Vill að bankaskattur verði hækkaður á ný til að auka tekjur ríkissjóðs um sex milljarða

Þingmaður Flokks fólksins vill að bankaskattur verði hækkaður aftur í það sem hann var áður en ríkisstjórnin ákvað að lækka hann til að auka svigrúm banka til að takast á við kórónuveirufaraldurinn.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Ást­hildur Lóa Þórs­dótt­ir, þing­maður Flokks fólks­ins, hefur lagt frambreyt­ing­ar­til­lögu við band­orm vegna fjár­laga­frum­varps­ins sem felur í sér að banka­skattur verði hækk­aður í það sem hann var í byrjun árs í fyrra. Þetta telur hún að muni skila rík­is­sjóði sex millj­örðum króna í við­bót­ar­tekjur á ári. 

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir Ást­hildur Lóa að lækkun banka­skatts­ins í fyrra hafi ekki skilað þeim árangri sem stjórn­völd gerðu ráð fyr­ir. 

Sér­­stakur skattur á fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki, svo­­kall­aður banka­skatt­­ur, var lækk­­aður í fyrra úr 0,376 í 0,145 pró­­sent á heild­­ar­skuldir þeirra banka sem skulda yfir 50 millj­­arða króna. Alls borga fimm fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki skatt­inn en þorra hans greiða stóru bank­­arnir þrír: Lands­­bank­inn, Íslands­­­banki og Arion banki. 

Fyrir vikið lækk­­aði álagður banka­skattur sem rík­­is­­sjóður lagði á bank­ana um 6,1 millj­­arð króna vegna árs­ins 2020 og var 4,8 millj­­arðar króna. Það er lækkun upp á 56,2 pró­­sent. 

Áætlað er að hann verði 4,8 millj­­arðar króna í ár og tæp­­lega 5,3 millj­­arðar króna á næsta ári.

Skörp lækkun banka­skatts­ins, hefur ekki skilað því að vaxta­munur banka hafi lækkað sem neinu nemur en spilað inn í miklar hækk­­­anir á virði hluta­bréfa í þeim bönkum sem skráðir eru á mark­að.

Ætl­aði að lækka skatt­inn í skrefum

Síð­­asta rík­­is­­stjórn, sem nú hefur end­­ur­nýjað sam­­starf sitt, hafði lengi stefnt að því að lækka skatt­inn, sem hafði skilað rík­­is­­sjóði miklum tekjum í kjöl­far banka­hruns­ins, fyrst með að leggj­­ast af krafti á þrotabú föllnu bank­anna og síðan með því að leggj­­ast á starf­andi íslenska við­­skipta­­banka.

Auglýsing
Sam­tök fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja höfðu árum saman kvartað tölu­vert undan banka­skatt­in­um, sagt að hann dragi úr sam­keppn­is­hæfni íslenska banka­­­kerf­is­ins og leiði til verri kjara fyrir almenn­ing. 

Frum­varp um að lækka banka­skatt­inn í skrefum var lagt fram 2018 og sam­­kvæmt því átti það ferli að eiga sér stað milli 2020 og 2023. Í lok þess tíma­bils átti skatt­­ur­inn að verða 0,145 pró­­sent. 

Í júní 2019 var ákveðið að fresta þessum áformum um eitt ár og að lækkun skatts­ins myndi hefj­­ast 2021 en yrði komin að öllu leyti til fram­­kvæmda á árinu 2024. Þær breyt­ingar voru gerðar vegna breyttra aðstæðna í íslensku efna­hags­lífi, aðal­­­­­­­­­lega vegna gjald­­­­­þrots WOW air og loðn­­­­u­brests. 

Gríð­­ar­­legur hagn­aður í heims­far­aldri

Í kjöl­far kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­s­ins var lækk­­­un­inni svo flýtt og gjald­hlut­­­fallið var fært  niður í 0,145 pró­­­sent vegna skulda í árs­­­lok 2020. Hún kom því öll til fram­­kvæmda í fyrra í stað þess að verða í skrefum á fjórum árum. 

Auk þessa var sveiflu­­jöfn­un­­ar­­auki á eigið fé banka afnumin tíma­bundið og stýri­vextir lækk­­aðir niður í 0,75 pró­­sent, sem hratt af stað mik­illi aukn­ingu á virði eigna sem bankar sýsla með og fjár­­­magna, sér­­stak­­lega hluta­bréfa og íbúða. Breyt­ing­una má glöggt sjá í upp­gjörum bank­anna síðan að þetta var ákveð­ið. 

