Meirihlutinn í Reykjavík heldur en næstum þriðjungur kjósenda ekki búinn að ákveða sig

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sama fylgi og hann fékk 2018 og yrði að óbreyttu áfram stærsti flokkurinn í borginni. Miðflokkurinn tapar Vigdísi Hauksdóttir en Framsókn nær inn í staðinn. Samfylkingin missir einn borgarfulltrúa yfir til Pírata.

Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum.
Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum.
Auglýsing

Meiri­hlut­inn í Reykja­vík myndi halda velli ef kosið væri í dag, en næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar fara fram í maí næst­kom­andi. Flokk­arnir fjórir sem hann mynda: Sam­fylk­ing, Pírat­ar, Við­reisn og Vinstri græn hafa sam­an­lagt þá tólf borg­ar­full­trúa sem þarf til að mynda meiri­hluta í 23 manna borg­ar­stjórn, sem er sami fjöldi og þeir höfðu eftir síð­ustu kosn­ing­ar. Sá munur er þó á að Sam­fylk­ingin tapar einum borg­ar­full­trúa og þremur pró­sentu­stigum af fylgi en Píratar bæta við sig ein­um. Fjöldi full­trúa Við­reisnar og Vinstri grænna er sá sami. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðu könn­unar sem Pró­sent hefur gert fyrir Frétta­blaðið og birt var í dag.

Það vekur þó athygli að sam­kvæmt könn­un­inni sögðu 30 pró­sent aðspurðra ekki vita hvað þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosn­inga í dag. Nið­ur­stöð­urnar sem birtar eru í Frétta­blað­inu end­ur­spegla því ein­ungis kosn­inga­á­form þeirra sem tóku afstöðu. Það er því eftir nægu að slægj­ast fyrir flokk­anna í aðdrag­anda kosn­inga.

Sjálf­stæð­is­flokkur stendur í stað

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist stærsti flokk­ur­inn í borg­inni með nákvæm­lega sama fylgi og hann fékk í kosn­ingum 2018, um 31 pró­sent. Það myndi tryggja honum átta borg­ar­full­trúa líkt og hann hefur nú og ljóst að flokk­ur­inn þyrfti hið minnsta að ná einum þeirra flokka sem mynda núver­andi meiri­hluta í sam­starf til að ná stjórn á höf­uð­borg­inni á ný. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun fá nýjan odd­vita fyrir kosn­ing­arnar líkt og hann hefur gert fyrir allar kosn­ingar síðan 1998, en Eyþór Arn­alds til­kynnti nýverið að hann myndi hætta. Hildur Björns­dótt­ir, sem sat í öðru sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins 2018, hefur ein gefið kost á sér í odd­vita­sætið sem stendur en fyr­ir­hugað er að halda leið­toga­próf­kjör í febr­úar og raða svo í önnur sæti á lista.

Auglýsing
Samfylkingin er næst stærsti flokk­ur­inn með 22,8 pró­sent fylgi, sem er þremur pró­sentu­stigum minna en hún fékk 2018. Það þýðir að hún tapar einum borg­ar­full­trúa yfir til Pírata sem mæl­ast nú með næstum 15 pró­sent fylgi og þrjá borg­ar­full­trúa. Sam­fylk­ingin mun fara í opið próf­kjör í aðdrag­anda kosn­ing­anna en Dagur B. Egg­erts­son, odd­viti flokks­ins og borg­ar­stjóri frá 2014, mun til­kynna hvort hann sæk­ist eftir áfram­hald­andi setu í byrjun kom­andi árs. 

Fylgi Við­reisnar dalar aðeins úr þeim 8,2 pró­sentum sem flokk­ur­inn fékk síð­ast, en hann heldur þó sínum tveimur borg­ar­full­trú­um. 

Mið­flokk­ur­inn bíður afhroð en Fram­sókn nær inn

Flokkur Fólks­ins bætir ágæt­lega við sig og er með nálægt sex pró­sent fylgi en það breytir engu um það að flokk­ur­inn yrði að óbreyttu áfram með einn borg­ar­full­trúa. Vinstri græn halda áfram að vera í vand­ræðum í höf­uð­borg­inni, eitt sinn var á meðal bestu póli­tíski veiði­lenda flokks­ins, og mæl­ast með rétt yfir fimm pró­sentu­stig.

Ein stærstu tíð­indin í könn­un­inni eru þó þau að afhroð Mið­flokks­ins frá síð­ustu Alþing­is­kosn­ingum heldur áfram og hann mælist nú með ein­ungis 1,4 pró­sent fylgi, en fékk 6,1 pró­sent árið 2018. Það þýðir að borg­ar­stjórn mun kveðja Vig­dísi Hauks­dóttur sem setið hefur þar á þessu kjör­tíma­bili, og látið mikið fyrir sér fara.

Flokk­ur­inn sem Mið­flokk­ur­inn klofn­aði úr, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, hress­ist hins vegar nægi­lega mikið til að ná inn manni að óbreyttu, þótt fylgið mælist ein­ungis 4,1 pró­sent. Fram­sókn fékk 3,2 pró­sent í kosn­ing­unum 2018.

Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 13. til 22. des­em­ber, en um net­könnun var að ræða sem send var á könn­un­ar­hóp Pró­sents. Úrtakið var 1.700 manns og svar­hlut­fallið 51 pró­sent. Gögnin voru vigtuð til að úrtakið end­ur­spegli álit íbúa Reykja­víkur og tekið var til­lit til kyns og ald­urs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent