Merkel og Hollande komin til friðarviðræðna í Úkraínu

h_51782709-1.jpg
Auglýsing

Francois Hollande Frakk­lands­for­seti og Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, til­kynntu óvænt um ferð til Kíev og Moskvu í dag, til þess að reyna að binda endi á átökin í aust­ur­hluta Úkra­ínu. Þau funda nú í Kíev og munu funda í Moskvu á morgun með Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta.

Að sögn Hollande ætla þau sér að kynna til­lögu að frið­sam­legri lausn sem allir ættu að geta sætt sig við. Hann sagði hins vegar líka að það væru tak­mörk fyrir því hversu lengi hægt væri að leita frið­sam­legra lausna. „Það ríkir stríð í Úkra­ínu. Verið er að nota vopn og óbreyttir borg­arar eru drepnir á hverjum deg­i,“ sagði Hollande.

Vilja frið­sam­lega lausn en bíða ekki enda­laustJohn Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, er nú þegar kom­inn til Kíev til þess að ræða við Petro Poros­hen­ko, for­seta Úkra­ínu, og aðra hátt­setta emb­ætt­is­menn.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, á fundi í Kíev í dag. John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, og Petro Poros­hen­ko, for­seti Úkra­ínu, á fundi í Kíev í dag.

Auglýsing

Kerry sagði í Kíev í dag að Banda­ríkja­menn vildu frið­sam­lega lausn á mál­inu en að þeir myndu ekki líta fram­hjá yfir­gangs­semi og fram­ferði Rússa. „Við getum ekki lokað aug­unum gagn­vart skrið­drekum sem fara yfir landa­mærin frá Rúss­landi og koma til Úkra­ín­u,“ sagði hann á blaða­manna­fundi með Poros­hen­ko. Kerry sagði líka að nú væri runn­inn upp mik­il­vægur tíma­punktur fyrir svæð­ið, fyrir Úkra­ínu og fyrir frið­ar­horf­ur.

Hann sak­aði Rússa um að brjóta gegn full­veldi Úkra­ínu með því að taka þátt í átök­unum þar, sem Rússar neita enn. „Við viljum frið­sam­lega lausn með samn­ingum - en það er ekki hægt að hafa ein­hliða frið,“ sagði Kerry jafn­framt. Hann bætti því við að nú sé Barack Obama Banda­ríkja­for­seti að velta fram­hald­inu fyrir sér, meðal ann­ars þeim mögu­leika að senda vopn til stjórn­valda í Úkra­ín­u. ­Banda­ríkja­menn hafa hingað til þver­tekið fyrir að þeir ætl­uðu sér að senda vopna­að­stoð til stjórn­valda í Úkra­ínu.

Tals­maður rúss­neska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sagði að ef Banda­ríkin ákveði að senda vopn til Úkra­ínu muni það valda gríð­ar­legum skaða í sam­skiptum Rúss­lands og Banda­ríkj­anna.

Mjög skiptar skoð­anir eru á því hvernig taka skuli taka á hern­að­ar­að­stoð, en stjórn­völd í Úkra­ínu hafa nokkrum sinnum óskað eftir aðstoð. Ang­ela Merkel hefur sagst vera algjör­lega mót­fallin því að veita hern­að­ar­að­stoð og Þýska­land taki ekki þátt í því. Eftir fund­inn í Moskvu á morgun heldur hún svo til Banda­ríkj­anna þar sem hún mun funda með Obama eftir helgi.

Evr­ópu­sam­bandið er sagt von­ast til þess að með meiri þunga í umræðum um hern­að­ar­að­stoð sé hægt að ýta báðum deilu­að­ilum að samn­inga­borð­inu. Þá hefur verið greint frá því að Atl­ants­hafs­banda­lagið ætli að setja saman 5.000 manna her­deild sem verði hægt að senda til Aust­ur-­Evr­ópu með mjög stuttum fyr­ir­vara. 

Eins og Kjarn­inn greindi frá í gær hefur ofbeldi gegn óbreyttum borg­urum auk­ist mjög und­an­farnar vikur og hafa nú meira en 5.000 óbreyttir borg­arar lát­ist frá því að átök brut­ust út. Þar af hafa fleiri en tíu lát­ist á hverjum degi frá því í byrjun jan­ú­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None