Lýsa áhyggjum af „skuggasundum“ og dimmum íbúðum á Heklureit

Tveir arkitektar gagnrýna þéttleika byggðar á hinum svokallaða Heklureit við Laugaveg og segja athugasemdir sínar raunar geta átt við um fleiri þéttingarreiti í borginni. Þeir segja þéttingu byggðar meðfram legu Borgarlínu ekki mega bitna á gæðum íbúða.

Á hinum svokallaða Heklureit sem stendur við Laugaveg stendur til að byggja fjölmargar íbúðir á næstu árum.
Á hinum svokallaða Heklureit sem stendur við Laugaveg stendur til að byggja fjölmargar íbúðir á næstu árum.
Auglýsing

Tveir arki­tektar hjá arki­tekta­stof­unni Glámu Kími segja að það sé „ekki við hæfi á 100 ára afmæl­is­ári fyrstu skipu­lags­lag­anna að stað­festa við­mið líkt og þau sem sett eru fram í deiliskipu­lags­til­lögu fyrir Heklu­reit“ og gera við skipu­lagið all­nokkrar athuga­semd­ir. Þeir segja fyr­ir­hug­aðan þétt­leika íbúða­byggðar of mik­inn og fyrir það muni gæði íbúða og götu­rýmis líða.

Þetta má lesa í umsögn þeirra Jóhann­esar Þórð­ar­sonar og Sig­björns Kjart­ans­sonar við breyt­ingar sem verið er að gera á aðal­skipu­lagi Reykja­víkur fram til árs­ins 2040, en umsagn­ar­frestur við skipu­lags­breyt­ing­arnar rann út í lok ágúst og fékk Kjarn­inn þær afhentar fyrir skemmstu.

Athuga­semdir geti átt við um fleiri reiti

Arki­tekt­arnir tveir segja að þrátt fyrir að athuga­semd­irnar sem þeir setji fram lúti að Heklu­reitnum sér­stak­lega, gætu mörg atriði einnig átt við Orku­reit­inn svo­kall­aða á mörkum Suð­ur­lands­brautar og Grens­ás­vegs og einnig nokkur svæði í nýjum borg­ar­hluta í Elliða­ár­vogi og Ártúns­höfða, sem á að verða eitt helsta vaxt­ar­svæði Reykja­vík­ur­borgar á kom­andi árum, með þéttri byggð í grennd við borg­ar­línu­stöðv­ar.

„Und­an­farin ár hefur verið bent á galla sem hafa komið fram við upp­bygg­ingu fjöl­býl­is­húsa á þétt­ing­ar­reitum hér og þar í borg­inni. Þar virð­ist sem alúð og metnað skorti við að ná fram lág­marks­þörfum um sól­ar­ljós og dags­birtu svo öllum sé gert jafn­hátt undir höfði. Það hafa byggst upp íbúð­ar­kjarnar þar sem stór hluti gólf­flatar margra íbúða fær litla dags­birtu og sólar nýtur jafn­vel ekki við. Skuggi frá aðliggj­andi húsum eða hús­hlutum móta dimm inni­rými sem geta ekki talist við­un­andi. Götur eru nán­ast án sól­ar­ljóss með til­heyr­andi yfir­bragði og drunga. Léleg­ustu íbúð­irnar lenda oftar en ekki hjá þeim sem minnst hafa fjár­ráð og minnsta mögu­leika eiga á að eign­ast eða búa í íbúðum sem geta talist góð­ar. Slíkt fellur ekki undir félags­legan jöfn­uð,“ segir í umsögn arki­tekt­anna.

Borg­ar­lína skálka­skjól?

Í umsögn­inni velta arki­tekt­arnir því upp hvort Reykja­vík­ur­borg sé að fjölga íbúðum og byggðum fer­metrum á hvern hekt­ara á þétt­ing­ar­reitum til að fjár­magna strax þann útlagða kostnað sem Borg­ar­lína krefst. Þeir Jóhannes og Sig­björn segja mik­il­vægt að í aðal­skipu­lag­inu sé skil­greindur rammi fyrir þróun vist­vænna sam­gangna, en það megi ekki vera „á kostnað gæða borg­ar­rýma og íbúða“.

