Líklegra að blóminn tengist hnattrænni hlýnun en laxeldi

Hafrannsóknarstofnun telur að þörungablómi í fjörðum á Vestfjörðum, sem ekki hefur áður sést að hausti í íslenskum firði, sé ekki tilkominn vegna sjókvíaeldis. Loftslagsbreytingar séu líklegri skýring.

Á gervitunglamynd sem tekin var nú í september sést blóminn mjög vel í Arnarfirði.
Á gervitunglamynd sem tekin var nú í september sést blóminn mjög vel í Arnarfirði.
Auglýsing

„Það er lík­legra að þetta sé þáttur í hnatt­rænni hlýnun en að þetta teng­ist eld­in­u,“ segir Sara Harð­ar­dótt­ir, sér­fræð­ingur í svif­þör­ungum hjá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, við Kjarn­ann. Talið er að kalk­þör­unga­teg­undin sem í byrjun mán­aðar breidd­ist frá einum firði til ann­ars á Vest­fjörðum og gaf þeim grænan lit, sé ekki skað­leg, að sögn Söru. Umfangs­mikið fisk­eldi er stundað í Arn­ar­firði þar sem blóm­inn var hvað mest­ur. „Blómar af þessu tagi hafa verið að aukast síð­ustu ára­tugi og það hefur verið stilla fyrir vest­an.“

Auglýsing

Yfir­borð sjávar í Arn­ar­firði tók á sig græn­leitan blæ í byrjun sept­em­ber. Þar sem árs­tíð og stað­setn­ingar eru óvenju­legar fyrir plöntu­svifs­blóma af því tagi sem stundum sést á gervi­hnatta­mynd­um, rann­sak­aði Haf­rann­sókn­ar­stofnun yfir­borðs­sýni og var nið­ur­staðan sú að þarna hefði mynd­ast þéttur blómi af agn­arsmáum (5-7 µm) kalk­svif­þör­ungi sem nefn­ist Emil­i­ania hux­leyi.

Á gervi­hnatta­myndum má sjá að þör­unga­blóm­inn, sem fyrst sást frá Bíldu­dal, breidd­ist á nokkrum dögum út og yfir í Dýra­fjörð og sams­konar blómi hófst einnig í Hest­firði.

Svona leit Hestfjörður út 9. september. Mynd: Ingvar Jakobsson

Blómar svif­þör­unga verða þegar skil­yrði eru góð fyrir við­kom­andi teg­und, en þegar líða fer á blóma Emil­i­ania hux­leyi fara að sjást mjólk­ur­hvítar slæður á yfir­borð­inu sem er afleið­ing þess að frum­urnar losa sig stöðugt við kalk­flögur sem hylja yfir­borð þeirra. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Hafró hefur blómi af þessu tagi veru­leg áhrif á bæði kals­íum- og kolefn­is­hringrás sjáv­ar. Þör­ung­ur­inn bindur kalk úr upp­leystu kals­íum og bík­ar­bónati. Frum­urnar sökkva til botns og kalk­flög­urnar mynda að lokum kalkrík set­lög á hafs­botni.

Bindur koltví­sýr­ing – en losar hann líka

Eins og annað plöntu­svif nýtir Emil­i­ania hux­leyi koltví­sýr­ing úr and­rúms­loft­inu til ljóstil­líf­unar og getur teg­undin bundið umtals­vert magn kolefn­is. En þar sem fram­leiðsla kals­íum­kar­bónats losar einnig koltví­sýr­ing er það háð vaxt­ar­skil­yrðum hvort kolefn­is­bind­ingin eða losun koltví­sýr­ings­ins er hlut­falls­lega meiri hjá teg­und­inni.

Engar heim­ildir liggja fyrir hjá Haf­rann­sókna­stofnun um að haust­blómi af þessu tagi hafi áður haf­ist í íslenskum firði. Algengt er að flekkir af Emil­i­ania hux­leyi sjá­ist á gervi­hnatta­mynd­um, ef marka má ofan­greind lit­brigði, og nær árlega á haf­svæð­inu suður og suð­vestur af land­inu. Und­an­farin ár hafa slíkir flekkir verið að ber­ast vestur um og norður fyrir landið fram á haust­mán­uði. Stöku sinnum hafa þeir blómar dreifst um haf­svæðið norðan lands­ins, en Hafró telur ekki að umræddur blómi fyrir vestan sé afleið­ing af slíkri fram­vindu.

Emiliania huxleyi einfrumungar og kalkplötur. Mynd úr smásjá.

Lágur styrkur nær­ing­ar­efna, sér í lagi kís­ils, leiðir til að aðrar teg­undir geta síður þrif­ist. Ef það er nægt köfn­un­ar­efni til staðar og stilla á sól­ríkum dögum eins og skil­yrðin gætu hafa verið á Vest­fjörð­um, getur þör­ung­ur­inn leitað upp í yfir­borðið og fært sér í nyt hag­stætt umhverfi.

Kalk­svif­þör­ungar eru frum­fram­leið­endur og alla jafnan skað­lausir fyrir aðrar líf­verur í umhverf­inu. „Ekki er ástæða til að ætla að blóm­inn sé skað­legur umhverf­inu né fisk­eld­inu á svæð­in­u,“ segir í upp­lýs­ingum frá Hafró.

Þau skil­yrði sem hafa stuðlað að blóma Emil­i­ania hux­leyi við landið eru inn­streymi heits og salts Atl­ans­sjáv­ar, sól­ríkir og lygnir dagar og lágur styrkur nær­ing­ar­efna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent