Eina sem er vitað um mennina sem framkvæmdu skotárás í Kaupmannahöfn fyrr í dag er að þeir eru tveir og að þeir hafi verið í dökkum jökkum. Lögreglan meðhöndlar málið eins og um hryðjuverk sé að ræða en geta ekki fullyrt um að svo sé. Allt tiltækt lögreglulið hefur verið kallað út. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem lögreglan í Kaupmannahöfn hélt nú klukkan 18:00.
Talsmaður lögreglunnar segir að ekki liggi enn fyrir af hverju mennirnir framkvæmdu árásina. Það sé vissulega líklegt að sænski skomyndateiknarinn Lars Vilk hafi verið skotmarkið en það er ekki öruggt. Fleiri koma til greina sem mögulegt skotmark, til dæmis sendiherra Frakklands í Danmörku.
Lögreglan kallaði eftir því að vitni myndu gefa sig fram sem hefðu séð árásarmennina tvo hlaupa frá Volkswagen Polo bifreið sem þeir höfðu stolið, en líkt og komið hefur fram skiptu þeir um bifreið eftir að hafa flúið á Polo-bifreiðinni.
Staðfest er að einn er látinn eftir árásina og að lögreglumenn séu særðir. Talsmaðurinn sagði að hinir særðu væru ekki alvarlega særðir.