Eigendur Brúneggja stefna vegna fjögurra ára gamallar umfjöllunar

Meira en fjórum árum eftir að verðlaunaumfjöllun um Brúnegg birtist hefur þeim sem stóðu að umfjölluninni verið stefnt. Ritstjóri Kveiks segir að tilraunir Samherja til að sverta mannorð blaðamanna séu til skoðunar hjá alþjóðasamtökum blaðamanna.

Brúneggjamálið vakti mikla athygli síðla árs 2016. Fyrirtækið fór í þrot í kjölfar þess.
Brúneggjamálið vakti mikla athygli síðla árs 2016. Fyrirtækið fór í þrot í kjölfar þess.
Auglýsing

Eig­endur Brú­neggja hafa stefnt RÚV og Mat­væla­stofnun vegna umfjöll­unar um fyr­ir­tækið fyrir rúmum fjórum árum síð­an. Frá þessu greindi Þóra Arn­órs­dóttir í við­tali við Rás 2 í morg­un.

Þóra, sem er í dag rit­stjóri frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins Kveiks, sagði að stefnan hefði nýlega borist og að hún sé 45 blað­síð­ur. Lög­að­il­arnir sem stefna eru félögin Bali ehf. og Geysir fjár­fest­inga­fé­lag ehf., í eigu bræðr­anna sem áður áttu Brú­negg. Þrotabú Brú­neggja fram­seldi þeim allar skaða­bóta­kröfur auk þess sem stefnan fjallar um meint tjón sem stefn­end­urnir telja sig per­sónu­lega hafa orðið fyr­ir. Aðal­krafa þeirra er að skaða­bóta­skylda RÚV og Mat­væla­stofn­unar verði við­ur­kennd.

Þóra segir í við­tal­inu að mikil vinna fari í að verj­ast svona mál­sókn­um, sem hún hefur engar áhyggjur af að muni bera árang­ur. „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okk­ur. Við gerum ekk­ert annað á með­an. Við fram­leiðum ekki fréttir á með­an.“ Auð­vitað eigi fólk rétt á því að fara fyrir dóm­stóla til að sækja rétt sinn ef því finnst á sér brot­ið. „Þarna eru bara ekki for­sendur fyrir því.“

Tryggvi Aðal­björns­son fékk Blaða­manna­verð­laun árs­ins 2016 fyrir rann­sókn­ar­blaða­mennsku vegna umfjöll­unar sinnar um fyr­ir­tækið Brú­negg. Hægt er að horfa á umfjöll­un­ina í heild sinni hér.

Tekið til gjald­þrota­skipta 2017

Brú­negg var tekið til gjald­þrota­skipta snemma árs 2017. Það gerð­ist í kjöl­far þess að nær öll eggja­sala Brú­­neggja stöðv­­að­ist eftir að Kast­­ljós á RÚV fjall­aði um starf­­sem­ina og for­­­­dæma­­­­laus afskipti Mat­væla­­­­stofn­unar af eggja­­­­búum Brú­­­­neggja í nóv­­em­ber 2016. 

Auglýsing
Í þætt­inum kom fram að Brú­­­­negg hefði, að mati stofn­un­­­­ar­inn­­­­ar, blekkt neyt­endur árum saman með því að not­­­­ast við merk­ingar sem héldu því fram að eggja­fram­­­­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins væri vist­væn og að varp­hænur þess væru frjáls­­­­ar. Í krafti þess kost­uðu eggin um 40 pró­­­­sent meira en þau egg sem flögg­uðu ekki slíkri vott­un. Kast­­­­ljós fékk aðgang að gögnum um afskipti Mat­væla­stofn­unnar af Brú­­­­neggjum og í þeim kom í ljós að stofn­unin hafði í tæpan ára­tug haft upp­­­­lýs­ingar um að Brú­­­­negg upp­­­­­­­fyllti ekki skil­yrði sem sett voru fyrir því að merkja vörur sem vist­væn­­­­ar. Það væri því að blekkja neyt­end­­­­ur. Atvinn­u­­­­vega­ráðu­­­­neytið hafði líka þessar upp­­­­lýs­ing­­­­ar, en neyt­endum var ekki greint frá þeim.

Brú­­­­negg ehf. hafði hagn­­­­ast um tugi millj­­­­óna á ári síð­ustu árin sem fyr­ir­tækið var í starf­semi. Til að mynda var hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins tæp­­­­lega 42 millj­­­­ónir króna 2015 og tæp­­­­lega 30 millj­­­­ónir árið 2014. Sam­tals var hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins á árunum 2009 til 2016 vel yfir tvö hund­ruð millj­­­­ónir króna. Bræð­­­­urnir Krist­inn Gylfi Jóns­­­­son og Björn Jóns­­­­son áttu fyr­ir­tækið í gegnum einka­hluta­­­­fé­lög sín, og þessi félög högn­uð­ust sam­an­lagt um tæp­­­­lega hund­rað millj­­­­ónir króna 2015.

Allar stærstu versl­un­­­ar­keðjur lands­ins, þar á meðal lág­vöru­versl­anarisarnir Bónus og Krón­an, tóku Brú­­­negg úr sölu hjá sér eftir Kast­­­ljós-þátt­inn og fyrir vikið hrundu tekjur fyr­ir­tæk­is­ins mjög hratt, sem leiddi til gjald­þrots snemma árs 2017.

Her­ferð Sam­herja á hendur Helga og Aðal­steini

Þóra ræddi líka Sam­herj­a­málið svo­kall­aða í við­tal­inu í morg­un, en Kveikur greindi í nóv­em­ber 2019 frá meintum mútu­greiðsl­um, skattsvik­um, pen­inga­þvætti og öðrum mögu­legum brotum sem grunur er um að framin hafi verið í alþjóð­legri starf­semi Sam­herja, sér­stak­lega í tengslum við umsvif fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. 

­Sam­herji brást mjög harka­lega við umfjöll­un­inni og hefur meðal ann­ars látið fram­leiða röð mynd­banda þar sem látið er að því liggja að Kveikur hafi sýnt af sér óvönduð vinnu­brögð og að ann­ar­legar hvatir frétta­mann­anna sem unnu umfjöll­un­ina hafi verið ráð­andi í henn­i. 

Þóra segir að þetta séu óvenju harka­leg við­brögð. Það vinni vissu­lega eng­inn í þætti eins og Kveik, þar sem stungið er á kýl­um, til að afla sér sér­stakra vin­sælda. Frétta­menn þátt­ar­ins taki hins vegar almanna­hags­muna­gæslu­hlut­verk sitt mjög alvar­lega. Til þess þurfi þykkan skráp og standa með því sem við­kom­andi er að gera hverju sinni. „Sam­herji fer út fyrir öll mörk með þess­ari her­ferð á hendur Helga Seljan og Aðal­steini Kjart­ans­syn­i,“ segir Þóra.

Hún segir að Sam­herja hafi alltaf staðið til boða að koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi í þátt­unum sem fjalla um starf­semi fyr­ir­tæk­is, en því hafi alltaf verið hafn­að. „Þess í stað fara þeir þessa leið að birta mynd­bönd á Youtube með ómældu fjár­magni til að sverta mann­orð blaða­mann­anna.“

Þetta hafi áhrif á aðra blaða­menn ómeð­vit­að, að mati Þóru og geti stuðlað að sjálfs­rit­skoð­un. Að þeir hugsi með sér að þeir nenni ekki að standa í svona áreiti. „Spáið í því að vera með ein­hvern spæj­ara, Jón Ótt­ar, alltaf á kaffi­hús­inu þínu á morgn­anna, hvís­landi að þér „ég veit hvert upp­ljóstr­ar­inn í Namib­íu­mál­inu er flutt­ur“ og send­andi skila­boð, ógn­andi, á Messen­ger og sms.“

Þetta er nýtt í íslensku fjöl­miðlaum­hverfi, segir Þóra. „Það er ástæða fyrir því að alþjóð­leg sam­tök blaða­manna hafa verið að skoða þetta mál vegna þess að þetta er ekki eðli­legt fram­koma í garð blaða­manna.“ 

Aðspurð vildi hún ekki segja hvað fælist í þeirri athug­un. Það væri ekki hennar að lýsa því frek­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent