Máli hluthafa Brúneggja gegn RÚV og Matvælastofnun vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli vegna rúmlega fimm ára gamallar umfjöllunar Kastljóss um eggjaframleiðandann Brúnegg ehf. Fyrrverandi hluthafar Brúneggja gerðu að mati dómsins ekki skýra grein fyrir tjóni sínu vegna umfjöllunarinnar.

Eggin brúnu frá Brúnegg ehf.
Eggin brúnu frá Brúnegg ehf.
Auglýsing

Skaða­bóta­máli sem félög tengd eggja­fram­leið­and­anum Brú­negg ehf. höfð­uðu gegn Rík­is­út­varp­inu og Mat­væla­stofnun var í dag vísað frá í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Félögin Bali ehf. og Geys­ir-Fjár­fest­ing­ar­fé­lag ehf., sem áður voru hlut­hafar í Brú­neggj­um, þurfa að greiða bæði RÚV og Mat­væla­stofnun 400.000 kr. hvoru um sig í máls­kostn­að.

Málið varðar umfjöllun RÚV um Brú­negg, sem birt­ist í þætti Kast­ljóss 28. nóv­em­ber 2016, en í þætt­inum var sagt frá því að Brú­­­­­negg hefði, að mati Mat­væla­stofn­un­ar, blekkt neyt­endur árum saman með því að not­­­­­ast við merk­ingar sem héldu því fram að fram­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins á brúnum eggjum væri vist­væn og að varp­hænur þess væru frjáls­­­­­ar.

Í krafti þess kost­uðu eggin um 40 pró­­­­­sent meira en þau egg sem flögg­uðu ekki slíkri vott­un. Kast­­­­­ljós fékk aðgang að gögnum um afskipti Mat­væla­­stofn­unnar af Brú­­­­­neggjum og í þeim kom í ljós að stofn­unin hafði í tæpan ára­tug haft upp­­­­­lýs­ingar um að Brú­­­­­negg upp­­­­­­­­­fyllti ekki skil­yrði sem sett voru fyrir því að merkja vörur sem vist­væn­­­­­ar. Það væri því að blekkja neyt­end­­­­­ur. Atvinn­u­­­­­vega­ráðu­­­­­neytið hafði líka þessar upp­­­­­lýs­ing­­­­­ar, en neyt­endum var ekki greint frá þeim.

Tryggvi Aðal­­­björns­­son fékk Blaða­­manna­verð­­laun árs­ins 2016 fyrir rann­­sókn­­ar­­blaða­­mennsku vegna umfjöll­unar sinnar um fyr­ir­tæk­ið. Hægt er að horfa á umfjöll­un­ina í heild sinni hér.

Auglýsing

Allar stærstu versl­un­­­­ar­keðjur lands­ins, þar á meðal lág­vöru­versl­anarisarnir Bónus og Krón­an, tóku Brú­­­­negg, sem sam­kvæmt því sem fram kemur í dómi hér­að­dóms var með um 20 pró­sent mark­aðs­hlut­deild, úr sölu hjá sér eftir Kast­­­­ljós-þátt­inn.

Fyrir vikið hrundu tekjur fyr­ir­tæk­is­ins mjög hratt, sem leiddi til gjald­­þrots snemma árs 2017. Fyrr á árinu sagði Þóra Arn­órs­dótt­ir, fyrr­ver­andi rit­stjóri Kast­ljóss, frá því að fyrr­ver­andi hlut­hafar Brú­neggja hefðu lagt fram skaða­bóta­kröfur fyrir dómi vegna þess­arar umfjöll­unar frá 2016.

Í kröfum fyrr­ver­andi hlut­hafa Brú­neggja fyrir dómi sagði að umfjöll­unin hefði verið „ósann­gjörn, röng og afar vill­andi“ og hefði byggst á gömlum athuga­semdum frá Mat­væla­stofn­un, sem búið hefði verið að bregð­ast við. Í umfjöll­un­inni hefði ekki verið skeytt um hver staða mála hefði verið hjá Brú­neggjum á þeim tíma er þátt­ur­inn var sýndur og að eggja­fram­leið­and­inn hefði ekki verið upp­lýstur um eðli umfjöll­un­ar­innar áður en þátt­ur­inn fór í loft­ið.

Í nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­víkur í mál­inu segir að mála­til­bún­aður hlut­haf­anna fyrr­ver­andi hafi ekki verið skýr í gríð­ar­langri stefnu máls­ins. Þar hefði ein­ungis verið í örfáum máls­greinum vikið að því af hverju dóm­ur­inn ætti að við­ur­kenna skaða­bóta­á­byrgð RÚV og Mat­væla­stofn­unar gagn­vart félög­unum Bala og Geysi-Fjár­fest­inga­fé­lagi.

Þessir fyrr­ver­andi hlut­hafar Brú­neggja eru í nið­ur­stöðu dóms­ins ekki sagðir hafa gert grein fyrir grund­vall­ar­at­riðum varð­andi tjón sitt og tengslum þess tjóns við atvik máls­ins. Því eru kröfur þeirra ekki taldar tækar til úrlausnar fyrir dómi, og mál­inu vísað frá, sem var aðal­krafa bæði RÚV og Mat­væla­stofn­un­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent