Matreiðslubækur vinsælt lesefni hjá Dönum - fæstir elda upp úr þeim

hakkeboef-a6469ba0.1.jpg
Auglýsing

Það er alkunna að Danir eru miklir áhuga­menn um mat. Borða mik­ið, tala mikið um mat, eyða miklum tíma í að skoða mat í búðum og dreymir jafn­vel mat. Þessi mikli mat­ar­á­hugi hefur líka sett mark sitt á þjóð­ina, margir eru alltof þungir og þrátt fyrir hverja holl­ustu­her­ferð­ina á fætur annarri á und­an­förnum árum, og fögur ára­móta­heit breytir það litlu: bað­vigtin sýnir það og sann­ar.

Það kemur þess vegna ekki á óvart að þessi mikla mat­ar­þjóð skuli hafa áhuga fyrir að lesa um mat og skoða upp­skrift­ir. Dönsku dag­blöðin eru öll með sér­stakar mat­ar­síð­ur, sum þeirra jaf­vel með mat­seðil vik­unn­ar, þar sem lín­urnar eru lagðar um hvað „fa­milien Dan­mark“ geti haft á borðum og þurfi ekki að láta hend­ingu ráða hvað fer í pott­ana.  Viku­blöð­in, Famile Journal, Hjemmet, Alt for Damerne og öll hin birta fjöld­ann allan af upp­skriftum í hverju tölu­blaði.

Ara­grúi mat­reiðslu­bóka á hverju áriÁr­lega koma út hér í Dan­mörku um það bil 80 nýjar mat­reiðslu­bækur (fyrir utan end­ur­út­gáf­ur), talan fer hækk­andi ár frá ári. Fyrir nokkrum ára­tugum létu flestir sér nægja að eiga tvær til þrjár mat­reiðslu­bæk­ur, oft og tíðum þver­hand­ar­þykka doðranta sem inni­héldu, auk upp­skrift­anna, marg­vís­legar upp­lýs­ingar um með­ferð og geymslu mat­væla o.s.frv. (Matur og drykkur fröken Helgu Sig­urð­ar­dóttur er í þessum anda).

Þekkt­ust danskra mat­reiðslu­bóka er lík­lega Frø­ken Jen­sens Koge­bog, hún kom fyrst kom út árið 1901 og hefur verið end­ur­út­gefin að minnsta kosti 30 sinnum og selst í hund­ruðum þús­unda ein­taka og selst enn þann dag í dag jafnt og þétt. Þessi met­sölu­bók á fátt sam­eig­in­legt með hinum nýtísku­legu mat­reiðslu­bókum nútím­ans, þar sem mikil áhersla er lögð á ljós­myndir til skýr­ingar og vand­aðan glans­papp­ír. Í þessum bókum er líka hrá­efnið mun fjöl­breytt­ara en hjá frø­ken Jen­sen, enda tím­arnir breytt­ir. Les­endur fá vatn í munn­inn við það eitt að skoða mynd­irnar og upp­skrift­irnar og hugsa með sér:  þetta prófa ég næst!

Auglýsing

Lang­fæstir elda upp úr mat­reiðslu­bók­unumEn, þetta næst kemur bara aldrei, eða mjög sjald­an. Nýleg rann­sókn sér­fræð­ings hjá Kon­ung­lega bóka­safn­inu leiddi nefni­lega í ljós það sem marga reyndar grun­aði. Fólk kaupir nýju bæk­urnar og skoðar þær sér til skemmt­unar en notar þær svo aldrei. „Manni fall­ast bara hendur þegar maður sér mynd­irnar og allt sem þarf að kaupa til að elda þetta fína í bók­un­um“ sagði eld­hús­vanur karl í við­tali við áður­nefndan sér­fræð­ing.

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var sú að Danir hafi mjög gaman af að lesa um allt þetta nýja í mat­ar­gerð­inni og skoða mynd­irnar en þegar kemur að sjálfri mat­reiðsl­unni þá er það medisterpylsa, steikt rauð­spretta og síld, hakkebøf eða svína­kóti­lettur sem enda á disk­inum með kart­öflum og rauð­káli.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víkingur Heiðar tónlistarmaður ársins hjá Gramophone
Verðlaunin þykja meðal virtustu viðurkenninga í heimi klassísrar tónlistar.
Kjarninn 16. október 2019
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir.
Kynjagleraugu fyrir fjármálamarkaði
Kjarninn 16. október 2019
Guðjón Sigurbjartsson
Samgönguráð og óráð
Kjarninn 16. október 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Brims og forstjóri félagsins.
Eignarhlutur Útgerðarfélags Reykjavíkur í Brimi á leið í 52,8 prósent
Enn eru ekki allir fyrirvarar uppfylltir vegna kaupa stærsta eiganda Brims á stórum hlut í félaginu af sjávarútvegsarmi Kaupfélags Skagfirðinga á tæpa átta milljarða króna. Búist er við því að kaupin gangi í gegn 1. desember.
Kjarninn 16. október 2019
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None