Tíu milljónir settar í þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir

Það kostar á bilinu 7,9 til 8,7 milljarða króna að byggja nýjan þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir og allt að 18 milljarða króna að byggja nýjan Laugardalsvöll. Hvorugt verkefnið er fjármagnað.

Þjoðarleikvangar Íslands eru komnir til ára sinna og uppfylla ekki alþjóðlegar kröfur.
Þjoðarleikvangar Íslands eru komnir til ára sinna og uppfylla ekki alþjóðlegar kröfur.
Auglýsing

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar, sem skip­aður er nefnd­ar­mönnum stjórn­ar­flokk­anna þriggja, leggur til að tíu millj­ónir króna verði settar í und­ir­bún­ing fyrir þjóð­ar­leik­vang fyrir inni­í­þróttir á næsta ári. Ekk­ert fram­lag er til nýs þjóð­ar­leik­vangs í knatt­spyrnu í Laug­ar­dal. 

Í rök­stuðn­ingi fyrir fram­lag­inu segir að sam­kvæmt stjórn­ar­sátt­mála sé þörf á 30 millj­óna króna fram­lagi vegna und­ir­bún­ings fyrir slíkan leik­vang. „Skýrsla starfs­hóps um þjóð­ar­leik­vang fyrir inni­í­þróttir liggur fyr­ir. Í stjórn­ar­sátt­mála er fjallað um að halda áfram að und­ir­búa þau verk­efni. Næstu skref hvað inni­í­þrótta­leik­vang varðar eru við­ræður um fram­kvæmd­ina, stað­setn­ingu, stærð og mögu­lega kostn­að­ar­skipt­ing­u.“

Heild­ar­kostn­aður við bygg­ingu þjóð­ar­leik­vangs fyrir inni­í­þróttir er áætl­að­ur, sam­kvæmt skýrslu starfs­hóps sem birt var í fyrra, á bil­inu 7,9 til 8,7 millj­arðar króna. mun­ur­inn felst í því hvort húsið eigi að taka fimm þús­und eða 8.600 áhorf­end­ur. 

Mikið rætt en lítið gerst

Mikið hefur verið rætt um upp­­­­­bygg­ingu nýrra þjóð­­­ar­­­leik­vanga fyrir bæði inni­í­þróttir og knatt­spyrnu og margir með vænt­ingar til þess að ráð­ist verði í slíka upp­­­­­bygg­ingu sem fyrst. Staðan er enda þannig að Laug­ar­dals­höllin stenst ekki alþjóð­legar kröfur og gólf­flötur hennar er ónýt­ur. Fyrir vikið neydd­ist körfu­boltalands­lið Íslands nýverið til að spila heima­leik við Rúss­land þar frekar en hér.

Auglýsing
Þá hefur lengi staðið til að byggja nýjan þjóð­ar­leik­vang fyrir knatt­spyrnu í Laug­ar­dal, en hann upp­fyllir ekki alþjóð­legar kröfur frekar en Laug­ar­dals­höll. Starfs­hópur sem ríkið og Reykja­vík­­­ur­­borg skip­uðu í jan­úar 2018 um upp­­­bygg­ingu Laug­­ar­dalsvallar hefur skil­aði af sér nið­ur­stöðum í apríl sama ár. 

Hóp­­ur­inn skoð­aði tvo val­­kosti ann­­ars vegar völl fyrir um 17.500 áhorf­endur með yfir­­­byggðum áhorf­enda­­stæðum en opnu þaki yfir leik­vell­in­­um. Hins vegar kostur B sem er fjöl­nota mann­­virki fyrir um 20 þús­und áhorf­endur með þaki yfir leik­vell­inum sem hægt er að opna og loka eftir þörf­­um. Kostn­aður var met­inn á sjö til 18 millj­arða króna. 

Full­trúar KSÍ, Reykja­vík­­­ur­­borgar og rík­­is­ins und­ir­rit­uðu svo stofn­­samn­ing félags sem á að starfa að und­ir­­bún­­ingi að mög­u­­legri upp­­­bygg­ingu hans um mitt ár 2019.

Til við­bótar er stefnt að bygg­ingu nýs þjóð­ar­leik­vangs í frjálsum íþrótt­u­m.  Allir leik­vang­­arnir eiga það allir sam­eig­in­­legt að vera enn ófjár­magn­að­ir.

Boð­aði nýjan þjóð­ar­leik­vang á kjör­tíma­bil­inu

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, er með málin á sinni könnu innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Hann sagði í umræðu­þætt­inum Pall­borð­inu á Vísi þann 9. des­em­ber síð­ast­lið­inn að upp­bygg­ing þjóð­ar­leik­vanga væru eitt af þeim verk­efnum sem væru efst á hans lista á þessu kjör­tíma­bili. „Ég reikna með því að mitt fyrsta mál sem ég fer með inn í rík­is­stjórn varði þetta mál. Fyrsti fund­ur­inn sem ég tók sem ráð­herra var með ÍSÍ og sér­sam­bönd­unum í gær. Það er líka til að und­ir­strika mik­il­vægi þessa mál­efna­flokks."

Þar sagði Ásmundur Einar einnig að dregið gæti til tíð­inda í mál­inu í des­em­ber. „Minn hugur stendur nú til þess að á þessu kjör­tíma­bili geti maður farið á heima­leiki á nýjum þjóð­ar­leik­vang­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent