Ríkissaksóknari áfrýjar í máli Sigur Rósar

Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu skattsvikamáls gegn meðlimum Sigur Rósar.

Jónsi í Sigur Rós.
Jónsi í Sigur Rós.
Auglýsing

Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja sýknudóm sem fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar fengu í síðasta mánuði. Þetta staðfestir bassaleikari hljómsveitarinnar, Georg Hólm, í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag.

Allir hljómsveitarmeðlimirnir nema Kjartan Sveinsson voru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efn­is­­­lega röngum skatta­fram­­­tölum gjald­árin 2011 til og með 2014. Kjartan var sagður hafa staðið skil á efn­is­­­lega röngum skatta­fram­­­tölum árin 2012 og 2014.

Þremur liðs­­­mönnum sveit­­­ar­inn­­­ar, Georg Hólm, Jóni Þór og Orra Pál Dýra­­­syni, var gefið að sök að hafa kom­ist undan greiðslu tekju­skatts og fjár­­­­­magns­skatts. Kjart­an, sem hætti í Sigur Rós fyrir rúmum sjö árum, var ákærður fyrir að hafa kom­ist hjá því að greiða tekju­skatt.

Auglýsing

Sak­­­sókn­­­ari sagði að þeir hefðu sleppt því að telja fram rekstr­­­ar­­­tekjur félags­­­ins á þessum árum sem námu rúmum 700 millj­­­ónum og þannig komið félag­inu undan greiðslu tekju­skatts upp á 146 millj­­­ón­­­ir.

Máli hér­aðs­sak­­sókn­ara á hendur hljóm­­sveit­armeðlimunum var vísað frá dómi í október árið 2019. Landsréttur úrskurðaði svo í fyrra að héraðsdómur myndi taka það aftur til efnislegrar meðferðar eftir að héraðssaksóknari hafði áfrýjað málinu.

Þeirri meðferð lauk þann 25. maí síðastliðinn þar sem allir meðlimir hljómsveitarinnar voru sýknaðir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent