Með 5,6 milljónir á mánuði og á hlut í Síldarvinnslunni sem er metinn á um milljarð

Laun Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar, hækkuðu um 18,5 prósent í fyrra. Eitt prósent hlutur félags sem hann á 60 prósent á móti tveimur öðrum í er metinn á um 1,6 milljarð króna. Þeir borguðu 32 milljónir fyrir hlutinn.

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Auglýsing

Launa- og líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur til Gunn­þórs Ingva­son­ar, for­stjóra Síld­ar­vinnsl­unn­ar, hækk­uðu um 18,5 pró­sent á síð­asta ári. Miða greiðslur til hans á mán­uði voru 5,6 millj­ónir króna á árinu 2021 en 4,7 millj­ónir króna árið 2020. Laun Gunn­þórs og mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð hækk­uðu um 880 þús­und krónur á mán­uði að með­al­tali í fyrra. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Síld­ar­vinnsl­unnar sem birtur var í gær. 

Laun hans eru við með­al­tal launa for­stjóra skráðra félaga, sem voru tæp­lega 5,7 millj­ónir króna á mán­uði að teknu til­liti til launa­hækk­unar Gunn­þór­s. 

Rekstur Síld­ar­vinnsl­unnar gekk vel í fyrra. Hún hagn­að­ist um 11,1 millj­­arða króna, ef miðað er við með­­al­­gengi Banda­­ríkja­dals en félagið gerir upp í þeirri mynt. Af þeirri upp­­hæð féllu um þrír millj­­arðar króna til vegna sölu­hagn­aðar sem mynd­að­ist þegar SVN eigna­­fé­lag, stærsti eig­andi trygg­inga­­fé­lags­ins Sjó­vár, var afhentur fyrri hlut­höfum Síld­­ar­vinnsl­unnar í fyrra­vor.

Auglýsing
Stjórn Síld­­ar­vinnsl­unnar leggur til við aðal­­fund að greiddur verði arður til hlut­hafa vegna reikn­ings­ár­s­ins 2021  upp á 3,4 millj­­arða króna. 

Félagið greiddi 531 millj­­ónir króna í veið­i­­­gjöld í fyrra og tæp­­lega 2,1 millj­­arð króna í tekju­skatt. Því námu sam­an­lagðar greiðslur vegna veið­i­­gjalds og tekju­skatts í rík­­is­­sjóð um 2,6 millj­­örðum króna, eða 76 pró­­sent af þeirri upp­­hæð sem til stendur að greiða hlut­höfum í arð og 23 pró­­sent af hagn­aði Síld­­ar­vinnsl­unnar vegna síð­­asta árs. 

Miðað við nýjasta birta lista Fiski­­­­stofu um þær afla­heim­ildir sem hvert fyr­ir­tæki heldur á þá er Síld­­­­ar­vinnslan, ásamt dótt­­­­ur­­­­fé­lög­um, í þriðja sæti yfir þær útgerðir sem ráða yfir mestum kvóta með 9,41 pró­­­­sent hans. Þá keypti Síld­­­ar­vinnslan útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækið Berg Hug­inn á árinu 2020 en það heldur á 1,03 pró­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta.

Hafa hagn­ast um 1,6 millj­arð króna á því að kaupa hlut

Síld­ar­vinnslan var skráð á markað í maí í fyrra. Í skrán­ing­­ar­lýs­ingu Síld­­ar­vinnsl­unnar kom fram að Gunn­þór, Axel Ísaks­­son og Jón Már Jóns­­son, sem allir eiga sæti í fram­­kvæmda­­stjórn Síld­­ar­vinnsl­unnar væru eig­endur félags­ins Hraun­lóns. Þeir keyptu félagið í lok árs 2020 á 640 millj­ónir króna en Hraun­lón átti þá 27,5 millj­ónir hluta í Síld­ar­vinnsl­unni.

