Matreiðslubækur vinsælt lesefni hjá Dönum - fæstir elda upp úr þeim

hakkeboef-a6469ba0.1.jpg
Auglýsing

Það er alkunna að Danir eru miklir áhuga­menn um mat. Borða mik­ið, tala mikið um mat, eyða miklum tíma í að skoða mat í búðum og dreymir jafn­vel mat. Þessi mikli mat­ar­á­hugi hefur líka sett mark sitt á þjóð­ina, margir eru alltof þungir og þrátt fyrir hverja holl­ustu­her­ferð­ina á fætur annarri á und­an­förnum árum, og fögur ára­móta­heit breytir það litlu: bað­vigtin sýnir það og sann­ar.

Það kemur þess vegna ekki á óvart að þessi mikla mat­ar­þjóð skuli hafa áhuga fyrir að lesa um mat og skoða upp­skrift­ir. Dönsku dag­blöðin eru öll með sér­stakar mat­ar­síð­ur, sum þeirra jaf­vel með mat­seðil vik­unn­ar, þar sem lín­urnar eru lagðar um hvað „fa­milien Dan­mark“ geti haft á borðum og þurfi ekki að láta hend­ingu ráða hvað fer í pott­ana.  Viku­blöð­in, Famile Journal, Hjemmet, Alt for Damerne og öll hin birta fjöld­ann allan af upp­skriftum í hverju tölu­blaði.

Ara­grúi mat­reiðslu­bóka á hverju áriÁr­lega koma út hér í Dan­mörku um það bil 80 nýjar mat­reiðslu­bækur (fyrir utan end­ur­út­gáf­ur), talan fer hækk­andi ár frá ári. Fyrir nokkrum ára­tugum létu flestir sér nægja að eiga tvær til þrjár mat­reiðslu­bæk­ur, oft og tíðum þver­hand­ar­þykka doðranta sem inni­héldu, auk upp­skrift­anna, marg­vís­legar upp­lýs­ingar um með­ferð og geymslu mat­væla o.s.frv. (Matur og drykkur fröken Helgu Sig­urð­ar­dóttur er í þessum anda).

Þekkt­ust danskra mat­reiðslu­bóka er lík­lega Frø­ken Jen­sens Koge­bog, hún kom fyrst kom út árið 1901 og hefur verið end­ur­út­gefin að minnsta kosti 30 sinnum og selst í hund­ruðum þús­unda ein­taka og selst enn þann dag í dag jafnt og þétt. Þessi met­sölu­bók á fátt sam­eig­in­legt með hinum nýtísku­legu mat­reiðslu­bókum nútím­ans, þar sem mikil áhersla er lögð á ljós­myndir til skýr­ingar og vand­aðan glans­papp­ír. Í þessum bókum er líka hrá­efnið mun fjöl­breytt­ara en hjá frø­ken Jen­sen, enda tím­arnir breytt­ir. Les­endur fá vatn í munn­inn við það eitt að skoða mynd­irnar og upp­skrift­irnar og hugsa með sér:  þetta prófa ég næst!

Auglýsing

Lang­fæstir elda upp úr mat­reiðslu­bók­unumEn, þetta næst kemur bara aldrei, eða mjög sjald­an. Nýleg rann­sókn sér­fræð­ings hjá Kon­ung­lega bóka­safn­inu leiddi nefni­lega í ljós það sem marga reyndar grun­aði. Fólk kaupir nýju bæk­urnar og skoðar þær sér til skemmt­unar en notar þær svo aldrei. „Manni fall­ast bara hendur þegar maður sér mynd­irnar og allt sem þarf að kaupa til að elda þetta fína í bók­un­um“ sagði eld­hús­vanur karl í við­tali við áður­nefndan sér­fræð­ing.

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var sú að Danir hafi mjög gaman af að lesa um allt þetta nýja í mat­ar­gerð­inni og skoða mynd­irnar en þegar kemur að sjálfri mat­reiðsl­unni þá er það medisterpylsa, steikt rauð­spretta og síld, hakkebøf eða svína­kóti­lettur sem enda á disk­inum með kart­öflum og rauð­káli.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None