Maður og kona giftast í Svíþjóð - gagnrýni vinsamlegast afþökkuð

h_52003233-1.jpg
Auglýsing

Þetta hljómar eins og hand­rit að kvik­mynd. Ungur maður situr á kaffi­húsi með vini sínum þegar tvær konur ganga fram­hjá. Sú fyrri þekkir vin­inn en hin horfir feimn­is­lega á unga mann­inn sem starir á móti og heilsar vand­ræða­lega. Þetta var ást við fyrstu sýn og síðan þá hafa þau verið óað­skilj­an­leg – prins­inn og almúga­stúlk­an. Auð­vitað hlaut þetta að vera prins því ann­ars væri sagan ekki jafn góð og auð­vitað er hún húð­flúrað nekt­ar­módel sem hefur tekið þátt í raun­veru­leika­þætti. Nú vantar bara Juliu Roberts í hné­háum leð­ur­stíg­vélum í aðal­hlut­verk­ið, já eða ein­hverja yngri því Julia er komin langt fram yfir síð­asta sölu­dag.

Stundum er raun­veru­leik­inn furðu­legri en kvik­mynd eða kannski eru það bara fjöl­miðl­arnir sem gera ósköp eðli­lega sögu að ein­hverri sýn­ingu. Í gær kvænt­ist Karl Fil­ippus, Sví­a­prins, unnusti sinni Sofiu Hellqvist á björtum og fal­legum sól­ar­degi í Stokk­hólmi. Hann er þriðji í röð­inni að krún­unni á eftir systur sinni Vikt­oríu krón­prinsessu og dóttur hennar Estelle.

Eins og venju­lega þegar um er að ræða stóra atburði í kon­ungs­fjöl­skyld­unni var margra klukku­tíma bein útsend­ing í sænska sjón­varp­inu og dag­blöð og tíma­rit hafa verið full af fréttum af und­ir­bún­ingnum síð­ustu daga og vik­ur. Talið er að brúð­kaupið kosti um 10 millj­ónir sænskra króna eða rétt tæp­lega 160 millj­ónir íslenskra, en þar af er beinn kostn­aður skatt­greið­anda aðeins litlar fjórar millj­ónir sænskra, sem þykir víst vel slopp­ið. Ein af þessum millj­ónum fellur reyndar á lög­regl­una vegna kostn­aðar við lög­gæslu, sem er aðeins brot af þeim 17 millj­ónum sem lög­reglan þurfti að punga út vegna brúð­kaups Vikt­oríu fyrir nokkrum árum.

Auglýsing

Brúðhjónin láta vel hvort að öðru í vitna viðurvist. Mynd: EPA Brúð­hjónin láta vel hvort að öðru í vitna við­ur­vist. Mynd: EPA

Goð­sögnin um jákvæð áhrif og fleiri ferða­mennÞegar rætt er um kostn­að­inn við brúð­kaupið og reyndar kon­ungs­fjöl­skyld­una alla eru stuðn­ings­menn hennar fljótir að minn­ast á þau jákvæðu áhrif sem hún hefur á ferða­mennsku og ímynd Sví­þjóð­ar. Visit Sweden er eins konar Íslands­stofa Svía og þar vilja menn meina að brúð­kaupið hafi góð áhrif á allt mark­aðs­starf. Fram­kvæmda­stjór­inn sagði í við­tali við SVT að ferða­menn kaupi vörur og þjón­ustu fyrir um 100 millj­arða sænskra króna á ári og að fleiri gestir þýði auknar tekj­ur. Hann pass­aði sig reyndar á því að nefna aldrei beinar tölur í sam­bandi við brúð­kaupið enda skutu þeir langt yfir markið í spá­dómum sínum fyrir brúð­kaup krón­prinsessunn­ar.

Þá var mikið rætt um það hversu góð áhrif brúð­kaupið myndi hafa á ferða­manna­iðn­að­inn og auknar tekjur fyrir fyr­ir­tæki í Stokk­hólmi. Þegar árið var gert upp kom í ljós að það var engin aukn­ing í kringum brúð­kaupið og að meintur hagn­aður var nán­ast upp á krónu sá sami og á venju­legum laug­ar­degi í borg­inni.

Engu að síður mátti lesa fréttir í gær um mann­fjöld­ann sem safn­að­ist saman og beið þess að sjá brúð­hjónin aka frá kirkj­unni að höll­inni þar sem veislan var hald­in. Fólk mætti snemma til að ná bestu stöð­unum og innan um heima­menn mátti sjá hressa Finna sem þurfa víst að láta sér nægja þjóð­kjör­inn for­seta. Þegar frétt­irnar eru lesnar er auð­velt að álykta sem svo að tölu­vert stór hópur hafi safn­ast saman og að þús­undir hafi fyllt göt­urnar til að hylla brúð­hjón­in. En það var bara ekki þannig.

Þegar sá sem þetta skrifar gekk fram­hjá kon­ungs­höll­inni um það leyti sem athöfnin hófst var ekki hægt að sjá að fleira fólk væri á ferli en á venju­legum sól­ar­degi í Stokk­hólmi. Og þótt fólk hafi staldrað við og fylgst með hest­vagni brúð­hjón­anna virt­ust flestir á leið inn í H&M eða aðrar búð­ir.

