Manngert rusl mun safnast í miklu magni á hafsbotni við Ísland ef ekkert breytist

Myndir af hafsbotni við Ísland veita dýrmæta sýn á ástandið á hafsbotni. 92 prósent rusls sem þar finnst er plast og magnið er allt að fjórum sinnum meira en á hafsbotni við Noreg, samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar.

Trollnet, fiskilínu og áldósir eru dæmi um rusl sem finna má á hafsbotni við Ísland.
Trollnet, fiskilínu og áldósir eru dæmi um rusl sem finna má á hafsbotni við Ísland.
Auglýsing

Rusl á hafs­botni við Ísland má nær ein­göngu rekja til sjáv­ar­út­vegs og 92 pró­sent alls rusl þar finnt er úr plasti. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr nýrri skýrslu Haf­rann­sókna­stofn­unar um rusl á hafs­botni við Ísland.

Í skýrsl­unni má finna sam­an­tekt á skrán­ingu rusls við kort­lagn­ingu búsvæða á hafs­botni 2004-2019. Nið­ur­stöður skýrsl­unnar byggja á dreif­ingu og sam­setn­ingu rusls á hafs­botni út frá myndefni sem var tekið fyrir verk­efnið Kort­lagn­ing búsvæða á hafs­botni.

Auglýsing
Frá árinu 2004 hafa verið farnir átta leið­angrar til að mynda hafs­botn­inn fyrir verk­efn­ið, sem er ætlað að kort­leggja mis­mun­andi búsvæði á hafs­botni, skrá teg­undir og meta vernd­ar­gildi þeirra. Ýmis svæði hafa verið mynduð við Suð­ur‐ og Vest­ur­land, en enn hafa engir leið­angrar farið fram úti fyrir Aust­ur­landi.

rusl á hafsbotnid. Fjöldi ruslaeininga í kringum landið á árunum 2010‐2019. Stærð punkta segir til um fjölda ruslaeininga á hverju svæði. Kort: Hafrannsóknastofnun

Troll­net, öngl­ar, plast­pokar og áldósir

Alls fund­ust 307 rusla­ein­ingar á 15 svæð­um, allt frá önglum til troll­neta. Veið­ar­færi voru algeng­asta teg­und rusls, eða 94 pró­sent, og var megnið af því fiski­lína, eða 81%. Almennt rusl eins og plast­pokar, plast­film­ur, áldós­ir, hrein­læt­is­vörur og fleira fannst sjaldn­ar, eða í um sex pró­sent til­vika.

Þykk plastfilma sem fannst árið 2019 á 353 m dýpi á Reykjaneshrygg með áföstum samlokum (Bivalvia), möttuldýrum og burstaormum. Mynd: Hafró

92 pró­sent rusls­ins sem fannst á hafs­botni er úr plasti, með þeim fyr­ir­vara að gert er ráð fyrir að fiski­lín­ur, troll­net, reipi og band­spottar séu úr plasti. „Flest nútíma veið­ar­færi eru gerð úr sterkum plast­efnum sem taka afar langan tíma að brotna nið­ur. Því mun magn rusls á hafs­botni ein­ungis aukast með tím­an­um,“ segir í skýrsl­unni.

Mögu­leg lausn er þó í sjón­máli þar sem verið er að þróa veið­ar­færi úr nið­ur­brjót­an­legum efnum sem gætu komið í stað veið­ar­færa úr plasti. „Ef það verður að veru­leika gæti það minnkað magnið af veið­ar­færum úr plasti sem enda á hafs­botni í fram­tíð­inn­i,“ segir í skýrsl­unni.

Fjór­falt meira rusl á hafs­botni við Ísland en í Nor­egi

Þétt­leiki rusls­ins var einnig rann­sak­aður og mælist þétt­leiki rusls á hafs­botni við Ísland um fjór­falt meiri en við strendur Nor­egs.

272 ein­ingar af rusli fund­ust á 13 af 21 svæði á árunum 2010-2019. Upp­reikn­aður með­al­þétt­leiki rusls mæld­ist 872 ein­ingar á fer­kíló­metra, sam­an­borið við 230 ein­ingar af rusli á fer­kíló­metra í Nor­egi og 200 ein­ingar á fer­kíló­metra við land­grunn­inn í Evr­ópu.

Í skýrsl­unni er þó bent á að í raun er ennþá lítið vitað um dreif­ingu og áhrif rusls í haf­inu í kringum Ísland en rann­sóknir hafa hins vegar auk­ist nýlega. Í því sam­hengi er bent á nið­ur­stöður rann­sókna sem sýna að örplast hefur fund­ist í vefja­sýnum í allt að 50 pró­sent af kræk­ling með­fram vest­ur­strönd lands­ins. Þá eru einnig til rann­sóknir sem sýna tölu­vert magn af plasti sem fund­ist hefur í melt­ing­ar­vegi íslenskra lang­reyða og ufsa.

Um­hverf­is­stofnun hefur frá árinu 2018 vaktað rusl á nokkrum ströndum í kringum landið og er allt að 99 pró­sent af rusl­inu plast, oft tengt sjáv­ar­út­vegi. Er það í takt við nið­ur­stöður skýrslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, sem og erlendar rann­sókn­ir.

Nýleg rann­sókn á „rusla­eyj­unni“ í norð­­ur­hluta Kyrra­hafs­ins (e. the Great Pacific Gar­bage Patch) sýnir að á bil­inu 75 til 86 pró­sent plast­leifa sem mynda þennan stærsta plast­fláka heims má rekja til úrgangs fisk­veiði­skipa fimm iðn­væddra sjáv­ar­út­vegs­ríkja.

Dýr­mæt sýn á ástandið á hafs­botni við Ísland

Hingað til hefur aðeins brota­brot af hafs­botni innan efna­hags­lög­sögu Íslands verið myndað „en ljóst er að mynd­irnar gefa dýr­mæta sýn á ástandið á hafs­botn­in­um,“ að því er fram kemur í skýrsl­unni.

Skýrslu­höf­undar telja hins vegar mik­il­vægt að fleiri svæði á hafs­botni verði mynduð og kanna þarf betur hvar rusl er að finna í kringum land­ið. Þá þurfi að reyna að tak­marka magn rusls sem endar í haf­inu og passa upp á við­kvæm búsvæði svo eyði­legg­ing af manna­völdum verði ekki meiri en raun ber vitni. „Þar til búið er að finna lausnir við þessu mikla vanda­máli sem mann­gert rusl er, þá mun það áfram safn­ast í miklu magni í haf­inu ef ekk­ert breyt­ist,“ segir í skýrsl­unni.

„Enn er lítið vitað um örlög og áhrif rusls í haf­inu og því mik­il­vægt að stunda frek­ari rann­sóknir á því hvar rusl safn­ast saman og hvernig það hefur áhrif á vist­kerfi í haf­inu ásamt því að skoða sam­spil veiði­á­lags og rusls á hafs­botn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent