Markaðsvirði Apple er nú í hámarki, en félagið er verðmætasta hlutafélagi í heimi. Séð miðað við lokagengi á mörkuðum í gær er markaðsvirði félagsins nú 698 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 90 þúsund milljarðar króna. Til samanburðar er árleg landsframleiðsla Íslands um 1.700 milljarðar króna.
Markaðsvirði Apple hefur vaxið jafn mikið undir stjórn Tim Cook og það gerði undir Steve Jobs, í Bandaríkjadölum talið. Steve Jobs lét af stöfum um mitt ár 2011 og lést 5. október sama ár.
Quartz gerir þessa stöðu að umtalsefni. En óhætt er að segja að Apple hafi notið góðs af þeim mögnuðu uppfinningum sem félagið kom á markað á árunum 2008 til 2011, einkum iPhone símunum og iPad spjaldtölvunum.
Auglýsing