Matreiðslubækur vinsælt lesefni hjá Dönum - fæstir elda upp úr þeim

hakkeboef-a6469ba0.1.jpg
Auglýsing

Það er alkunna að Danir eru miklir áhuga­menn um mat. Borða mik­ið, tala mikið um mat, eyða miklum tíma í að skoða mat í búðum og dreymir jafn­vel mat. Þessi mikli mat­ar­á­hugi hefur líka sett mark sitt á þjóð­ina, margir eru alltof þungir og þrátt fyrir hverja holl­ustu­her­ferð­ina á fætur annarri á und­an­förnum árum, og fögur ára­móta­heit breytir það litlu: bað­vigtin sýnir það og sann­ar.

Það kemur þess vegna ekki á óvart að þessi mikla mat­ar­þjóð skuli hafa áhuga fyrir að lesa um mat og skoða upp­skrift­ir. Dönsku dag­blöðin eru öll með sér­stakar mat­ar­síð­ur, sum þeirra jaf­vel með mat­seðil vik­unn­ar, þar sem lín­urnar eru lagðar um hvað „fa­milien Dan­mark“ geti haft á borðum og þurfi ekki að láta hend­ingu ráða hvað fer í pott­ana.  Viku­blöð­in, Famile Journal, Hjemmet, Alt for Damerne og öll hin birta fjöld­ann allan af upp­skriftum í hverju tölu­blaði.

Ara­grúi mat­reiðslu­bóka á hverju áriÁr­lega koma út hér í Dan­mörku um það bil 80 nýjar mat­reiðslu­bækur (fyrir utan end­ur­út­gáf­ur), talan fer hækk­andi ár frá ári. Fyrir nokkrum ára­tugum létu flestir sér nægja að eiga tvær til þrjár mat­reiðslu­bæk­ur, oft og tíðum þver­hand­ar­þykka doðranta sem inni­héldu, auk upp­skrift­anna, marg­vís­legar upp­lýs­ingar um með­ferð og geymslu mat­væla o.s.frv. (Matur og drykkur fröken Helgu Sig­urð­ar­dóttur er í þessum anda).

Þekkt­ust danskra mat­reiðslu­bóka er lík­lega Frø­ken Jen­sens Koge­bog, hún kom fyrst kom út árið 1901 og hefur verið end­ur­út­gefin að minnsta kosti 30 sinnum og selst í hund­ruðum þús­unda ein­taka og selst enn þann dag í dag jafnt og þétt. Þessi met­sölu­bók á fátt sam­eig­in­legt með hinum nýtísku­legu mat­reiðslu­bókum nútím­ans, þar sem mikil áhersla er lögð á ljós­myndir til skýr­ingar og vand­aðan glans­papp­ír. Í þessum bókum er líka hrá­efnið mun fjöl­breytt­ara en hjá frø­ken Jen­sen, enda tím­arnir breytt­ir. Les­endur fá vatn í munn­inn við það eitt að skoða mynd­irnar og upp­skrift­irnar og hugsa með sér:  þetta prófa ég næst!

Auglýsing

Lang­fæstir elda upp úr mat­reiðslu­bók­unumEn, þetta næst kemur bara aldrei, eða mjög sjald­an. Nýleg rann­sókn sér­fræð­ings hjá Kon­ung­lega bóka­safn­inu leiddi nefni­lega í ljós það sem marga reyndar grun­aði. Fólk kaupir nýju bæk­urnar og skoðar þær sér til skemmt­unar en notar þær svo aldrei. „Manni fall­ast bara hendur þegar maður sér mynd­irnar og allt sem þarf að kaupa til að elda þetta fína í bók­un­um“ sagði eld­hús­vanur karl í við­tali við áður­nefndan sér­fræð­ing.

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var sú að Danir hafi mjög gaman af að lesa um allt þetta nýja í mat­ar­gerð­inni og skoða mynd­irnar en þegar kemur að sjálfri mat­reiðsl­unni þá er það medisterpylsa, steikt rauð­spretta og síld, hakkebøf eða svína­kóti­lettur sem enda á disk­inum með kart­öflum og rauð­káli.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None