„Í seinni tíð hefur mikið verið talað um hvernig einka­bíl­ism­inn hafði mót­andi áhrif á aðal­skipu­lag Reykja­víkur upp úr miðri síð­ustu öld og leiddi af sér ofvaxin gatna­kerfi, óáhuga­verð borg­ar­rými og lélega land­nýt­ingu. Tíma­bært er að snúa frá þeirri stefnu; en það væri illa ráðið að nota fyr­ir­hug­aða bygg­ingu Borg­ar­línu sem skálka­skjól til að heim­ila upp­bygg­ingu lélegra íbúða- og borg­ar­rýma í þeim til­gangi að auka arð­semi af fjár­fest­ingum við hana,“ segir í umsögn arki­tekt­anna tveggja.

Auglýsing

Þeir Jóhannes og Sig­björn segja að „því miður virð­ist sem að sé hið háa bygg­ing­ar­magn sem sett er fram á Heklu­reit sé rétt­lætt með því að greiða þurfi fyrir Borg­ar­línu með miklu bygg­ing­ar­magni“ og vísa í því sam­hengi til við­tals við einn höf­unda deiliskipu­lags­ins í útvarps­þætt­inum Flakk á Rás 1 í sum­ar.

Þar sagði arki­tekt hjá Yrki arki­tekt­um, sem stóðu að gerð deiliskipu­lags­ins, að mikið væri lagt upp úr þétt­leik­anum á reitnum af hálfu borg­ar­innar til þess að að borgin geti „rekið þessa Borg­ar­lín­u,“ og svo tryggja mætti að hið nýja sam­göngu­kerfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bæri sig.

Þröngar og skugg­sælar götur

Í erindi þeirra Jóhann­esar og Sig­björns til borg­ar­innar lýsa þeir því að breidd gatna á jarð­hæð Heklu­reits­ins verði frá 9,5 metrum upp í 10 metra, með einni und­an­tekn­ingu þar sem gatan verði um 12,6 metr­ar. Þetta segja arki­tekt­arnir að segi þó ekki alla sög­una, þar sem skil­málar í deiliskipu­lagi heim­ili allt að tveggja metra útkrag hús­hliða sem snúa að göt­um.

Mynd: Yrki/Úr deiliskipulagstillögu

„Í raun getur það þýtt að það verði 5,5 til 8,5 metrar á milli húsa fyrir ofan aðra hæð. Svo mjó gata milli hárra húsa verður skugga­sund á okkar breidd­argráðu,“ segir í erindi arki­tekt­anna, þar sem einnig segir að svo virð­ist sem „ekk­ert fag­legt mat hafi verið lagt á áhrif vinds (einkum norð­an­átt­ar) á hverfið og gæði mann­lífs í götu­hæð“, einkum á göt­unum sem liggja norð­ur­-­suður og við Lauga­veg.

„Það ber að harma,“ skrifa Jóhannes og Sig­björn, og bæta því við að birtu­skil­yrði í göt­unum bendi ekki til þess að gróður komi þar með að búa við kjörað­stæð­ur, en honum sé sam­kvæmt grein­ar­gerð með skipu­lag­inu ætlað að slá á vind­hvið­ur.

Gagn­rýna að gömul hús verði látin hverfa

Arki­tekt­arnir segja einnig að í húsa­könnun fyrir Heklu­reit­inn hafi verið ein­dregið mælt með því að nokkur mann­virki fengju að njóta vernd­ar, en þrátt fyrir það sé stefnt að nið­ur­rifi þeirra, án þess að nokkur rök séu sett fram fyrir því í deiliskipu­lags­til­lög­unni.

Þetta segja þeir reyndar að hafi „í mörgum til­vikum verið til siðs, og jafn­vel þótt sjálf­sagt“ við útfærslu þétt­ingu byggð­ar, einkum á reitum þar sem fyrir var iðn­aður eða atvinnu­starf­semi.

Í nið­ur­lagi umsagnar sinnar segja þeir Jóhannes og Sig­björn að þétt­ing­ar­stefnan verði að snú­ast um „lífs­gæði, bætt almenn­ings­rými, metn­að­ar­fulla hönn­un, félags­legan jöfnuð og ábyrga umhverf­is­stefnu“ en mega ekki vera frítt spil fyrir fjár­festa og bygg­ing­ar­verk­taka né snú­ast um að fjár­magna Borg­ar­línu á kostnað gæða.

„Við hvetjum til þess að við hönnun nýrra hverfa verði tekið mið af sögu stað­ar­ins, veð­ur­fari, vist­kerfi og bygg­ing­ar­hefð­u­m,“ ­skrifa þeir Jóhannes og Sig­björn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent