„Megum ekki glutra þessu úr höndunum á þessum tímapunkti“

„Órói“ í samfélaginu um sóttvarnaráðstafanir getur komið niður á samstöðunni. „Ef brestir fara að koma í samstöðuna þá getum við auðveldlega séð hér aftur uppsveiflu í faraldrinum,“ segir sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að á meðan hann njóti góðs sam­starfs og stuðn­ings hjá bæði heil­brigð­is­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herra sé „engan bil­bug“ á sér að finna. Hann hafi því ekki íhugað að gef­ast upp og láta stjórn­mála­menn­ina um að taka við verk­efn­inu – bar­átt­unni við far­ald­ur­inn. „Ég vinn ekki þannig.“ Hann segir nið­ur­stöðu dóm­stóla um far­sótt­ar­húsin von­brigði og að gæta þurfi þess að brestir komi ekki í sam­stöð­una í sam­fé­lag­inu.

Enn er að grein­ast tals­verður fjöldi með kór­ónu­veiruna inn­an­lands dag­lega. Flestir eru „gleði­lega“ í sótt­kví við grein­ing­u,“ sagði Þórólfur á upp­lýs­inga­fundi dags­ins. Í fyrra­dag greindust fimm á Suð­ur­landi utan sótt­kvíar með nýtt und­ir­af­brigði af breska afbrigð­inu sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Ljóst þyk­ir, að sögn Þór­ólfs, að sýk­ingin hafi upp­haf­lega komið með mann­eskju sem sýndi vott­orð um fyrri sýk­ingu á landa­mær­unum og var með mótefni. Hún þurfti því ekki að fara í skimun við kom­una til lands­ins. „Þannig virð­ist um end­ur­sýk­ingu að ræða og að sá hinn sami hafi borið smitið inn í hóp­inn sem setti af stað þessa hóp­sýk­ing­u,“ sagði Þórólf­ur. Slíkt sagði hann „sem betur fer“ mjög sjald­gæft og „von­andi er hér um und­an­tekn­ingu að ræða“. Hann segir því enn sem komið er ekki ástæða til að breyta nálgun og við­brögð við far­aldr­inum en að vel þurfi að fylgj­ast með málinu. „Ef við sjáum fleiri end­ur­sýk­ingar gæti það breytt nálg­un. Sjald­gæfir atburðir geta gerst og við þurfum að vera við­búin að takast á við það.“

Í gær greindust fjögur inn­an­lands­smit og var allt fólkið í sótt­kví við grein­ingu.

Auglýsing

Frá því að hertar aðgerðir tóku gildi 25. mars hafa tæp­lega 80 manns greinst inn­an­lands, þar af 22 utan sótt­kví­ar. Öll smitin eru af völdum breska afbrigð­is­ins. Á landa­mærum í gær greindust þrír með virkt smit – og frá 25. mars hefur 21 greinst með virkt smit, allir af breska afbrigð­inu.

Leki á landa­mærum

Á síð­ast­liðnum tveimur mán­uðum hafa 105 greinst á landa­mær­unum og 97 inn­an­lands og rakn­ing og rað­grein­ing sýnir að öll tengj­ast þau landa­mær­unum og fólki sem ekki hefur farið „eftir sinni fimm daga sótt­kví“ og því um „smit­leka“ að ræða. Þrjár hóp­sýk­ingar hafa orðið á þessum tíma. Ein sam­an­stóð af einni veiru­teg­und sem ekki hefur verið hægt að rekja til fulln­ustu og ekki til grein­ingar á landa­mær­un­um. 48 smit tengj­ast sýk­ing­unni og á annað þús­und manns fóru í sótt­kví vegna henn­ar.

Í annarri hóp­sýk­ingu greindust tólf manns. Hún er rakin til mann­eskju sem kom til lands­ins og hélt ekki sótt­kví. Þriðja hóp­sýk­ing­in, sem telur ell­efu manns, er einnig rakin til landamær­anna og mann­eskju sem ekki hélt reglur um sótt­kví.

„Þannig er greini­legt að nægi­legt er að nokkrir kom­ist í gegnum girð­ingar sem við höfum reist á landa­mær­unum til að setja af stað hóp­sýk­ingar og geta auð­veld­lega sett af stað nýja bylgju.“

Nið­ur­staða dóm­stóla von­brigði

Þórólfur sagði nið­ur­stöður dóm­stóla vegna reglna sem skikk­uðu fólk frá háá­hættu­svæðum í sótt­varna­hús von­brigði fyrir sótt­varnir og þau sjón­ar­mið að hér sé verið að vernda heilsu almenn­ings“. Hann hefur því sent nýtt minn­is­blað til heil­brigð­is­ráð­herra með til­lögum að aðgerðum á landa­mær­un­um, innan núver­andi lag­ara­mma, til að tryggja sem best að áfram hald­ist að halda far­aldr­inum í skefj­um. „Þær eru að mínu mati ekki eins áhrifa­ríkar og fyrri til­lögur voru en von­andi munu þær skila til­ætl­uðum árangri.“

Spurður nánar út í til­lög­urnar sagði hann ýmis­legt hægt að gera, t.d. að skerpa á reglum um sótt­kví í heima­húsi og skýra betur hvað hús­næði þurfi að upp­fylla og hvaða skyldur fólk í sótt­kví þurfi að upp­fylla. Einnig sé hægt að auka eft­ir­lit með fólki í heima­sótt­kví og skerpa enn eft­ir­litið á landa­mær­un­um.

Auglýsing

Sótt­varna­læknir sagði að und­an­farið hafi verið „tölu­verður órói“ um þær sótt­varna­ráð­staf­anir sem hafa verið í gangi, einkum á landa­mær­un­um. „Þetta finnst mér miður og ég tel að þessi órói geti komi niður á okkar sam­stöðu sem ein­kennt hefur okkar við­brögð til þessa. Ef brestir fara að koma í sam­stöð­una þá getum við auð­veld­lega séð hér aftur upp­sveiflu í far­aldr­in­um. Eins og við erum að sjá í okkar nán­ast öllum nágranna­lönd­um. Við verðum von­andi á síð­ustu metr­unum í þessu lang­hlaupi og megum ekki glutra þessu út úr hönd­unum á þessum tíma­punkt­i.“

Þórólfur var spurður hvort aðgerðir inn­an­lands væru enn nauð­syn­legar í ljósi þess að bólu­setn­ing við­kvæm­ustu hópa sé komin vel á veg. „Við erum að byggja á því að við erum með breska afbrigð­ið,“ svar­aði hann og vís­aði til þess að erlendis væri útbreiðsla þess svo mik­il, nán­ast í hverju ein­asta Evr­ópu­landi, og að yngra fólk væri að leggj­ast inn á sjúkra­hús en áður. Þetta hafi ekki enn sést hér enda náðst að halda útbreiðsl­unni í skefj­um. „Það er engin ástæða til að halda það að útbreiðsla hér eins og við erum að sjá á hinum Norð­ur­lönd­unum myndi ekki valda mörgum inn­lögnum á sjúkra­hús. Raunar eru eru sum sjúkra­húsin þar alveg á þol­mörk­um. Við verðum að koma í veg fyrir það eins fljótt og við get­um. Það er of seint þegar þetta er allt farið af stað.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent