Þýska flugfélagið Lufthansa, móðurfélag Germanwings, hefur boðið aðstandendum farþega vélarinn sem fórst í frönsku ölpunum 50 þúsund evra skaðabætur á hvern farþega, eða jafnvirði 7,5 milljón króna.
Die Welt greindi frá þessu í kvöld.
Aðstoðarflugmaðurinn Andreas Lubitz virðist hafa flogið vélinni viljandi á fjall með þeim afleiðingum að hann og 149 manns til viðbótar létu lífið, eða allir þeir sem voru um borð.
Auglýsing
#Germanwings-Absturz: Die #Lufthansa zahlt Hinterbliebenen bis zu 50.000 Euro. http://t.co/N9p8ykvgEW pic.twitter.com/3OPO06BZjz
— DIE WELT (@welt) March 27, 2015
Lubitz átti við veikindi að stríða sem hann hélt leyndum frá vinnuveitendum sínum, en hann glímdi við alvarlegt þunglyndi.