Klappað í kirkj­unniBrúð­hjónin hafa verið opin og ein­læg í við­tölum og óhrædd að sýna ást sína á opin­berum vett­vangi. Athöfnin sjálf var því nokkuð ólík hefð­bundnum kon­ung­legum brúð­kaupum því parið var ákveðið í að gera athöfn­ina per­sónu­lega. Helst var það tón­list­ar­valið sem kom á óvart, meðal ann­ars sænskar útgáfur af Cold­play lag­inu Fix You og lag­inu Umbrella með Rihönnu en það vakti óskipta athygli þegar gospel­söngv­ar­inn Samuel Ljung­blahd bað fólk um að klappa með í lag­inu Joy­ful Joy­ful.

Veislan um kvöldið þótti einnig óvenju afslöpp­uð. Prins­inn hélt fal­lega ræðu þar sem hann sagði að það krefð­ist hug­rekkis að velja ást­ina þótt veg­ur­inn væri grýttur og Sofia samdi ljóð til brúð­gumans sem flutt var af þekktum tón­list­ar­mönnum í veisl­unni. Kvöld­verð­inum lauk um ell­efu en þá tók við veisla fram á nótt og var sér­stak­lega tekið eftir því að kon­ungs­hjónin fóru ekki úr partý­inu fyrr en um hálfsex um morg­un­inn. Af myndum má ráða að fólk hafi skemmt sér vel og meðal ann­ars mátti sjá Silvíu drottn­ingu á svið­inu þykj­ast syngja í míkra­fón eins og fólk gerir í góðum veisl­um.

Húð­flúr og nafla­hringurEins og minnst var á hér að framan er for­tíð Sofiu ekki beint hefð­bundin fyrir prinsessu. Hún vakti fyrst athygli á sér þegar hún var kjörin ung­frú Slitz árið 2004 af les­endum brjósta­blaðs­ins en þar sat hún ber­brjósta fyrir á myndum með stórri slöngu. Árið síðar tók hún svo þátt í raun­veru­leika­þætt­inum Para­d­ise Hotel sem helst virð­ist ganga út á að láta ungt fal­legt fólk líta út fyrir að vera enn vit­laus­ara en það er.

Þegar Sofia og Karl tóku að stinga saman nefjum urðu margir ákaf­lega hneyksl­að­ir, ekki bara út af mynd­un­um, heldur líka út af nafla­hring og húð­flúrum verð­andi Sví­a­prinsessu. Það tók líka nokkuð langan tíma að fá sam­þykki kon­ungs­fjöl­skyld­unnar og til þess að prins­inn fengi að kvæn­ast Sofiu þurfti kon­ung­ur­inn faðir hans að veita til þess form­legt leyfi.

Fjöl­miðlar hafa skil­merki­lega fjallað um kröfur kon­ungs­fjöl­skyld­unnar varð­andi nafla­hring­inn sem skyldi fjar­lægður fyrir brúð­kaup­ið. Enda ganga prinsessur ekki um með hringi í nafl­anum eins og allir vita. Hins vegar var erf­ið­ara að ráða við húð­flúrin sem eru ekki bara eitt og ekki tvö og mátti meðal ann­ars sjá eitt þeirra þegar brúð­ur­inn tók af sér slæð­una. Sofia seg­ist ekki skamma sín fyrir for­tíð­ina. Hún hafi lært af þessu og vilji nú ein­beita sér að góð­gerð­ar­störfum og því að gera prins­inn að ham­ingju­samasta manni í heimi.

Konunglegu brúðhjónin heilsa upp á mannfjöldann. Mynd: EPA Kon­ung­legu brúð­hjónin heilsa upp á mann­fjöld­ann. Mynd: EPA

Hefð­bundin blaða­mennska tekur sér frí vegna brúð­kaupsUm­ræðan um kon­ungs­fjöl­skyld­una er nokkuð klofin í Sví­þjóð. Ann­ars vegar eru þeir sem telja hana mik­il­vægt sam­ein­ing­ar­tákn og nauð­syn­legan hluta af sögu lands og þjóð­ar, en hins vegar þeir sem skilja ekki hvaða hlut­verki hún gegnir í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi nútím­ans. ­Kon­ung­leg brúð­kaup ættu að vera kjörin tæki­færi til að ræða þetta hlut­verk enda leggst stór hluti útgjald­anna á skatt­greið­end­ur.

Hins vegar er eins og hefð­bundin blaða­mennska falli niður þessa daga og vikur og gagn­rýn­is­raddir fá lítið pláss. Rit­höf­und­ur­inn Jan Guillou orðar það þannig í viku­legum pistli að vit­ræn umræða fari í leyfi við kon­ung­leg brúð­kaup. Vissu­lega má sam­fagna brúð­hjón­unum enda völdu þau sér ekki for­eldra. Það breytir því þó ekki að það eina sem gerð­ist í Stokk­hólmi í gær var að kona gift­ist manni… unn­ust þau bæði vel og lengi, áttu börn og burur, grófu rætur og mur­ur; köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævin­týri.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None