Eftir að hafa tapað sam­tals 7,2 millj­­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2020 end­uðu stóru bank­­arnir þrír með sam­eig­in­­legan hagnað upp á 29,8 millj­­arða króna á öllu síð­­asta ári. 

Í ár hefur hagn­að­­ur­inn verið enn meiri. Sam­eig­in­­legur hagn­aður þeirra var rúm­­lega 60 millj­­arðar króna á fyrstu níu mán­uðum yfir­­stand­andi árs. Það er meiri hagn­aður en stóru bank­­arnir þrír hafa hagn­­ast innan árs frá árinu 2015.

Þegar mark­aðsvirði þeirra þriggja banka sem skráðir eru á mark­aði er skoðað er ljóst að ákvarð­­anir stjórn­­­valda og seðla­­banka, meðal ann­­ars skörp lækkun banka­skatts, hefur leitt af sér miklar hækk­­­anir á virði hluta­bréfa. Á einu ári hafa hluta­bréf í Arion banka hækkað um 104 pró­­sent, hluta­bréf í Kviku banka um 73 pró­­sent og bréf í Íslands­­­banka hafa hækkað um 55 pró­­sent frá því í sum­­­ar, þegar hann var skráður á mark­að. 

Vill fram­lengja „Allir vinna“ í eitt ár

Ást­hildur Lóa lagði einnig til að átakið „Allir vinna“ verði fram­lengt um eitt ár. 

Kjarn­inn greindi frá því í gær að meiri­hluti efna­hags- og við­­skipta­­nefndar hefði ákveðið að leggja til að haldið verði tíma­bundið áfram að fella niður virð­is­auka­skatt á starf­­semi tengdri bygg­ing­­ar­fram­­kvæmdum og við­haldi hús­næðis í gegnum „Allir vinna“-átakið að hluta fram eftir næsta ári, þrátt fyrir að fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið hafi lagst hart gegn því. Í minn­is­­blaði ráðu­­neyt­is­ins sem skilað var inn til nefnd­­ar­innar var fram­­leng­ingin sögð óþörf og varað við að hún gæti valdið ofþenslu.

­Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans afgreiddi meiri­hlut­inn álit sitt á fundi nefnd­­ar­innar í gær. Þar var lagt til að úrræðið fyrir starf­­semi tengdri bygg­ing­­ar­fram­­kvæmdum og við­haldi hús­næðis verði fram­­lengt að fullu út ágúst á næsta ári og frá 1. sept­­em­ber muni end­­ur­greiðslan mið­­ast við 60 pró­­sent af því sem ætti ann­­ars að fara til rík­­is­­sjóðs sem virð­is­auka­skatt­­ur. 

Þá verða end­­ur­greiðslur vegna heim­il­is­hjálpar og reglu­­legrar umhirðu og vegna frí­­stunda­hús­næðis fram­­lengdar til 30. júní. End­­ur­greiðsla vegna bíla­við­­gerða ýmis­­­konar mun hins vegar falla niður um ára­­mót líkt og stefnt var að. 

Engin grein­ing á kostn­aði vegna fram­­leng­ing­­ar­innar var lögð fram sam­hliða nefnd­­ar­á­lit­inu en í minn­is­­blaði fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins kom fram að auknar og útvíkk­aðar end­­ur­greiðslur á virð­is­auka­skatti frá byrjun far­ald­­ur­s­ins til árs­loka 2021 muni nema 16,5 millj­­örðum króna. Þar sagði einnig að ef úrræðin yrðu fram­­lengd í óbreyttri mynd út næsta ár gæti rík­­is­­sjóður orðið af 12 millj­­örðum króna á næsta ári. 

Í ljósi þess að end­­ur­greiðslur vegna íbúð­­ar­hús­næðis hafa verið næstum 80 pró­­sent allra end­­ur­greiðslna vegna átaks­ins „Allir vinna“ er ljóst að við­­bót­­ar­­kostn­aður rík­­is­­sjóðs vegna fram­­leng­ing­­ar­innar mun hlaupa á millj­­örðum króna. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent