylk­ing­unni. Við­reisn kæmi inn í Sam­fylk­ing­una með nokkurn veg­inn sömu áherslur og þar eru fyr­ir, en við­bótin væri vottur af nettri og ljúfri hægri­stefnu, sem þarf líka að finn­ast í stórum jafn­að­ar­manna­flokki. Verri sam­ein­ingar en þessi hafa vissu­lega átt sér stað í íslenskum stjórn­mál­u­m.“

Sam­kvæmt síð­ustu birtu könnun Gallup um fylgi flokka á lands­vísu styðja 13,7 pró­sent lands­manna Sam­fylk­ing­una en 9,6 pró­sent myndu kjósa Við­reisn ef kosið yrði nú. 

Gagn­rýndi fram­setn­ingu eig­ins blaðs

Kol­brún skrif­aði einnig leið­ara 13. maí síð­ast­lið­inn, sem vakti líka mikla athygli. Þar gagn­rýndi hún skoð­ana­könnun sem Frétta­blaðið hafði sjálft látið fram­kvæma, og birt á for­síðu sinni. Í leið­ar­anum stóð:  „Skoð­ana­kann­­anir eru ekki kosn­­inga­úr­­slit. Það var því nokkuð skondið að sjá hvernig fjöl­miðlar slengdu því fram sem stór­frétt og leit­uðu til álits­gjafa þegar Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn fékk 16 pró­­sent í einni könnun – könnun sem flest bendir til að hafi verið lítið mark­tæk.“

Frétta­blaðið fylgdi könn­un­inni eftir dag­inn eftir birt­ingu hennar með við­tali við tvo stjórn­mála­fræð­inga þar sem þeir voru fengnir til að túlka nið­ur­stöður henn­ar.

Sig­mundur Ernir Rún­ars­son, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, sagði í sam­tali við mbl.is um málið að skoð­anir Kol­brún­­ar væru stund­um vera skrýtn­­ar, en að þær ættu full­an rétt á sér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent