Matreiðslubækur vinsælt lesefni hjá Dönum - fæstir elda upp úr þeim

hakkeboef-a6469ba0.1.jpg
Auglýsing

Það er alkunna að Danir eru miklir áhuga­menn um mat. Borða mik­ið, tala mikið um mat, eyða miklum tíma í að skoða mat í búðum og dreymir jafn­vel mat. Þessi mikli mat­ar­á­hugi hefur líka sett mark sitt á þjóð­ina, margir eru alltof þungir og þrátt fyrir hverja holl­ustu­her­ferð­ina á fætur annarri á und­an­förnum árum, og fögur ára­móta­heit breytir það litlu: bað­vigtin sýnir það og sann­ar.

Það kemur þess vegna ekki á óvart að þessi mikla mat­ar­þjóð skuli hafa áhuga fyrir að lesa um mat og skoða upp­skrift­ir. Dönsku dag­blöðin eru öll með sér­stakar mat­ar­síð­ur, sum þeirra jaf­vel með mat­seðil vik­unn­ar, þar sem lín­urnar eru lagðar um hvað „fa­milien Dan­mark“ geti haft á borðum og þurfi ekki að láta hend­ingu ráða hvað fer í pott­ana.  Viku­blöð­in, Famile Journal, Hjemmet, Alt for Damerne og öll hin birta fjöld­ann allan af upp­skriftum í hverju tölu­blaði.

Ara­grúi mat­reiðslu­bóka á hverju áriÁr­lega koma út hér í Dan­mörku um það bil 80 nýjar mat­reiðslu­bækur (fyrir utan end­ur­út­gáf­ur), talan fer hækk­andi ár frá ári. Fyrir nokkrum ára­tugum létu flestir sér nægja að eiga tvær til þrjár mat­reiðslu­bæk­ur, oft og tíðum þver­hand­ar­þykka doðranta sem inni­héldu, auk upp­skrift­anna, marg­vís­legar upp­lýs­ingar um með­ferð og geymslu mat­væla o.s.frv. (Matur og drykkur fröken Helgu Sig­urð­ar­dóttur er í þessum anda).

Þekkt­ust danskra mat­reiðslu­bóka er lík­lega Frø­ken Jen­sens Koge­bog, hún kom fyrst kom út árið 1901 og hefur verið end­ur­út­gefin að minnsta kosti 30 sinnum og selst í hund­ruðum þús­unda ein­taka og selst enn þann dag í dag jafnt og þétt. Þessi met­sölu­bók á fátt sam­eig­in­legt með hinum nýtísku­legu mat­reiðslu­bókum nútím­ans, þar sem mikil áhersla er lögð á ljós­myndir til skýr­ingar og vand­aðan glans­papp­ír. Í þessum bókum er líka hrá­efnið mun fjöl­breytt­ara en hjá frø­ken Jen­sen, enda tím­arnir breytt­ir. Les­endur fá vatn í munn­inn við það eitt að skoða mynd­irnar og upp­skrift­irnar og hugsa með sér:  þetta prófa ég næst!

Auglýsing

Lang­fæstir elda upp úr mat­reiðslu­bók­unumEn, þetta næst kemur bara aldrei, eða mjög sjald­an. Nýleg rann­sókn sér­fræð­ings hjá Kon­ung­lega bóka­safn­inu leiddi nefni­lega í ljós það sem marga reyndar grun­aði. Fólk kaupir nýju bæk­urnar og skoðar þær sér til skemmt­unar en notar þær svo aldrei. „Manni fall­ast bara hendur þegar maður sér mynd­irnar og allt sem þarf að kaupa til að elda þetta fína í bók­un­um“ sagði eld­hús­vanur karl í við­tali við áður­nefndan sér­fræð­ing.

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var sú að Danir hafi mjög gaman af að lesa um allt þetta nýja í mat­ar­gerð­inni og skoða mynd­irnar en þegar kemur að sjálfri mat­reiðsl­unni þá er það medisterpylsa, steikt rauð­spretta og síld, hakkebøf eða svína­kóti­lettur sem enda á disk­inum með kart­öflum og rauð­káli.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None