Meira en helmingur þeirra sem hafa prófað Klappið segjast óánægð með það

Rúm 53 prósent þeirra sem segjast hafa prófað Klappið, nýtt greiðslukerfi Strætó, eru ýmist mjög óánægð eða frekar óánægð með greiðslulausnina, samkvæmt könnun sem framkvæmd var fyrir Strætó. Yfir 300 milljónum hefur verið varið í innleiðingu kerfisins.

Strætisvagn númer 14 á ferðinni við Fiskislóð.
Strætisvagn númer 14 á ferðinni við Fiskislóð.
Auglýsing

Rúmur helm­ingur strætófar­þega sem hafa prófað Klapp­ið, nýtt raf­rænt greiðslu­kerfi Strætó, er óánægður með for­rit­ið, sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­unar sem Pró­sent fram­kvæmdi fyrir Strætó í á vor­mán­uð­um.

Af alls 138 svar­endum könn­un­ar­innar sem sögð­ust hafa prófað nýja greiðslu­kerfið sögð­ust rúm 33 pró­sent mjög óánægð og 20 pró­sent fremur óánægð. Um 20 pró­sent sögðu hvorki óánægð né ánægð með Klappið og jafn­stór hluti sagð­ist fremur ánægð­ur. Ein­ungis 5 pró­sent svar­enda sögð­ust svo mjög ánægð með nýja greiðslu­kerf­ið.

Svar­endur í könn­un­inni voru alls 757 tals­ins og ein­ungis tæp 19 pró­sent svar­enda höfðu prófað að nota Klappið er könn­unin var fram­kvæmd, en um er að ræða net­könnun sem fram­kvæmd var dag­ana 29. mars til 5. maí.

Ein og hálf stjarna í App Store – 1,7 stjörnur í Google Play

Klappið var inn­leitt á liðnum vetri og hefur fengið blendin við­brögð not­enda, sem hafa sumir tjáð sig um nei­kvæða upp­lifun sína á sam­fé­lags­miðlum og það stundum ratað í fréttir. Í vef­verslun Apple er snjall­símafor­ritið með eina og hálfa stjörnu af fimm mögu­legum og í vef­verslun Google er appið með 1,7 stjörnur af fimm mögu­leg­um.

Auglýsing

Með Klapp­inu eru þrír greiðslu­mögu­leikar í boði. Í fyrsta lagi er hægt að kaupa miða í Klapp-app­inu í sím­anum og skanna mið­ann af síma­skjánum við inn­göngu í stræt­is­vagn. Í annan stað má svo kaupa Klapp-kort, en það eru snjall­kort sem borin eru upp við far­miðask­ann um borð í stræt­is­vagn­in­um. Í þriðja lagi er svo hægt að kaupa Klapp-­tíu, sem eru pappa­miðar með tíu far­gjöld­um.

Við inn­leið­ingu nýja greiðslu­kerf­is­ins í vetur var boðað að brátt myndi eldra Strætó-­snjall­for­rit verða tekið úr notk­un, en enn er þó hægt að versla far­miða í því for­riti þrátt fyrir að Klappið hafi verið inn­leitt fyrir rúmu hálfu ári.

Kostn­aður við fyrsta áfanga greiðslu­kerf­is­ins 320 millj­ónir

Fjár­fest­ing Strætó í hinu nýja greiðslu­kerfi hefur verið fjár­mögnuð beint úr rekstri félags­ins, sem hefur verið þungur vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Sum­arið 2021 áætl­aði Jóhannes S. Rún­ars­son fram­kvæmda­stjóri Strætó bs., í svari við fyr­ir­spurn frá borg­ar­full­trúa Sós­í­alista­flokks­ins, að heild­ar­fjár­fest­ingin vegna fyrsta áfanga inn­leið­ingar nýja kerf­is­ins myndi nema um 320 millj­ónum króna.

Inni í þeirri tölu er hug­bún­að­ar­þróun og sömu­leiðis kaup á nýjum far­miðaskönnum sem settir hafa verið inn í hvern ein­asta stræt­is­vagn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Raf­ræna greiðslu­kerfið er hugsað til fram­tíð­ar, fyrir bæði fyrir Strætó og Borg­ar­línu, en ein­ungis er búið að ljúka við fyrsta áfanga þeirra breyt­ingar sem á að gera á greiðslu­kerf­inu.

Næsta skref Strætó verður að inn­leiða snerti­lausar greiðslur í vagn­ana, þannig að not­endur sem eru að kaupa staka miða geti gert það beint með sínu greiðslu­korti eða Apple Pay og Sam­sung Pay og álíka lausn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent