Loðnuveiðarnar skiluðu útgerðunum átta milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi

Aflaverðmæti við fyrstu sölu í fyrra var það mesta sem útgerðir hafa fengið síðan 2015. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs jókst aflaverðmætið svo um 26 prósent frá síðasta ári, að mestu vegna þess að loðna var veidd á ný.

Loðnubrestur var 2019 og 2020. Hún var veidd á ný í ár og skilaði auknu verðmæti til útgerða.
Loðnubrestur var 2019 og 2020. Hún var veidd á ný í ár og skilaði auknu verðmæti til útgerða.
Auglýsing

Verð­mæti afla við fyrstu sölu á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2021 var 43,2 millj­arðar króna. Það er 26 pró­sent meira en útgerðir fengu fyrir afla við fyrstu sölu á sama tíma­bili í fyrra. 

Þar munar lang­mest um loðnu­veiði, sem skil­aði átta millj­örðum króna í kass­ann, en engin loðnu­veiði var til staðar árin 2019 og 2020. Útgerð­ar­menn bjugg­ust við því að heild­ar­virði loðnu­ver­tíð­ar­innar yrði hátt í 20 millj­arðar króna og því má búast við því að afla­verð­mæti á öðrum árs­fjórð­ungi 2021 sé líka tölu­vert umfram það sem það var í fyrra.

Verð­mæti botn­fisk­teg­unda jókst einnig lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi frá því í fyrra, eða um tvo pró­sent. 

Þetta kemur fram í nýlegum tölum frá Hag­stofu Íslands um afla­verð­mæti.

Afla­verð­­mæti fyrstu sölu á afla sem íslensk fisk­veið­i­­­skip veiddu í fyrra var rúmum þremur millj­örðum krónum meira en á árinu 2019 og rúmum 20 millj­örðum krónum meira en það var á árinu 2018, sam­kvæmt bráða­birgða­tölum um afla­verð­mæti sem Hag­stofa Íslands birti í mars.

Afla­verð­­mætið fyrir allt árið 2020 var 148 millj­­arðar króna sem er það mesta sem verð­­mætið hefur verið innan árs síðar árið 2015. 

Auglýsing
Því hefur sjáv­ar­út­vegur farið vel út úr COVID-19 ástand­inu. Greinin átti sitt besta ár í nokkurn tíma í fyrra og verð­mæti afla við fyrstu sölu á fyrsta árs­fjórð­ungi jókst um rúman fjórð­ung. 

Hag­ur­inn vænkast um tæpa 500 millj­arða frá hruni

Kjarn­inn greindi frá því í sept­em­ber 2020 að íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hefðu hagn­ast um 43 millj­arða króna á árinu 2019. Það var um 60 pró­sent meiri hagn­aður en var af rekstri þeirra árið á undan þegar hann var 27 millj­arðar króna. Alls nam hagn­aður fyr­ir­tækj­anna 197 millj­örðum króna á fimm ára tíma­bili, frá byrjun árs 2015 og út árið 2019. Á sama tíma hafa þau greitt 43 millj­arða króna í tekju­skatt. 

Frá hruni nemur sam­an­lagður hagn­aður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja 439 millj­örðum króna.

­Reikn­aður tekju­skattur þeirra hækk­aði um 50 pró­sent milli 2018 og 2019 og var níu millj­arðar króna í stað sex. Veiði­gjöld lækk­uðu hins vegar umtals­vert á milli ára og voru 6,6 millj­arðar króna, sem er 4,7 millj­örðum króna minna en þau voru árið áður.

Þetta kom fram í Sjáv­ar­út­vegs­gagna­grunni Deloitte sem kynntur var á Sjáv­ar­út­vegs­deg­inum 2020 sem fór fram 16. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Gagna­grunn­ur­inn inni­heldur rekstr­ar­upp­lýs­ingar úr 89 pró­sent sjáv­ar­út­vegs­geirans en fjár­hæð­irnar sem settar eru fram í honum hafa verið upp­reikn­aðar til að end­ur­spegla 100 pró­sent hans. 

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin áttu eigið fé upp á 297 millj­arða króna í lok árs 2018. Frá hruni og fram að þeim tíma batn­aði eig­in­fjár­staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna um 376 millj­arða króna, en hún var nei­kvæð í lok árs 2008.

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 10,3 millj­arða króna á árinu 2019. Frá árinu 2010 og út árið 2019 hafa þau greitt 103,2 millj­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­ur. Hagur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna hefur því vænkast um 479,2 millj­arða króna frá hruni og fram að byrjun árs í fyrra.

Þrjár blokkir halda á þorra kvót­ans

þrjár blokkir, sú sem hverf­ist í kringum Sam­herja, sú sem hverf­ist í kringum Brim og sú sem hverf­ist í kringum útgerð Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, halda sam­tals á 45,6 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Sam­an­lagt mark­aðsvirði hans er um 544,8 millj­arðar króna miðað við síð­ustu gerðu við­skipti með afla­heim­ild­ir. 

Mark­aðsvirði alls úthlut­aðs kvóta er um 1.195 millj­arða króna, eða um 41 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu á árinu 2021. 

Alls er 67,4 pró­sent alls úthlut­aðs afla í höndum 15 útgerða sem margar hverjar tengj­ast inn­byrð­is.

Í síð­asta mán­uði var 29,3 pró­sent hlutur í Síld­ar­vinnsl­unni seldur fyrir 29,7 millj­arða króna. Verð­mæt­ustu eignir hennar eru afla­heim­ild­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent