Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 27 prósent fylgi – Framsókn og Viðreisn dala skarpt

Framsóknarflokkur og Viðreisn tapa umtalsverðu fylgi milli kannana og níu flokkar mælast inni á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig tæpum tveimur prósentustigum á kjörtímabilinu en hinir stjórnarflokkarnir tapað samtals 6,4 prósentustigum.

Niðurstaða nýjustu könnunar MMR er ekki jafn mikið gleðiefni fyrir alla stjórnarleiðtogana.
Niðurstaða nýjustu könnunar MMR er ekki jafn mikið gleðiefni fyrir alla stjórnarleiðtogana.
Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn, sem haldið hefur áberandi prófkjör undanfarið, bætir vel við sig í nýjustu könnun MMR og mælist nú með 27 prósent fylgi. Það er 2,4 prósentustigum meira fylgi en hann fékk í könnun fyrirtækisins sem birt var í byrjun mánaðar. Fylgið er 1,8 prósentustigi yfir kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins og hann hefur einungis þrívegis mælst með meira fylgi í könnunum MMR á þessu kjörtímabili. 

Hann er sem stendur eini stjórnarflokkurinn sem mælist með meira fylgi en hann fékk í síðustu kosningum. Vinstri græn, flokkur forsætisráðherra, bæta við sig 1,3 prósentustigi milli kannana og eru með 12,4 prósent. Það er samt sem áður 4,5 prósentustigi undir því sem flokkurinn fékk í kosningunum haustið 2017. Framsóknarflokkurinn tapar miklu milli kannana, fer úr 12,5 prósent í 8,8 prósent. Það þýðir að 30 prósent færri sögðust ætla að kjósa flokkinn nú en í könnun MMR sem birt var 1. júní. Framsókn mælist nú fimmti stærsti flokkurinn á þingi. 

Auglýsing
Hjá stjórnarandstöðunni tapar Viðreisn mestu milli kannana, fer úr ellefu prósentum í 7,8 prósent sem er tæplega 30 prósent samdráttur á nokkrum vikum. Viðreisn nálgast nú kjörfylgi sitt frá 2017 þegar flokkurinn fékk 6,7 prósent atkvæða. 

Píratar standa nokkurn veginn í stað milli kannana og mælast með 13,1 prósent fylgi, sem myndi þýða að þeir yrðu næst stærsti flokkurinn á þingi á eftir Sjálfstæðisflokki. Samfylkingin er sömuleiðis föst á svipuðum slóðum og hún hefur verið undanfarið með 11,2 prósent fylgi, sem er tæpu prósentustigi minna en flokkurinn fékk í kosningunum 2017.

Hástökkvarinn á meðal stjórnarandstöðuflokka er Flokkur fólksins, sem fer úr 2,8 prósent fylgi í byrjun mánaðar í 5,5 prósent. Flokkurinn hennar Ingu Sæland, sem hefur verið afar duglegur við að auglýsa sig undanfarið, fékk 6,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Miðflokkurinn bætir lítillega við sig og mælist með 7,3 prósent fylgi, sem er þriðjungi minna fylgi en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. 

Sósíalistaflokkur Íslands mælist áfram inni á þingi og stendur nánast í stað milli kannana með 5,3 prósent fylgi. Það þýðir að ef niðurstaða könnunar MMR yrði niðurstaða kosninga þá yrðu níu flokkar á Alþingi eftir næstu kosningar, sem fara fram 25. september næstkomandi. 

Könnunin var framkvæmd 4. - 14. júní 2021 og var heildarfjöldi svarenda 973 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Auglýsing

Miðað við niðurstöðu könnunarinnar er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur líkast til fallin. Flokkarnir sem að henni standa mælast með 48,2 prósent fylgi sem myndi tryggja þeim 31 þingmann, einum færri en til þarf svo hægt sé að mynda meirihlutastjórn. Það stendur þó afar tæpt að einn þingmaður til viðbótar myndi falla þeim í skaut.

Engin önnur þriggja flokka stjórn er í myndinni í ljósi þess að bæði Píratar og Samfylking hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ekki væri hægt að mynda fjögurra flokka stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokks. Þeir flokkar sem vilja ekki vinna með honum þyrftu því að setja saman fimm flokka stjórn til að ná því markmiði sínu að óbreyttu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 53,7 prósent og hefur aukist um rúm þrjú prósentustig í mánuðinum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent