Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun að læknisráði fara í tímabundið veikindaleyfi.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, mun gegna störfum mennta- og menningarmálaráðherra til og með 28. júní.
Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í dag.
Mennta- og menningarmálaráðherra sat því ekki ríkisstjórnarfund í morgun.
Auglýsing
Þar var umfjöllunarefnið meðal annars fjölmiðlafrelsi á Íslandi, árásir Samherja á blaðamenn og hlutverk stjórnvalda þegar kemur að því að tryggja fjölmiðlafrelsi.
Lilja afboðaði sig á málstofuna í gærmorgun vegna veikinda.