Þegar Síld­ar­vinnslan var skráð á markað hafði virði hlut­ar­ins hækkað upp í 1.595 millj­ónir króna á fjórum mán­uð­um, eða um 955 millj­ónir króna. 

Í hluta­fjár­út­boði sem fór fram í aðdrag­anda skrán­ingar Síld­ar­vinnsl­unnar á markað ákvað Hraun­lón að selja 37 pró­sent af bréfum sín­um. Fyrir það fékk félagið 608 millj­ónir króna. Því má segja, þegar kaup­verðið á heild­ar­hlutnum í lok árs 2020 er dregið frá því sem fékkst fyrir það selt var í hluta­fjár­út­boð­inu í fyrra­vor, að eig­endur Hraun­lóns hafi greitt 32 millj­ónir króna fyrir þann hlut sem þeir halda á í dag.

Það er sem stendur um eitt pró­sent hlutur í Síld­ar­vinnsl­unni sem met­inn er á um 1,6 millj­arð króna, en mark­aðsvirði félags­ins hefur hækkað um 41 pró­­sent frá skrán­ing­u. 

Þar munar mestu um þá aukn­ingu sem varð á virði félags­­ins eftir að til­­kynnt var um stór­auk­inn loðn­u­kvóta í fyrra­haust, en Síld­­ar­vinnslan og tengd félög fengu næst mest allra útgerða af hon­um, eða 18,49 pró­­sent. Um var að ræða stærstu úthlutun í loðnu í næstum tvo ára­tugi en engum loðn­u­kvóta hafði verið úthlutað í tvö ár á und­­an.

Virðið tífald­að­ist

Hraun­lón var áður í jafnri eigu Ein­­ars Bene­dikts­­son­­ar, fyrr­ver­andi for­­stjóra Olís, og Gísla Bald­­urs Garð­­ar­s­­sonar lög­­­manns. Sam­herji fjár­­­festi í Olís árið 2012 þegar þeir tveir áttu félagið að fullu og árið 2017 voru þeir að öllu leyti keyptir út úr Olís, meðal ann­­ars af Sam­herj­­a. Olís rann síðar saman við smá­­söluris­ann Haga.

Hraun­lón skil­aði ekki árs­­reikn­ing á árunum 2010 til 2015. Á síð­­­ara árinu er komin inn eign­­ar­hlutur í öðru félagi, Síld­­ar­vinnsl­unni, sem met­inn var á 213 millj­­ónir króna. Í árs­reikn­ingi 2020 var hlut­ur­inn enn verð­met­inn á þá tölu, eða þriðj­ung af því sem hlut­ur­inn var seldur á í lok þess árs.

Þegar það verð sem nýir eig­endur fengu fyrir 37 pró­sent af eign­inni í hluta­fjár­út­boð­inu í fyrra vor er lagt við mark­aðsvirði eft­ir­stand­andi eitt pró­sent hlutar í Síld­ar­vinnsl­unni nú er virði þess hlutar sem Hraun­lón átti í lok árs 2020 um 2,2 millj­arður króna, eða tíu sinnum meira en bók­fært virði hlut­ar­ins var fyrir rúmum 14 mán­uð­u­m. 

Því hafa Gunn­þór, Axel og Jón Már hagn­ast um tæp­lega 1,6 millj­arð króna á því að kaupa Hraun­lón í lok árs 2020, nokkrum mán­uðum áður en Síld­ar­vinnslan var skráð á mark­að.

Þorri þess hagn­aðar lendir hjá Gunn­þóri. Í árs­reikn­ingi Síld­ar­vinnsl­unnar kemur fram að Gunn­þór eigi 60 pró­sent hlut í L1197 ehf. sem á 100 pró­sent hlut í Hraun­lóni. Því er beinn hlutur Gunn­þórs í Hraun­lóni 940 millj­óna króna virði. Auk þess á hann 100.306 hluti í eigin nafni í Síld­ar­vinnsl­unni, en mark­aðsvirði þeirra er rúm­lega níu millj­ónir króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent