Lýsi boðið styrkur úr Tækniþróunarsjóði þrátt fyrir að fyrirtækið sé of stórt

Eitt þeirra fyrirtækja sem var boðinn styrkur í vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs var Lýsi hf. Fyrirtækið er of stórt miðað við úthlutunarreglur og ekki verður samið við það um styrk. Umsóknin hefði átt að falla á formkröfum segir sérfræðingur hjá Rannís.

Verkefni Lýsis hf. sem átti að styrkja ber heitið Lýsi og fríar fitusýrur gegn kórónaveirum og kvefi.
Verkefni Lýsis hf. sem átti að styrkja ber heitið Lýsi og fríar fitusýrur gegn kórónaveirum og kvefi.
Auglýsing

Í síð­ustu vorút­hlutun Tækni­þró­un­ar­sjóðs var fyr­ir­tæk­inu Lýsi hf. boðið að ganga til samn­inga um styrk úr sjóðnum þrátt fyrir að skil­greind stærð fyr­ir­tæk­is­ins sam­ræm­ist ekki úthlut­un­ar­reglum sjóðs­ins. Ekki verður samið við fyr­ir­tækið um styrk vegna þessa. Þetta stað­festir Lýður Skúli Erlends­son, sér­fræð­ingur á rann­sókna- og nýsköp­un­ar­sviði, en hann leiðir nýsköp­un­arteymi sviðs­ins.

„Það virð­ist sem þessi umsókn hafi farið athuga­semd­ar­laust í gegnum form­kröfu­skoðun inn­an­dyra hjá okkur og ekki hafi komið fram athuga­semdir í mats­ferl­inu. Ekki er búið að ganga til samn­inga um verk­efnið ennþá og því engin styrkupp­hæð sem liggur fyr­ir. Þegar kemur að samn­inga­fundum er farið dýpra í rekstur fyr­ir­tæk­is­ins sem samið er við ásamt því að verk­efnið er skoðað út frá verk-, tíma- og kostn­að­ar­á­ætl­un. Eftir það er ákveðið hver styrkupp­hæð verð­ur,“ segir Lýður í svari við skrif­legri fyr­ir­spurn Kjarn­ans um styrk­veit­ing­una.

Að hans sögn eru allar líkur á að stærð fyr­ir­tæk­is­ins hefði komið upp við þá nán­ari grein­ingu sem unnin er áður en gengið er frá samn­ing um styrk. „Um­sókn frá stóru fyr­ir­tæki á vissu­lega samt ekki að fara áfram í fullt mat og ætti að falla á form­kröf­um,“ segir í svari Lýðs.

Auglýsing

Fyr­ir­tækið hvorki lítið né með­al­stórt

Lýsi hf. hafði verið boðið að ganga til samn­inga um styrk úr Tækni­þró­un­ar­sjóði í flokknum Vöxtur vegna verk­efn­is­ins Lýsi og fríar fitu­sýrur gegn kór­óna­veirum og kvefi. Sam­kvæmt úthlut­un­ar­reglum Tækni­þró­un­ar­sjóðs er fyr­ir­tækja­styrkur í flokknum Vöxtur ætl­aður til að styrkja verk­efni sem komin eru af frum­stigi hug­mynd­ar. Aðal­um­sækj­andi um slíkan styrk getur ein­göngu verið lítið eða með­al­stórt fyr­ir­tæki en ekki er gerð sam­bæri­leg krafa um stærð fyr­ir­tækis sem er með­um­sækj­andi um styrk.

Lýsi hf. fellur ekki undir þær skil­grein­ingar á litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum sem Tækni­þró­un­ar­sjóður styður sig við. Í reglum sjóðs­ins er með­al­stórt fyr­ir­tæki skil­greint á eft­ir­far­andi hátt: „Fyr­ir­tæki sem er með á bil­inu 50-250 starfs­menn og er með árlega veltu undir 50 millj­ónum evra og/eða efna­hags­reikn­ing undir 43 millj­ónum evra sbr. I. við­auka reglu­gerðar fram­kvæmd­ar­stjórn­ar­innar (ESB) nr. 651/2014 frá 17. júní 2014.“

Í árs­reikn­ingi Lýsis hf. fyrir árið 2019 sem birtur var í ágúst í fyrra kemur fram að rekstr­ar­tekjur hafi numið rúmum 10 millj­örðum króna á árinu 2019. Eignir félags­ins sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi námu tæpum 12 millj­örðum króna. Þessar tölur eru því vel yfir þeim við­miðum sem sett eru í reglum Tækni­þró­un­ar­sjóðs. Fjöldi starfs­manna félags­ins er engu að síður innan marka, fjöldi árs­verka hjá Lýsi var 189 á árinu 2019.

907 millj­ónir í vorút­hlutun

Fram kemur á heima­síðu Rannís að alls hafi 73 verk­efnum verið boðið að ganga til samn­inga um nýja styrki úr Tækni­þró­un­ar­sjóði í vorút­hlutun sjóðs­ins. Alls bár­ust 459 umsóknir til sjóðs­ins og árang­urs­hlut­fall styrktra verk­efna því 16 pró­sent. „Í þess­ari úthlutun eru styrk­veit­ingar til nýrra verk­efna 907 millj­ónir króna á þessu ári en þar sem verk­efnin eru til allt að þriggja ára nemur heild­ar­kostn­aður vegna þeirra 1.775 millj­ónum króna,“ segir um vorút­hlut­un­ina á heima­síðu Rannís.

Vorút­hlut­unin í ár er stærsta ein­staka úthlutun Tækni­þró­un­ar­sjóðs frá upp­hafi en fjár­fram­lög til sjóðs­ins hafa hækk­að. Und­an­farið hafa fjár­fram­lög til sjóðs­ins verið um 2,3 millj­arðar króna en fjár­veit­ingar til sjóðs­ins á árinu 2021 voru hækk­aðar í 3,6 millj­arða í sam­ræmi við stefnu Vís­inda- og tækni­ráðs sem sam­þykkt var á síð­asta ári.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent