Mennirnir tveir, Said Kouachi og Cherif Kouachi, sem grunaðir eru um skotárásina á skrifstofur Charlie Hebdo í París, eru sagðir vera á flótta undan lögreglu norðaustur af París. Mennirnir eru á stolnum bíl, og hefur skotum verið hleypt af, samkvæmt frásögnum vitna. Þá er talið að þeir haldi fólki í gíslingu á iðnaðarsvæði í Dammartin-en-Goele.
Tólf létust í árásinni á ritstjórn Charlie Hebdo, tíu blaðamenn og tveir lögreglumenn.
BBC greinir frá þessu. Í frétt BBC kemur fram að mennirnir séu á bifreið sem þeir stálu í morgu, en Sky fréttastofan segir það vera gráa Peugot 206 bifreið. Lögreglan eltir þá og skotum hefur verið hleypt af.
Gefin hafa verið út skilaboð til fólks á svæðinu, að halda sig innandyra.