Loðnuveiðarnar skiluðu útgerðunum átta milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi

Aflaverðmæti við fyrstu sölu í fyrra var það mesta sem útgerðir hafa fengið síðan 2015. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs jókst aflaverðmætið svo um 26 prósent frá síðasta ári, að mestu vegna þess að loðna var veidd á ný.

Loðnubrestur var 2019 og 2020. Hún var veidd á ný í ár og skilaði auknu verðmæti til útgerða.
Loðnubrestur var 2019 og 2020. Hún var veidd á ný í ár og skilaði auknu verðmæti til útgerða.
Auglýsing

Verðmæti afla við fyrstu sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 var 43,2 milljarðar króna. Það er 26 prósent meira en útgerðir fengu fyrir afla við fyrstu sölu á sama tímabili í fyrra. 

Þar munar langmest um loðnuveiði, sem skilaði átta milljörðum króna í kassann, en engin loðnuveiði var til staðar árin 2019 og 2020. Útgerðarmenn bjuggust við því að heildarvirði loðnuvertíðarinnar yrði hátt í 20 milljarðar króna og því má búast við því að aflaverðmæti á öðrum ársfjórðungi 2021 sé líka töluvert umfram það sem það var í fyrra.

Verðmæti botnfisktegunda jókst einnig lítillega á fyrsta ársfjórðungi frá því í fyrra, eða um tvo prósent. 

Þetta kemur fram í nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands um aflaverðmæti.

Afla­verð­mæti fyrstu sölu á afla sem íslensk fisk­veiði­skip veiddu í fyrra var rúmum þremur milljörðum krónum meira en á árinu 2019 og rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var á árinu 2018, samkvæmt bráðabirgðatölum um aflaverðmæti sem Hagstofa Íslands birti í mars.

Afla­verð­mætið fyrir allt árið 2020 var 148 millj­arðar króna sem er það mesta sem verð­mætið hefur verið innan árs síðar árið 2015. 

Auglýsing
Því hefur sjávarútvegur farið vel út úr COVID-19 ástandinu. Greinin átti sitt besta ár í nokkurn tíma í fyrra og verðmæti afla við fyrstu sölu á fyrsta ársfjórðungi jókst um rúman fjórðung. 

Hagurinn vænkast um tæpa 500 milljarða frá hruni

Kjarninn greindi frá því í september 2020 að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hefðu hagnast um 43 milljarða króna á árinu 2019. Það var um 60 prósent meiri hagnaður en var af rekstri þeirra árið á undan þegar hann var 27 milljarðar króna. Alls nam hagnaður fyrirtækjanna 197 milljörðum króna á fimm ára tímabili, frá byrjun árs 2015 og út árið 2019. Á sama tíma hafa þau greitt 43 milljarða króna í tekjuskatt. 

Frá hruni nemur samanlagður hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja 439 milljörðum króna.

Reiknaður tekjuskattur þeirra hækkaði um 50 prósent milli 2018 og 2019 og var níu milljarðar króna í stað sex. Veiðigjöld lækkuðu hins vegar umtalsvert á milli ára og voru 6,6 milljarðar króna, sem er 4,7 milljörðum króna minna en þau voru árið áður.

Þetta kom fram í Sjávarútvegsgagnagrunni Deloitte sem kynntur var á Sjávarútvegsdeginum 2020 sem fór fram 16. september síðastliðinn. Gagnagrunnurinn inniheldur rekstrarupplýsingar úr 89 prósent sjávarútvegsgeirans en fjárhæðirnar sem settar eru fram í honum hafa verið uppreiknaðar til að endurspegla 100 prósent hans. 

Sjávarútvegsfyrirtækin áttu eigið fé upp á 297 milljarða króna í lok árs 2018. Frá hruni og fram að þeim tíma batnaði eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækjanna um 376 milljarða króna, en hún var neikvæð í lok árs 2008.

Alls greiddu fyrirtækin sér arð upp á 10,3 milljarða króna á árinu 2019. Frá árinu 2010 og út árið 2019 hafa þau greitt 103,2 milljarða króna til eigenda sinna í arðgreiðslur. Hagur sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur því vænkast um 479,2 milljarða króna frá hruni og fram að byrjun árs í fyrra.

Þrjár blokkir halda á þorra kvótans

þrjár blokkir, sú sem hverfist í kringum Samherja, sú sem hverfist í kringum Brim og sú sem hverfist í kringum útgerð Kaupfélags Skagfirðinga, halda samtals á 45,6 prósent af öllum úthlutuðum kvóta. Samanlagt markaðsvirði hans er um 544,8 milljarðar króna miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir. 

Markaðsvirði alls úthlutaðs kvóta er um 1.195 milljarða króna, eða um 41 prósent af vergri landsframleiðslu á árinu 2021. 

Alls er 67,4 prósent alls úthlutaðs afla í höndum 15 útgerða sem margar hverjar tengjast innbyrðis.

Í síðasta mánuði var 29,3 prósent hlutur í Síldarvinnslunni seldur fyrir 29,7 milljarða króna. Verðmætustu eignir hennar eru aflaheimildir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Öflugt húsnæðiskerfi fyrir alla
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent