Meira en helmingur þeirra sem hafa prófað Klappið segjast óánægð með það

Rúm 53 prósent þeirra sem segjast hafa prófað Klappið, nýtt greiðslukerfi Strætó, eru ýmist mjög óánægð eða frekar óánægð með greiðslulausnina, samkvæmt könnun sem framkvæmd var fyrir Strætó. Yfir 300 milljónum hefur verið varið í innleiðingu kerfisins.

Strætisvagn númer 14 á ferðinni við Fiskislóð.
Strætisvagn númer 14 á ferðinni við Fiskislóð.
Auglýsing

Rúmur helm­ingur strætófar­þega sem hafa prófað Klapp­ið, nýtt raf­rænt greiðslu­kerfi Strætó, er óánægður með for­rit­ið, sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­unar sem Pró­sent fram­kvæmdi fyrir Strætó í á vor­mán­uð­um.

Af alls 138 svar­endum könn­un­ar­innar sem sögð­ust hafa prófað nýja greiðslu­kerfið sögð­ust rúm 33 pró­sent mjög óánægð og 20 pró­sent fremur óánægð. Um 20 pró­sent sögðu hvorki óánægð né ánægð með Klappið og jafn­stór hluti sagð­ist fremur ánægð­ur. Ein­ungis 5 pró­sent svar­enda sögð­ust svo mjög ánægð með nýja greiðslu­kerf­ið.

Svar­endur í könn­un­inni voru alls 757 tals­ins og ein­ungis tæp 19 pró­sent svar­enda höfðu prófað að nota Klappið er könn­unin var fram­kvæmd, en um er að ræða net­könnun sem fram­kvæmd var dag­ana 29. mars til 5. maí.

Ein og hálf stjarna í App Store – 1,7 stjörnur í Google Play

Klappið var inn­leitt á liðnum vetri og hefur fengið blendin við­brögð not­enda, sem hafa sumir tjáð sig um nei­kvæða upp­lifun sína á sam­fé­lags­miðlum og það stundum ratað í fréttir. Í vef­verslun Apple er snjall­símafor­ritið með eina og hálfa stjörnu af fimm mögu­legum og í vef­verslun Google er appið með 1,7 stjörnur af fimm mögu­leg­um.

Auglýsing

Með Klapp­inu eru þrír greiðslu­mögu­leikar í boði. Í fyrsta lagi er hægt að kaupa miða í Klapp-app­inu í sím­anum og skanna mið­ann af síma­skjánum við inn­göngu í stræt­is­vagn. Í annan stað má svo kaupa Klapp-kort, en það eru snjall­kort sem borin eru upp við far­miðask­ann um borð í stræt­is­vagn­in­um. Í þriðja lagi er svo hægt að kaupa Klapp-­tíu, sem eru pappa­miðar með tíu far­gjöld­um.

Við inn­leið­ingu nýja greiðslu­kerf­is­ins í vetur var boðað að brátt myndi eldra Strætó-­snjall­for­rit verða tekið úr notk­un, en enn er þó hægt að versla far­miða í því for­riti þrátt fyrir að Klappið hafi verið inn­leitt fyrir rúmu hálfu ári.

Kostn­aður við fyrsta áfanga greiðslu­kerf­is­ins 320 millj­ónir

Fjár­fest­ing Strætó í hinu nýja greiðslu­kerfi hefur verið fjár­mögnuð beint úr rekstri félags­ins, sem hefur verið þungur vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Sum­arið 2021 áætl­aði Jóhannes S. Rún­ars­son fram­kvæmda­stjóri Strætó bs., í svari við fyr­ir­spurn frá borg­ar­full­trúa Sós­í­alista­flokks­ins, að heild­ar­fjár­fest­ingin vegna fyrsta áfanga inn­leið­ingar nýja kerf­is­ins myndi nema um 320 millj­ónum króna.

Inni í þeirri tölu er hug­bún­að­ar­þróun og sömu­leiðis kaup á nýjum far­miðaskönnum sem settir hafa verið inn í hvern ein­asta stræt­is­vagn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Raf­ræna greiðslu­kerfið er hugsað til fram­tíð­ar, fyrir bæði fyrir Strætó og Borg­ar­línu, en ein­ungis er búið að ljúka við fyrsta áfanga þeirra breyt­ingar sem á að gera á greiðslu­kerf­inu.

Næsta skref Strætó verður að inn­leiða snerti­lausar greiðslur í vagn­ana, þannig að not­endur sem eru að kaupa staka miða geti gert það beint með sínu greiðslu­korti eða Apple Pay og Sam­sung Pay og álíka lausn­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent