Malala Yousafzai, yngsti friðarverðlaunahafi Nóbels, ætlar sér að fara í háskóla og læra stjórnmálafræði í Stanford eða Oxford. Frá þessu greinir faðir hennar, og segir að fjölskyldan hafi nú þegar skoðað háskólasvæðið hjá Stanford.
Þá hefur Malala einnig heimsótt Oxford með kennara úr skóla hennar í Birmingham í Bretlandi. Skólarnir eru báðir taldir á meðal þeirra allra bestu í heiminum.
Ný heimildarmynd um Malölu var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í London í vikunni. Hún heitir He Named Me Malala, eða hann nefndi mig Malölu, Í myndinni er Malölu fylgt eftir í átján mánuði og sýnir hana ferðast um heiminn og lifa lífi sínu í Bretlandi, þangað sem hún flutti eftir að hún var skotin í höfuðið af talibönum árið 2012.
https://www.youtube.com/watch?v=E58qY9-ID4A